Innlent

Varað við stormi eða hvassviðri fram á morgundaginn

Kjartan Kjartansson skrifar
Búast má við samgöngutruflunum í fyrramálið. Myndin er úr safni.
Búast má við samgöngutruflunum í fyrramálið. Myndin er úr safni.

Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir Vestfirði, Norðurland og Miðhálendið þar sem gera á suðvestan hríð í kvöld og í nótt fram á morgundaginn. Spáð er vindhraða á bilinu 15-23 metrum á sekúndu og hvössum vindhviðum sem geta farið upp í allt að 35 metra á sekúndu við fjöll.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við talsverðum éljagangi með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Líklegt sé að truflun verði á samgöngum og ferðalöngum bent á að sýna aðgát.

Víða er gert ráð fyrir éljum en léttskýjað á að vera austanlands. Síðdegis á morgun á að draga úr vindi og éljum en slyddu er spáð sunnan og vestantil annað kvöld. Hiti verður í kringum frostmark.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.