Lífið

Frjósemin á RÚV nær hámarki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnhildur Steinunn, Fanney Birna Jónsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir eru allar barnshafandi.
Ragnhildur Steinunn, Fanney Birna Jónsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir eru allar barnshafandi.
Svo skemmtilega vill til að fjölmargar fjölmiðlakonur sem starfa hjá RÚV eru barnshafandi. Samkvæmt heimildum Vísis eru að minnsta kosti átta konur sem starfa í fjölmiðlum hjá stofnuninni óléttar í dag. 

Þórhildur Þorkelsdóttir fréttakona, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir dagskrárgerðarkona, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpskona, Viktoría Hermannsdóttir dagskrárgerðarkona, Fanney Birna Jónsdóttir, umsjónarmaður Silfursins, Halla Harðardóttir útvarpskona, Halla Oddný Magnúsdóttir fréttakona og Karitas Harpa Davíðsdóttir útvarpskona bera allar barn undir belti.

Margar hverjar eru mjög góðar vinkonur og sjá vafalítið fyrir sér yndislega tíma með ungu börnin sem kannski verða vinir eða kollegar í framtíðinni líkt og mæður þeirra.

Hér er aðeins verið að telja upp konur sem starfa í fjölmiðlum en samkvæmt heimildum Vísis eru enn fleiri konur óléttar á öðrum sviðum innan RÚV.

View this post on Instagram

“Bara ég og strákarnir” ☺

A post shared by K A R i T A S (@karitasharpa) on
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.