Hafró vaktar fjarsvæði laxeldis á Vestfjörðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. janúar 2019 08:00 Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var í leiðangri. Fréttablaðið/Pjetur Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nýlokið sínum fyrsta leiðangri í vöktun á fjarsvæðum laxeldis í Arnarfirði og á svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi. „Í fullkomum heimi hefðum við viljað vera búnir að taka mikið af sýnum í Arnarfirði áður en laxeldi var hafið þar en við erum að byggja upp þekkingu um svæðið; reynslu og gögn til að geta fylgst betur með í framtíðinni,“ segir Hjalti Karlsson, sjávarlíffræðingur og verkefnastjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hjalti bætir því við að markmiðið með vöktun í Ísafjarðardjúpi sé að ná í grunnstöðu áður en fiskeldi hefst þar. Verkefnið lýtur að því að skoða umhverfisáhrif laxeldis fyrir utan svæðin undir og við laxeldiskvíar sem fyrirtækjunum sjálfum er ætlað að vakta lögum samkvæmt. „Þeim er ekki gert að vakta fjarsvæðin, sem eru þá kílómetra eða lengra frá kvíunum. Í þessu verkefni ætlum við okkur að gera það og vorum í okkar fyrsta leiðangri af þessu tagi,“ segir Hjalti. Hafrannsóknastofnun fékk styrk úr Umhverfssjóði sjókvíaeldis til að hefja verkefnið. „Í þessum fyrsta leiðangri fórum við á ótal staði í nokkurri fjarlægð og mikilli fjarlægð frá eldisstöðvum í Arnarfirði en í Ísafirði á svæðum þar sem menn hafa sýnt áhuga á að hefja eldi og í nágrenni við þau,“ segir Hjalti. Í leiðangrinum voru neðanjarðarmyndavélar settar niður á 23 stöðum í Arnarfirði og á yfir 40 stöðum í Ísafjarðardjúpi auk þess sem sýni voru tekin á hverjum stað. „Úr botngreipum fáum við sýni af botndýrum til greiningar til að átta okkur á stöðunni á lífríkinu og í framhaldinu að geta svo farið aftur á staðina með það fyrir augum að kanna hvort einhverjar breyt- ingar hafa orðið,“ segir Hjalti. Að sögn Hjalta munu niðurstöður þessa leiðangurs ekki liggja fyrir fyrr en seint á þessu ári en greining á botnsýnum sé tímafrek og kosti marga mannmánuði. Þó sé unnið að áfangaskýrslu sem skila þurfi til Umhverfissjóðsins snemma á árinu og vonast hann til að verkefnið muni njóta áframhaldandi fjármögnunar. Aðspurður segir Hjalti að vissulega væri gagnlegt að vera með vöktun af þessu tagi víðar um landið. Hún sé hins vegar ákaflega dýr og tímafrek í vinnslu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nýlokið sínum fyrsta leiðangri í vöktun á fjarsvæðum laxeldis í Arnarfirði og á svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi. „Í fullkomum heimi hefðum við viljað vera búnir að taka mikið af sýnum í Arnarfirði áður en laxeldi var hafið þar en við erum að byggja upp þekkingu um svæðið; reynslu og gögn til að geta fylgst betur með í framtíðinni,“ segir Hjalti Karlsson, sjávarlíffræðingur og verkefnastjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hjalti bætir því við að markmiðið með vöktun í Ísafjarðardjúpi sé að ná í grunnstöðu áður en fiskeldi hefst þar. Verkefnið lýtur að því að skoða umhverfisáhrif laxeldis fyrir utan svæðin undir og við laxeldiskvíar sem fyrirtækjunum sjálfum er ætlað að vakta lögum samkvæmt. „Þeim er ekki gert að vakta fjarsvæðin, sem eru þá kílómetra eða lengra frá kvíunum. Í þessu verkefni ætlum við okkur að gera það og vorum í okkar fyrsta leiðangri af þessu tagi,“ segir Hjalti. Hafrannsóknastofnun fékk styrk úr Umhverfssjóði sjókvíaeldis til að hefja verkefnið. „Í þessum fyrsta leiðangri fórum við á ótal staði í nokkurri fjarlægð og mikilli fjarlægð frá eldisstöðvum í Arnarfirði en í Ísafirði á svæðum þar sem menn hafa sýnt áhuga á að hefja eldi og í nágrenni við þau,“ segir Hjalti. Í leiðangrinum voru neðanjarðarmyndavélar settar niður á 23 stöðum í Arnarfirði og á yfir 40 stöðum í Ísafjarðardjúpi auk þess sem sýni voru tekin á hverjum stað. „Úr botngreipum fáum við sýni af botndýrum til greiningar til að átta okkur á stöðunni á lífríkinu og í framhaldinu að geta svo farið aftur á staðina með það fyrir augum að kanna hvort einhverjar breyt- ingar hafa orðið,“ segir Hjalti. Að sögn Hjalta munu niðurstöður þessa leiðangurs ekki liggja fyrir fyrr en seint á þessu ári en greining á botnsýnum sé tímafrek og kosti marga mannmánuði. Þó sé unnið að áfangaskýrslu sem skila þurfi til Umhverfissjóðsins snemma á árinu og vonast hann til að verkefnið muni njóta áframhaldandi fjármögnunar. Aðspurður segir Hjalti að vissulega væri gagnlegt að vera með vöktun af þessu tagi víðar um landið. Hún sé hins vegar ákaflega dýr og tímafrek í vinnslu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira