Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2019 21:01 Vigdís, Hildur og Eyþór Arnalds á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Á átakamiklum borgarstjórnarfundi í dag var haldin sérstök umræða um Braggamálið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hafði í aðdraganda fundarins heitið því að vísa málinu til héraðssaksóknara en lagði fram breytingartillögu í upphafi fundarins og lagði þess í stað fram að vísa ætti málinu skýrslu innri endurskoðunar um málið til „þar til bærra yfirvalda“.Sjá einnig: Eyþóri og Vigdísi brugðið undir eldmessu Dags Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði frá því á Facebook í kvöld að hún og Katrín Atladóttir hefðu ekki greitt atkvæði með tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins. Vísaði hún í orð sín á fundinum um að ótímabært væri að „draga ályktanir um refsiverða háttsemi og óréttmætt að bera starfsfólk borgarinnar svo þungum sökum þegar rannsókn málsins hefði ekki náð fullum þroska“. Þá sagði hún að borgarstjórn Reykjavíkur bæri að taka á málum af ábyrgð og festu. Hlutverk borgarfulltrúa væri að sýna ábyrgð, vandvirkni og yfirvegun í flóknum viðfangsefnum. Í bókun Flokks fólksins og Miðflokksins á fundinum segir að illskiljanlegt sé að tillaga þeirra hafi verið felld. það væri hagur allra að „þetta mál verði hafið yfir allan vafa þegar kemur að meintu misferli. Borgarbúar eiga rétt á að þetta mál verði rannsakað til hlítar og að engir lausir endar verði skildir eftir. Við berum ábyrgð sem kjörnir fulltrúar og eftirlitshlutverk okkar með fjárreiðum borgarinnar er ríkt.“Sjá einnig: Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Í bókuninni segir að tillagan hafi verið ætlað að sinna eftirlitshlutverki borgarfulltrúa. „Þetta mál hefur misboðið fjölmörgum Reykvíkingum og landsmönnum einnig. Meirihlutinn hefði átt að taka þessari tillögu fagnandi og sterkast hefði verið ef hann sjálfur hefði átt frumkvæðið af tillögu sem þessari. Þess í stað er brugðist illa við eins og birst hefur á fundi borgarstjórnar og í fjölmiðlum.“ Enn fremur segir að viðbrögð meirihlutans lýsi ótta og vanmætti. Mat borgarfulltrúa Flokks fólksins og Miðflokksins sé að eina leiðin til að ljúka málinu fyrir alvöru sé að „fá úrskurð þar til bærra yfirvalda á hvort misferli kunni að hafa átt sér stað“. Tillaga Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á fundinum er í þremur liðum, samkvæmt tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Hún var lögð fram af Erni Þórðarsyni. Í fyrsta lagi er lagt til að farið yrði yfir verkferla sem tryggja að stofnanir og stjórnendur borgarinnar skrái og varðveiti skjöl sín í samræmi við lög um opinbera skjalavörslu nr. 77/2014. Í öðru lagi er lagt til að skýra ábyrgð stjórnenda Reykjavíkurborgar varðandi framúrkeyrslu á fjárheimildum og vanrækslu í starfi. Það eigi að gera með því að bæta sambærilegum ákvæðum og eru í 38. gr. laga um opinbera starfsmenn varðandi framúrkeyrslu á fjárheimildum, í reglum um Réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg ásamt verklagsreglum kjaranefndar sem tóku gildi 2004. Þá var lagt til að skerpa á og skýra upplýsingagjöf stjórnenda Reykjavíkurborgar varðandi framvindu verkefna, verklegra framkvæmda og útgjalda í tengslum við þau í samræmi við ábendingar Innri endurskoðunar í skýrslunni um Braggann. „Þessar tillögur eru mjög skýrar enda skýrsla Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 mjög skýr hvað varðar athugasemdir um þá mörgu og alvarlegu annmarka sem voru á framkvæmdinni. Þar koma líka fram mikilvægar ábendingar um gagnlegar úrbætur sem Innri endurskoðun telur mikilvægt að fara í. Þær úrbætur lúta að alvarlegum ágöllum á stjórnendaábyrgð, skorti á upplýsingagjöf og varðveislu gagna,“ segir Örn. