Innlent

Áfram suðlæg átt og óvenjulega milt miðað við árstíma

Atli Ísleifsson skrifar
Rigning verður um landið sunnan og vestanvert í dag.
Rigning verður um landið sunnan og vestanvert í dag. vísir/vilhelm
Áfram verður suðlæg átt og rigning um landið sunnan og vestanvert í dag. Spáð er átta til fimmtán metrum á sekúndu, en hvassast um miðbik Norðurlands, tíu til átján metra.

Á vef Veðurstofunnar segir að áfram verði óvenjumilt í veðri miðað við árstíma og verður hitinn á bilinu fjögur til tólf stig, hlýjast norðantil.

Á morgun eru hins vegar blikur á lofti þar sem útlit er fyrir að snúist í allhvassa vestlæga átt seinni partinn með kólnandi veðri og éljum eða snjókomu V-lands. 

„Á sunnudaginn heldur éljagangurinn áfram í fyrstu en útlit er fyrir að dragi úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn og seint um kvöldið snýst líklega í austlæga átt.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, hvassast NV-til, en þurrt á austanverðu landinu. Hægari síðdegis, en snýst í vaxandi austanátt um kvöldið með slyddu, fyrst sunnantil. Hiti um og yfir frostmarki. 

Á mánudag: Allhvöss eða hvöss norðlæg átt með slyddu eða snjókomu, en hægari og úrkomulítið vestantil. Dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn. Kólnandi veður. 

Á þriðjudag: Hæg breytileg átt, bjart að mestu og frost um allt land. Vaxandi sunnanátt þegar líður á daginn, þykknar upp og hlýnar, fyrst vestantil á landinu. 

Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir stífa suðvestanátt með rigningu um landið vestanvert, en þurrt eystra. Fremur hlýtt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×