Sport

Dwyane Wade og Kobe Bryant hughreystu báðir „skúrk“ helgarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cody Parkey trúir ekki sínum eigin augum á meðan leikmenn Philadelphia Eagles fagna sigri.
Cody Parkey trúir ekki sínum eigin augum á meðan leikmenn Philadelphia Eagles fagna sigri. Getty/Jonathan Daniel
Hann átti frábæra möguleika á að verða hetja síns liðs en varð að skúrkinum á grátlegan hátt í leik upp á líf eða dauða fyrir lið hans í úrslitakeppni ameríska fótboltans.

Margir drulluðu yfir sparkara Chicago Bears á samfélagsmiðlum en hann fékk hlý orð frá tveimur miklum sigurvegurum sem þekkja það vel að vinna (og tapa) á stóra sviðinu.





Cody Parkey, sparkara Chicago Bears liðsins, tókst ekki að skora vallarmark á síðustu sekúndum leiks liðsins á móti Philadelphia Eagles og Birnirnir eru því úr leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar í ár.

Tveir af þekktustu íþróttamönnum Bandaríkjanna, körfuboltagoðsagnirnar Dwyane Wade og Kobe Bryant, hughreystu og hrósuðu báðir Cody Parkey, á Twitter eftir leikinn.

Þrátt fyrir mistökin og mjög erfiða stund þá mætti Cody Parkey í viðtöl eftir leikinn og afgreiddi þau af fagmennsku.











NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×