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Á átakamiklum borgarstjórnarfundi í dag var haldin sérstök umræða um Braggamálið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hafði í aðdraganda fundarins heitið því að vísa málinu til héraðssaksóknara en lagði fram breytingartillögu í upphafi fundarins og lagði þess í stað fram að vísa ætti málinu skýrslu innri endurskoðunar um málið til „þar til bærra yfirvalda“.Sjá einnig: Eyþóri og Vigdísi brugðið undir eldmessu Dags Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði frá því á Facebook í kvöld að hún og Katrín Atladóttir hefðu ekki greitt atkvæði með tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins. Vísaði hún í orð sín á fundinum um að ótímabært væri að „draga ályktanir um refsiverða háttsemi og óréttmætt að bera starfsfólk borgarinnar svo þungum sökum þegar rannsókn málsins hefði ekki náð fullum þroska“. Þá sagði hún að borgarstjórn Reykjavíkur bæri að taka á málum af ábyrgð og festu. Hlutverk borgarfulltrúa væri að sýna ábyrgð, vandvirkni og yfirvegun í flóknum viðfangsefnum. Í bókun Flokks fólksins og Miðflokksins á fundinum segir að illskiljanlegt sé að tillaga þeirra hafi verið felld. það væri hagur allra að „þetta mál verði hafið yfir allan vafa þegar kemur að meintu misferli. Borgarbúar eiga rétt á að þetta mál verði rannsakað til hlítar og að engir lausir endar verði skildir eftir. Við berum ábyrgð sem kjörnir fulltrúar og eftirlitshlutverk okkar með fjárreiðum borgarinnar er ríkt.“Sjá einnig: Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Í bókuninni segir að tillagan hafi verið ætlað að sinna eftirlitshlutverki borgarfulltrúa. „Þetta mál hefur misboðið fjölmörgum Reykvíkingum og landsmönnum einnig. Meirihlutinn hefði átt að taka þessari tillögu fagnandi og sterkast hefði verið ef hann sjálfur hefði átt frumkvæðið af tillögu sem þessari. Þess í stað er brugðist illa við eins og birst hefur á fundi borgarstjórnar og í fjölmiðlum.“ Enn fremur segir að viðbrögð meirihlutans lýsi ótta og vanmætti. Mat borgarfulltrúa Flokks fólksins og Miðflokksins sé að eina leiðin til að ljúka málinu fyrir alvöru sé að „fá úrskurð þar til bærra yfirvalda á hvort misferli kunni að hafa átt sér stað“. Tillaga Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á fundinum er í þremur liðum, samkvæmt tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Hún var lögð fram af Erni Þórðarsyni. Í fyrsta lagi er lagt til að farið yrði yfir verkferla sem tryggja að stofnanir og stjórnendur borgarinnar skrái og varðveiti skjöl sín í samræmi við lög um opinbera skjalavörslu nr. 77/2014. Í öðru lagi er lagt til að skýra ábyrgð stjórnenda Reykjavíkurborgar varðandi framúrkeyrslu á fjárheimildum og vanrækslu í starfi. Það eigi að gera með því að bæta sambærilegum ákvæðum og eru í 38. gr. laga um opinbera starfsmenn varðandi framúrkeyrslu á fjárheimildum, í reglum um Réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg ásamt verklagsreglum kjaranefndar sem tóku gildi 2004. Þá var lagt til að skerpa á og skýra upplýsingagjöf stjórnenda Reykjavíkurborgar varðandi framvindu verkefna, verklegra framkvæmda og útgjalda í tengslum við þau í samræmi við ábendingar Innri endurskoðunar í skýrslunni um Braggann. „Þessar tillögur eru mjög skýrar enda skýrsla Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 mjög skýr hvað varðar athugasemdir um þá mörgu og alvarlegu annmarka sem voru á framkvæmdinni. Þar koma líka fram mikilvægar ábendingar um gagnlegar úrbætur sem Innri endurskoðun telur mikilvægt að fara í. Þær úrbætur lúta að alvarlegum ágöllum á stjórnendaábyrgð, skorti á upplýsingagjöf og varðveislu gagna,“ segir Örn.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira