Innlent

Ferðalangar sýni aðgát vegna gulrar viðvörunar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Færð gæti spillst.
Færð gæti spillst. Mynd/Veðurstofan

Búast má við samgöngutruflunum á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir þessa landshluta fram að hádegi í dag. Ferðalöngum er bent á að sýna aðgát.

Gert er ráð fyrir hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 15-23 metrum á sekúndu og hvössum vindhviðum við fjöll sem geta staðbundið farið yfir 35 metra á sekúndu einkum á fjallvegum. Búast má við talsverðrum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanri líklegar og ferðalöngum er bent á að sýna aðgát.

Á Norðurlandi eystra er helst gert ráð fyrir lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum vestan Eyjafjarðar, en heldur hægari vindur og þurrt austantil. Samgöngutruflanir eru líklegar vestast á svæðinu og ferðalöngum er bent á að sýna aðgát.

Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 10-15, en víða 18-23 á Vestfjörðum og N-landi fram yfir hádegi. Léttskýjað A-lands, annars él og slydda eða rigning S- og V-til í kvöld. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.

Norðvestan 8-13 á morgun, en 13-18 austast. Él á NA-verðu landinu, en bjart með köflum á S- og V-landi. Heldur kólnandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðvestan og vestan 8-13 m/s, skýjað og snjókoma eða él N- og A-lands fram eftir degi. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina.

Á þriðjudag:
Gengur í suðaustan 10-18 með slyddu og síðar rigningu, en hægari og þurrt á N- og A-landi. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig um kvöldið.

Á miðvikudag:
Hvöss suðvestanátt og rigning, en þurrt A-til á landinu. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Austfjörðum. Úrkomulítið um kvöldið og kólnar í veðri.

Á fimmtudag:
Minnkandi vestanátt og skýjað með köflum, hiti kringum frostmark. Snýst í suðaustanátt með slyddu eða rigningu V-lands um kvöldið.

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt. Dálítil væta S-lands, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti kringum frostmark.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.