Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðný Hrönn skrifar 13. febrúar 2018 06:00 Margrét Reynisdóttir er sérfræðingur í þjónustu. Visir/ernir Til að svara fjölmörgum spurningum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði um hvað einkennir Íslendinga og íslenska vinnustaði hefur Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur þróað námskeiðið Góð ráð í samskiptum við Íslendinga! „Lykillinn að því að vinna í íslensku umhverfi er að skilja íslenskan hugsunarhátt,“ segir Margrét. „Ég hef oft fengið að heyra: „ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr“ eða „nú skil ég...“.“ Margrét segir til dæmis Íslendinga vera heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum en þetta kæruleysislega viðhorf þekkist ekki víða erlendis. „Ef við skoðum nokkra þætti sem við ræðum á námskeiðinu og alhæfum aðeins þá má kalla Íslendinga heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum. Bjartsýni Íslendingar og sveigjanleikinn sem felst í „þetta reddast“ gerir þeim kleift að ljúka við verkefni sem ýmsum öðrum þjóðum þætti flestum ógerningur,“ segir Margrét kímin.Íslendingar vita að það þýðir ekkert að stressa sig á hlutunum, því þetta reddast allt saman.Visir/GettyHún tekur tvö dæmi: „Leiðtogafundurinn í Höfða 1986 er gott dæmi um þessa bjartsýni og dugnað. Annað dæmi er þegar þurfti að reisa nýja brú yfir Múlakvísl á einni viku. Allir lögðust á eitt og kláruðu málið. Það kæmi ekki á óvart þótt ýmsar aðrar þjóðir hefðu þurft að funda vikum og jafnvel mánuðum saman til að klára slíkt afrek. Þótt Íslendingar vinni ekki endilega eftir þýsku skipulagi eða séu endilega stundvísir þá eru þeir gjarnan snillingar í að redda öllu á síðustu mínútunum. „Það er nóg af óvissu,“ sagði einn vinur minn til dæmis rólegur um daginn þegar hann leit út um gluggann og sá að veðrið hafði breyst á augabragði. Næsta skref hjá honum var að aðlaga akstursþjónustu fyrirtækisins í einum grænum, einu sinni enn. Breytilegt veður getur kallað á að breyta öllu skipulagi á einni mínútu hérlendis á meðan sumar þjóðir búa við stöðugra veðurfar og geta skipulagt meira og lengra fram í tímann,“ útskýrir Margrét. Fleira sem Margrét bendir á í námskeiði sínu er að Íslendingar eru ekkert að eyða tíma í óþarfa afsökunarbeiðnir og gætu því virkað ókurteisir í augum útlendinga. „Íslendingar hafa oftast ekki fyrir því að biðjast afsökunar rekist þeir utan í annað fólk eða biðja afsökunar yfirleitt. En Bretar gætu t.d. kennt Íslendingum eitt og annað í þessum málum. Íslendingar eru almennt ekkert að eyða tímanum í svona óþarfa.“ Þá bendir Margrét líka fólki af öðru þjóðerni á að Íslendingar horfa mikið á annað fólk í kring um sig. „Slíkt getur þótt dónalegt eða ágengt hjá öðrum þjóðum,“ segir Margrét og minnir aftur á að hún sé að tala almennt um Íslendinga og að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við alla landsmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Til að svara fjölmörgum spurningum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði um hvað einkennir Íslendinga og íslenska vinnustaði hefur Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur þróað námskeiðið Góð ráð í samskiptum við Íslendinga! „Lykillinn að því að vinna í íslensku umhverfi er að skilja íslenskan hugsunarhátt,“ segir Margrét. „Ég hef oft fengið að heyra: „ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr“ eða „nú skil ég...“.“ Margrét segir til dæmis Íslendinga vera heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum en þetta kæruleysislega viðhorf þekkist ekki víða erlendis. „Ef við skoðum nokkra þætti sem við ræðum á námskeiðinu og alhæfum aðeins þá má kalla Íslendinga heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum. Bjartsýni Íslendingar og sveigjanleikinn sem felst í „þetta reddast“ gerir þeim kleift að ljúka við verkefni sem ýmsum öðrum þjóðum þætti flestum ógerningur,“ segir Margrét kímin.Íslendingar vita að það þýðir ekkert að stressa sig á hlutunum, því þetta reddast allt saman.Visir/GettyHún tekur tvö dæmi: „Leiðtogafundurinn í Höfða 1986 er gott dæmi um þessa bjartsýni og dugnað. Annað dæmi er þegar þurfti að reisa nýja brú yfir Múlakvísl á einni viku. Allir lögðust á eitt og kláruðu málið. Það kæmi ekki á óvart þótt ýmsar aðrar þjóðir hefðu þurft að funda vikum og jafnvel mánuðum saman til að klára slíkt afrek. Þótt Íslendingar vinni ekki endilega eftir þýsku skipulagi eða séu endilega stundvísir þá eru þeir gjarnan snillingar í að redda öllu á síðustu mínútunum. „Það er nóg af óvissu,“ sagði einn vinur minn til dæmis rólegur um daginn þegar hann leit út um gluggann og sá að veðrið hafði breyst á augabragði. Næsta skref hjá honum var að aðlaga akstursþjónustu fyrirtækisins í einum grænum, einu sinni enn. Breytilegt veður getur kallað á að breyta öllu skipulagi á einni mínútu hérlendis á meðan sumar þjóðir búa við stöðugra veðurfar og geta skipulagt meira og lengra fram í tímann,“ útskýrir Margrét. Fleira sem Margrét bendir á í námskeiði sínu er að Íslendingar eru ekkert að eyða tíma í óþarfa afsökunarbeiðnir og gætu því virkað ókurteisir í augum útlendinga. „Íslendingar hafa oftast ekki fyrir því að biðjast afsökunar rekist þeir utan í annað fólk eða biðja afsökunar yfirleitt. En Bretar gætu t.d. kennt Íslendingum eitt og annað í þessum málum. Íslendingar eru almennt ekkert að eyða tímanum í svona óþarfa.“ Þá bendir Margrét líka fólki af öðru þjóðerni á að Íslendingar horfa mikið á annað fólk í kring um sig. „Slíkt getur þótt dónalegt eða ágengt hjá öðrum þjóðum,“ segir Margrét og minnir aftur á að hún sé að tala almennt um Íslendinga og að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við alla landsmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira