Frasinn sem Íslendingar hreykja sér af úti í heimi tekinn beint úr dönsku Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 12:32 "Þetta reddast,“ gæti þessi fjölskyldufaðir verið að hugsa. Hinn heimsfrægi frasi „þetta reddast“, sem Íslendingar hafa löngum stært sig af á alþjóðavettvangi, er ekki jafníslenskur og margir vilja vera láta. Frasinn er nefnilega beinþýðing úr dönsku, líkt og prófessor í íslensku bendir á. Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar greint var frá því að í Færeyjum segðu menn „átján hundruð og grænkál“ en á Íslandi væri það „sautján hundruð og súrkál“. Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, sem útskýrði muninn á áðurnefndum orðatiltækjum í samtali við fréttastofu, fór yfir uppruna fleiri orða og orðasambanda í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Guðrún Kvaran.Vísir/GVASjá einnig: Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðrún var m.a. innt eftir merkingu og rótum frasans „þetta reddast“, sem má segja að sé sá íslenski frasi sem helst hefur getið sér frægðar úti í heimi. Hún sagði upprunann ekki flókinn, um væri að ræða beinþýðingu úr dönsku. „Þetta er notað nákvæmlega eins í dönsku: „Det reddes“, og „redde“ er sögnin í dönsku.“ Þá benti Guðrún sjálf á það hversu langt út fyrir landsteinanna frasinn hefði náð en hún hitti nýlega Þjóðverja sem kann enga íslensku. „Við vorum að kveðjast og það var eitthvað sem við þurftum að sjá að gangi upp. Og þá sagði hann: „Þetta reddast!“ Hann var búinn að læra það.“ Til marks um frægð frasans má kynna sér umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC frá því í sumar. Umfjöllunin ber heitið „Hin óvænta speki sem Íslendingar lifa á“ og kafar höfundur djúpt ofan í hið svokallaða „þetta reddast“-hugarfar þjóðarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Hún fór einnig yfir uppruna sagnarinnar „skeggræða“ og orðatiltækisins „að hafa nasasjón af einhverju“, svo eitthvað sé nefnt. Danmörk Íslenska á tækniöld Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Hinn heimsfrægi frasi „þetta reddast“, sem Íslendingar hafa löngum stært sig af á alþjóðavettvangi, er ekki jafníslenskur og margir vilja vera láta. Frasinn er nefnilega beinþýðing úr dönsku, líkt og prófessor í íslensku bendir á. Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar greint var frá því að í Færeyjum segðu menn „átján hundruð og grænkál“ en á Íslandi væri það „sautján hundruð og súrkál“. Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, sem útskýrði muninn á áðurnefndum orðatiltækjum í samtali við fréttastofu, fór yfir uppruna fleiri orða og orðasambanda í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Guðrún Kvaran.Vísir/GVASjá einnig: Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðrún var m.a. innt eftir merkingu og rótum frasans „þetta reddast“, sem má segja að sé sá íslenski frasi sem helst hefur getið sér frægðar úti í heimi. Hún sagði upprunann ekki flókinn, um væri að ræða beinþýðingu úr dönsku. „Þetta er notað nákvæmlega eins í dönsku: „Det reddes“, og „redde“ er sögnin í dönsku.“ Þá benti Guðrún sjálf á það hversu langt út fyrir landsteinanna frasinn hefði náð en hún hitti nýlega Þjóðverja sem kann enga íslensku. „Við vorum að kveðjast og það var eitthvað sem við þurftum að sjá að gangi upp. Og þá sagði hann: „Þetta reddast!“ Hann var búinn að læra það.“ Til marks um frægð frasans má kynna sér umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC frá því í sumar. Umfjöllunin ber heitið „Hin óvænta speki sem Íslendingar lifa á“ og kafar höfundur djúpt ofan í hið svokallaða „þetta reddast“-hugarfar þjóðarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Hún fór einnig yfir uppruna sagnarinnar „skeggræða“ og orðatiltækisins „að hafa nasasjón af einhverju“, svo eitthvað sé nefnt.
Danmörk Íslenska á tækniöld Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira