Mikil fjölgun skráðra afbrota á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2019 06:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði um 350 mál hvern dag. Lögreglustjóri þakkar öflugu liði. Fréttablaðið/Ernir Verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í fyrra, samanborið við árin þar á undan. Skráð voru sextán prósent fleiri mál hjá lögreglunni árið 2018 en að meðaltali árin 2015 til 2017. Einnig voru afskipti höfð af fjórðungi fleiri einstaklingum í fyrra og lögreglan sinnti 27 prósent fleiri verkefnum. Á hverjum einasta degi voru að jafnaði skráð um 350 verkefni í málaskrá lögreglunnar en þau voru um 280 að meðaltali hin þrjú árin á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrotatölfræði ársins 2018. Til að mynda var tilkynnt um 9.762 hegningarlagabrot til lögreglunnar sem er fimm prósent fjölgun milli ára. Umferðarlagabrotum fjölgaði mikið á árinu sem leið og voru um 45 þúsund brot skráð á höfuðborgarsvæðinu sem er fimmtán prósent fjölgun milli ára. „Hegningarlagabrotum fjölgar og þar er það aðallega heimilisofbeldismálum sem fjölgar. Einnig er aukning í kynferðisbrotum með aukinni tiltrú á kerfinu og meiri umræðu í samfélaginu með tilkomu Me too hreyfingarinnar. Allt slíkt umtal hjálpar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,vísir/ernirÞá segir Sigríður Björk fleiri mál koma inn til lögreglu frá Bjarkahlíð sem hún telji að að hefðu ekki að öðrum kosti komið inn á borð lögreglu. „Brotaþolar eiga kannski auðveldara með að koma þangað en inn á lögreglustöð til okkar beint. Við auðvitað viljum að öll lögbrot komi á borð lögreglunnar.“ Að mati Sigríðar Bjarkar hafa lögreglumenn unnið afar gott starf á árinu og mikill kraftur sé í starfi þeirra. Markmiðið sé að veita landsmönnum góða þjónustu og auka öryggið. Við sjáum hins vegar núna að innbrotum fjölgar og þar eru oft skipulagðir erlendir hópar að verki sem koma inn þegar velmegun hér er mikil. Við höfum á árinu upprætt nokkra slíka hópa en svo virðist sem nýir hópar komi inn í staðinn,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í fyrra, samanborið við árin þar á undan. Skráð voru sextán prósent fleiri mál hjá lögreglunni árið 2018 en að meðaltali árin 2015 til 2017. Einnig voru afskipti höfð af fjórðungi fleiri einstaklingum í fyrra og lögreglan sinnti 27 prósent fleiri verkefnum. Á hverjum einasta degi voru að jafnaði skráð um 350 verkefni í málaskrá lögreglunnar en þau voru um 280 að meðaltali hin þrjú árin á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrotatölfræði ársins 2018. Til að mynda var tilkynnt um 9.762 hegningarlagabrot til lögreglunnar sem er fimm prósent fjölgun milli ára. Umferðarlagabrotum fjölgaði mikið á árinu sem leið og voru um 45 þúsund brot skráð á höfuðborgarsvæðinu sem er fimmtán prósent fjölgun milli ára. „Hegningarlagabrotum fjölgar og þar er það aðallega heimilisofbeldismálum sem fjölgar. Einnig er aukning í kynferðisbrotum með aukinni tiltrú á kerfinu og meiri umræðu í samfélaginu með tilkomu Me too hreyfingarinnar. Allt slíkt umtal hjálpar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,vísir/ernirÞá segir Sigríður Björk fleiri mál koma inn til lögreglu frá Bjarkahlíð sem hún telji að að hefðu ekki að öðrum kosti komið inn á borð lögreglu. „Brotaþolar eiga kannski auðveldara með að koma þangað en inn á lögreglustöð til okkar beint. Við auðvitað viljum að öll lögbrot komi á borð lögreglunnar.“ Að mati Sigríðar Bjarkar hafa lögreglumenn unnið afar gott starf á árinu og mikill kraftur sé í starfi þeirra. Markmiðið sé að veita landsmönnum góða þjónustu og auka öryggið. Við sjáum hins vegar núna að innbrotum fjölgar og þar eru oft skipulagðir erlendir hópar að verki sem koma inn þegar velmegun hér er mikil. Við höfum á árinu upprætt nokkra slíka hópa en svo virðist sem nýir hópar komi inn í staðinn,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira