Innlent

Vetur í dag en hlýnar aftur á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður napurt í kvöld ef marka má hitaspá Veðurstofunnar.
Það verður napurt í kvöld ef marka má hitaspá Veðurstofunnar. Skjáskot/veðurstofa íslands

Það verður vetrarlegt um að litast víða á landinu í dag með tilheyrandi frosti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veturinn staldrar þó stutt við en aftur byrjar að hlýna í veðri á morgun.

Í dag er spáð norðvestanátt og nokkru hvassviðri austantil á landinu. Snjókomu eða éljum fram yfir hádegi norðan- og austanlands en annars verður skýjað með köflum. Þá kólnar í veðri og verður frost víða 2 til 8 stig í kvöld.

„En veturinn virðist ekki kominn til að vera að þessu sinni því á morgun er spáð vaxandi suðaustanátt með rigningu suðvestan- og vestanlands síðdegis. Og aftur hlýnar í veðri. Á miðvikudag er svo útlit fyrir hvassa og hlýja suðvestanátt með rigningu, en þurru veðri Norðaustur- og Austurlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Vaxandi suðaustanátt, 10-15 og rigning eða slydda síðdegis, en hægari og þurrt á N- og A-landi. Hlýnandi, hiti 2 til 7 stig um kvöldið en kringum frostmark A-lands.

Á miðvikudag:
Suðvestan 15-23 m/s og rigning, en þurrt A-til á landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austfjörðum.

Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt og þurrt að kalla. Kólnandi, frost 1 til 7 stig síðdegis, en hiti 1 til 5 stig við S-ströndina.

Á föstudag:
Suðvestanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hlýnandi veður.

Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt og él, en slydda eða rigning S-lands. Hiti nálægt frostmarki.  Á sunnudag: Útlit fyrir sunnanátt með slyddu eða rigningu á S- og V-landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.