Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2019 20:15 mynd/getty Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Rannsóknir og greining kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga á landinu en nú er unnið að því að rýna í gögn úr nyjustu könnuninni frá árinu 2018. Spurningarnar voru lagðar fyrir nemendur í október síðastliðnum og fengust gild svör frá 10.306 nemendum. „Ef við byrjum á áfengisneyslunni þá sjáum við að svipað hlutfall nemenda hafa aldrei verið ölvuð. 2016 sáum við ótrúlegar tölur þar sem 46 prósent framhaldsskólanemenda höfðu aldrei orðið ölvuð,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Þá var lögð sérstök áhersla á að kanna notkun ungmenna á lyfseðilskyldum lyfjum án lyfseðils. Níu prósent framhaldsskólanemana höfðu notað svefntöflur eða róandi lyf án þess að hafa fengið þeim ávísað. Ellefu prósent höfðu notað morfínskyld lyf og 6,5 prósent höfðu notað örvandi lyf. Margrét segir tölurnar hafa komið á óvart. Sú svarta mynd hafi verið dregin upp síðustu misseri að ungmenni væru mikið farin að misnota lyfseðilskyld lyf. „Við erum að mæla auðvitað alla slíka notkun og þetta getur verið bakverkur og þú færð lánað Parkódín forte hjá einhverjum eða bara misnotkun á lyfum til að komast í vímu en í raun og veru er þetta ekki jafn sláandi og við óttuðumst.“ Margrét bendir á að tölurnar eigi einungis við um þá unglinga sem eru í framhaldsskólum landsins. „Og við höfum þrisvar gert könnum sem við köllum utanskólarannsókn. Sá hópur sem er ekki í skóla og ekki í vinnu er sá hópur sem kemur verst út.“ Þá kemur fram að tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanemenda á Íslandi hafa notað rafrettur daglega en það eru talsvert fleiri en árið 2016 þegar 9,8 prósent framhaldsskólanemenda hafði notað rafrettur daglega. Þá nota 7,8 prósent framhaldsskólanemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Þessi hópur hefur stækkað ansi mikið en árið 2016 voru aðeins þrjú prósent framhaldsskólanema, sem aldrei höfðu reykt sígarettur sem notaðu rafrettu daglega. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Rannsóknir og greining kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga á landinu en nú er unnið að því að rýna í gögn úr nyjustu könnuninni frá árinu 2018. Spurningarnar voru lagðar fyrir nemendur í október síðastliðnum og fengust gild svör frá 10.306 nemendum. „Ef við byrjum á áfengisneyslunni þá sjáum við að svipað hlutfall nemenda hafa aldrei verið ölvuð. 2016 sáum við ótrúlegar tölur þar sem 46 prósent framhaldsskólanemenda höfðu aldrei orðið ölvuð,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Þá var lögð sérstök áhersla á að kanna notkun ungmenna á lyfseðilskyldum lyfjum án lyfseðils. Níu prósent framhaldsskólanemana höfðu notað svefntöflur eða róandi lyf án þess að hafa fengið þeim ávísað. Ellefu prósent höfðu notað morfínskyld lyf og 6,5 prósent höfðu notað örvandi lyf. Margrét segir tölurnar hafa komið á óvart. Sú svarta mynd hafi verið dregin upp síðustu misseri að ungmenni væru mikið farin að misnota lyfseðilskyld lyf. „Við erum að mæla auðvitað alla slíka notkun og þetta getur verið bakverkur og þú færð lánað Parkódín forte hjá einhverjum eða bara misnotkun á lyfum til að komast í vímu en í raun og veru er þetta ekki jafn sláandi og við óttuðumst.“ Margrét bendir á að tölurnar eigi einungis við um þá unglinga sem eru í framhaldsskólum landsins. „Og við höfum þrisvar gert könnum sem við köllum utanskólarannsókn. Sá hópur sem er ekki í skóla og ekki í vinnu er sá hópur sem kemur verst út.“ Þá kemur fram að tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanemenda á Íslandi hafa notað rafrettur daglega en það eru talsvert fleiri en árið 2016 þegar 9,8 prósent framhaldsskólanemenda hafði notað rafrettur daglega. Þá nota 7,8 prósent framhaldsskólanemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Þessi hópur hefur stækkað ansi mikið en árið 2016 voru aðeins þrjú prósent framhaldsskólanema, sem aldrei höfðu reykt sígarettur sem notaðu rafrettu daglega.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira