Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 14:59 Bragginn í Nauthólsvík er ein umdeildasta bygging síðari ára. Vísir/Vilhelm Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur staðfest að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt. Þó beri að varast að túlka það þannig að slíkt hafi verið gert í annarlegum tilgangi. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. Ágreiningur hefur verið um málið innan borgarstjórnar síðustu daga. Í minnisblaðinu bendir Hallur Símonarson innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar á að fram komi í braggaskýrslunni að farið hafi fram „tiltekt í tölvupósthólfum.“ Það geti falið í sér að tölvupóstar hafi verið færðir í skjalavörslukerfi eða að þeim hafi verið eytt varanlega.Sjá einnig: „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Þetta er útskýrt frekar í minnisblaðinu. Í tilefni af rannsókn á framkvæmdum við braggann að Nauthólsvegi 100 hafi innri endurskoðun kallað eftir afriti af tölvupósthólfum verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar. Komið hafi í ljós að í afritunum er ekki að finna alla tölvupósta viðkomandi aðila á tímabilinu frá árinu 2012 til október ársins 2017.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Vísir/VilhelmÞannig hafi útsendum tölvupóstum verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans en ekki sé hægt að meta hvort einhverjum innkomnum tölvupóstum hafi verið eytt. Þá var öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans á ofangreindu tímabili eytt. Innri endurskoðun getur þó ekki staðfest að á meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg 100. Sérstaklega er tekið fram í minnisblaðinu að þó að tölvupóstum hafi verið eytt skuli varast að túlka það svo að þeim hafi verið eytt í annarlegum tilgangi, einkum í ljósi þess að í reglum um tölvunotkun Reykjavíkurborgar segir að starfsmönnum beri að taka til í tölvupósthólfum sínum. Eins og áður segir hefur meirihluta og minnihluta í borgarstjórn greint á um þessi atriði Braggaskýrslunnar. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar, hélt því til að mynda fram í Silfrinu á RÚV um helgina að tölvupóstum vegna Braggamálsins hafi ekki verið eytt. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er á meðal þeirra sem hefur haldið því fram að lög um skjalavörslu hafi verið brotin þegar tölvupóstum í braggamálinu hafi verið eytt. Dóru og Eyþór virðist enn greina á um málið en þau ræða það sín á milli í athugasemdum við Facebook-færslu þeirrar fyrrnefndu um tölvupóstana sem sjá má hér að neðan. Þar krefur Eyþór Dóru m.a. um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar í Silfrinu, ræðu á borgarstjórnarfundi og greinar sem hún skrifaði í Fréttablaðið um braggamálið. Braggamálið Tengdar fréttir Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. 15. janúar 2019 13:00 Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. 15. janúar 2019 21:01 Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur staðfest að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt. Þó beri að varast að túlka það þannig að slíkt hafi verið gert í annarlegum tilgangi. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. Ágreiningur hefur verið um málið innan borgarstjórnar síðustu daga. Í minnisblaðinu bendir Hallur Símonarson innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar á að fram komi í braggaskýrslunni að farið hafi fram „tiltekt í tölvupósthólfum.“ Það geti falið í sér að tölvupóstar hafi verið færðir í skjalavörslukerfi eða að þeim hafi verið eytt varanlega.Sjá einnig: „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Þetta er útskýrt frekar í minnisblaðinu. Í tilefni af rannsókn á framkvæmdum við braggann að Nauthólsvegi 100 hafi innri endurskoðun kallað eftir afriti af tölvupósthólfum verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar. Komið hafi í ljós að í afritunum er ekki að finna alla tölvupósta viðkomandi aðila á tímabilinu frá árinu 2012 til október ársins 2017.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Vísir/VilhelmÞannig hafi útsendum tölvupóstum verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans en ekki sé hægt að meta hvort einhverjum innkomnum tölvupóstum hafi verið eytt. Þá var öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans á ofangreindu tímabili eytt. Innri endurskoðun getur þó ekki staðfest að á meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg 100. Sérstaklega er tekið fram í minnisblaðinu að þó að tölvupóstum hafi verið eytt skuli varast að túlka það svo að þeim hafi verið eytt í annarlegum tilgangi, einkum í ljósi þess að í reglum um tölvunotkun Reykjavíkurborgar segir að starfsmönnum beri að taka til í tölvupósthólfum sínum. Eins og áður segir hefur meirihluta og minnihluta í borgarstjórn greint á um þessi atriði Braggaskýrslunnar. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar, hélt því til að mynda fram í Silfrinu á RÚV um helgina að tölvupóstum vegna Braggamálsins hafi ekki verið eytt. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er á meðal þeirra sem hefur haldið því fram að lög um skjalavörslu hafi verið brotin þegar tölvupóstum í braggamálinu hafi verið eytt. Dóru og Eyþór virðist enn greina á um málið en þau ræða það sín á milli í athugasemdum við Facebook-færslu þeirrar fyrrnefndu um tölvupóstana sem sjá má hér að neðan. Þar krefur Eyþór Dóru m.a. um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar í Silfrinu, ræðu á borgarstjórnarfundi og greinar sem hún skrifaði í Fréttablaðið um braggamálið.
Braggamálið Tengdar fréttir Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. 15. janúar 2019 13:00 Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. 15. janúar 2019 21:01 Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. 15. janúar 2019 13:00
Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. 15. janúar 2019 21:01
Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15