Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2019 20:15 mynd/getty Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Rannsóknir og greining kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga á landinu en nú er unnið að því að rýna í gögn úr nyjustu könnuninni frá árinu 2018. Spurningarnar voru lagðar fyrir nemendur í október síðastliðnum og fengust gild svör frá 10.306 nemendum. „Ef við byrjum á áfengisneyslunni þá sjáum við að svipað hlutfall nemenda hafa aldrei verið ölvuð. 2016 sáum við ótrúlegar tölur þar sem 46 prósent framhaldsskólanemenda höfðu aldrei orðið ölvuð,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Þá var lögð sérstök áhersla á að kanna notkun ungmenna á lyfseðilskyldum lyfjum án lyfseðils. Níu prósent framhaldsskólanemana höfðu notað svefntöflur eða róandi lyf án þess að hafa fengið þeim ávísað. Ellefu prósent höfðu notað morfínskyld lyf og 6,5 prósent höfðu notað örvandi lyf. Margrét segir tölurnar hafa komið á óvart. Sú svarta mynd hafi verið dregin upp síðustu misseri að ungmenni væru mikið farin að misnota lyfseðilskyld lyf. „Við erum að mæla auðvitað alla slíka notkun og þetta getur verið bakverkur og þú færð lánað Parkódín forte hjá einhverjum eða bara misnotkun á lyfum til að komast í vímu en í raun og veru er þetta ekki jafn sláandi og við óttuðumst.“ Margrét bendir á að tölurnar eigi einungis við um þá unglinga sem eru í framhaldsskólum landsins. „Og við höfum þrisvar gert könnum sem við köllum utanskólarannsókn. Sá hópur sem er ekki í skóla og ekki í vinnu er sá hópur sem kemur verst út.“ Þá kemur fram að tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanemenda á Íslandi hafa notað rafrettur daglega en það eru talsvert fleiri en árið 2016 þegar 9,8 prósent framhaldsskólanemenda hafði notað rafrettur daglega. Þá nota 7,8 prósent framhaldsskólanemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Þessi hópur hefur stækkað ansi mikið en árið 2016 voru aðeins þrjú prósent framhaldsskólanema, sem aldrei höfðu reykt sígarettur sem notaðu rafrettu daglega. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Rannsóknir og greining kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga á landinu en nú er unnið að því að rýna í gögn úr nyjustu könnuninni frá árinu 2018. Spurningarnar voru lagðar fyrir nemendur í október síðastliðnum og fengust gild svör frá 10.306 nemendum. „Ef við byrjum á áfengisneyslunni þá sjáum við að svipað hlutfall nemenda hafa aldrei verið ölvuð. 2016 sáum við ótrúlegar tölur þar sem 46 prósent framhaldsskólanemenda höfðu aldrei orðið ölvuð,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Þá var lögð sérstök áhersla á að kanna notkun ungmenna á lyfseðilskyldum lyfjum án lyfseðils. Níu prósent framhaldsskólanemana höfðu notað svefntöflur eða róandi lyf án þess að hafa fengið þeim ávísað. Ellefu prósent höfðu notað morfínskyld lyf og 6,5 prósent höfðu notað örvandi lyf. Margrét segir tölurnar hafa komið á óvart. Sú svarta mynd hafi verið dregin upp síðustu misseri að ungmenni væru mikið farin að misnota lyfseðilskyld lyf. „Við erum að mæla auðvitað alla slíka notkun og þetta getur verið bakverkur og þú færð lánað Parkódín forte hjá einhverjum eða bara misnotkun á lyfum til að komast í vímu en í raun og veru er þetta ekki jafn sláandi og við óttuðumst.“ Margrét bendir á að tölurnar eigi einungis við um þá unglinga sem eru í framhaldsskólum landsins. „Og við höfum þrisvar gert könnum sem við köllum utanskólarannsókn. Sá hópur sem er ekki í skóla og ekki í vinnu er sá hópur sem kemur verst út.“ Þá kemur fram að tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanemenda á Íslandi hafa notað rafrettur daglega en það eru talsvert fleiri en árið 2016 þegar 9,8 prósent framhaldsskólanemenda hafði notað rafrettur daglega. Þá nota 7,8 prósent framhaldsskólanemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Þessi hópur hefur stækkað ansi mikið en árið 2016 voru aðeins þrjú prósent framhaldsskólanema, sem aldrei höfðu reykt sígarettur sem notaðu rafrettu daglega.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira