Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 14:59 Bragginn í Nauthólsvík er ein umdeildasta bygging síðari ára. Vísir/Vilhelm Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur staðfest að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt. Þó beri að varast að túlka það þannig að slíkt hafi verið gert í annarlegum tilgangi. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. Ágreiningur hefur verið um málið innan borgarstjórnar síðustu daga. Í minnisblaðinu bendir Hallur Símonarson innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar á að fram komi í braggaskýrslunni að farið hafi fram „tiltekt í tölvupósthólfum.“ Það geti falið í sér að tölvupóstar hafi verið færðir í skjalavörslukerfi eða að þeim hafi verið eytt varanlega.Sjá einnig: „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Þetta er útskýrt frekar í minnisblaðinu. Í tilefni af rannsókn á framkvæmdum við braggann að Nauthólsvegi 100 hafi innri endurskoðun kallað eftir afriti af tölvupósthólfum verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar. Komið hafi í ljós að í afritunum er ekki að finna alla tölvupósta viðkomandi aðila á tímabilinu frá árinu 2012 til október ársins 2017.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Vísir/VilhelmÞannig hafi útsendum tölvupóstum verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans en ekki sé hægt að meta hvort einhverjum innkomnum tölvupóstum hafi verið eytt. Þá var öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans á ofangreindu tímabili eytt. Innri endurskoðun getur þó ekki staðfest að á meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg 100. Sérstaklega er tekið fram í minnisblaðinu að þó að tölvupóstum hafi verið eytt skuli varast að túlka það svo að þeim hafi verið eytt í annarlegum tilgangi, einkum í ljósi þess að í reglum um tölvunotkun Reykjavíkurborgar segir að starfsmönnum beri að taka til í tölvupósthólfum sínum. Eins og áður segir hefur meirihluta og minnihluta í borgarstjórn greint á um þessi atriði Braggaskýrslunnar. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar, hélt því til að mynda fram í Silfrinu á RÚV um helgina að tölvupóstum vegna Braggamálsins hafi ekki verið eytt. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er á meðal þeirra sem hefur haldið því fram að lög um skjalavörslu hafi verið brotin þegar tölvupóstum í braggamálinu hafi verið eytt. Dóru og Eyþór virðist enn greina á um málið en þau ræða það sín á milli í athugasemdum við Facebook-færslu þeirrar fyrrnefndu um tölvupóstana sem sjá má hér að neðan. Þar krefur Eyþór Dóru m.a. um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar í Silfrinu, ræðu á borgarstjórnarfundi og greinar sem hún skrifaði í Fréttablaðið um braggamálið. Braggamálið Tengdar fréttir Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. 15. janúar 2019 13:00 Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. 15. janúar 2019 21:01 Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur staðfest að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt. Þó beri að varast að túlka það þannig að slíkt hafi verið gert í annarlegum tilgangi. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. Ágreiningur hefur verið um málið innan borgarstjórnar síðustu daga. Í minnisblaðinu bendir Hallur Símonarson innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar á að fram komi í braggaskýrslunni að farið hafi fram „tiltekt í tölvupósthólfum.“ Það geti falið í sér að tölvupóstar hafi verið færðir í skjalavörslukerfi eða að þeim hafi verið eytt varanlega.Sjá einnig: „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Þetta er útskýrt frekar í minnisblaðinu. Í tilefni af rannsókn á framkvæmdum við braggann að Nauthólsvegi 100 hafi innri endurskoðun kallað eftir afriti af tölvupósthólfum verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar. Komið hafi í ljós að í afritunum er ekki að finna alla tölvupósta viðkomandi aðila á tímabilinu frá árinu 2012 til október ársins 2017.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Vísir/VilhelmÞannig hafi útsendum tölvupóstum verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans en ekki sé hægt að meta hvort einhverjum innkomnum tölvupóstum hafi verið eytt. Þá var öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans á ofangreindu tímabili eytt. Innri endurskoðun getur þó ekki staðfest að á meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg 100. Sérstaklega er tekið fram í minnisblaðinu að þó að tölvupóstum hafi verið eytt skuli varast að túlka það svo að þeim hafi verið eytt í annarlegum tilgangi, einkum í ljósi þess að í reglum um tölvunotkun Reykjavíkurborgar segir að starfsmönnum beri að taka til í tölvupósthólfum sínum. Eins og áður segir hefur meirihluta og minnihluta í borgarstjórn greint á um þessi atriði Braggaskýrslunnar. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar, hélt því til að mynda fram í Silfrinu á RÚV um helgina að tölvupóstum vegna Braggamálsins hafi ekki verið eytt. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er á meðal þeirra sem hefur haldið því fram að lög um skjalavörslu hafi verið brotin þegar tölvupóstum í braggamálinu hafi verið eytt. Dóru og Eyþór virðist enn greina á um málið en þau ræða það sín á milli í athugasemdum við Facebook-færslu þeirrar fyrrnefndu um tölvupóstana sem sjá má hér að neðan. Þar krefur Eyþór Dóru m.a. um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar í Silfrinu, ræðu á borgarstjórnarfundi og greinar sem hún skrifaði í Fréttablaðið um braggamálið.
Braggamálið Tengdar fréttir Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. 15. janúar 2019 13:00 Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. 15. janúar 2019 21:01 Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. 15. janúar 2019 13:00
Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. 15. janúar 2019 21:01
Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15