Með augun á leikskólum á Suðurnesjum vegna beltaleysis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 16:03 Sigvaldi Arnar Lárusson varðstjóri með uglu sem hann bjargaði um árið. Lögreglan á Suðurnesjum Fjöldi ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni sem voru á leið með börn sín í leikskólann í Reykjanesbæ var með öryggisbúnað í ólagi. Í sumum tilfellum voru börnin laus í bílnum. Varðstjóri á svæðinu segir þetta mikið áhyggjuefni. Síðustu daga hefur lögreglan á Suðurnesjum haft afskipti af rúmlega áttatíu ökumönnum á leið með börn sín í leikskólann til að kanna notkun þeirra á bílstólum og bílbeltum. Í ljós kom að of margir voru með þau mál í ólagi. Fyrsta daginn voru tæplega þrjátíu ökumenn stöðvaðir og var um helmingur þeirra sem ekki notaði tiltekinn öryggisbúnað. Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart og brýnt að fólk hugi að öryggi barnanna sinna sama hversu stutt vegalengdin er. „Í gær var þetta meira en helmingur sem var með öryggismál í ólagi. Í morgun var þetta talsvert betra en alls ekki nógu gott,“ segir Sigvaldi. Vegna þessarar sláandi niðurstöðu mun lögreglan herða eftirlit við leik- og grunnskóla bæjarins. Sigvaldi segir vandan snúast um að foreldrarnir séu ekki í beltum, gleyma að setja börnin í belti, eru ekki með þau í bílstólum og þá eru þau bara sum laus í bílnum. „Flestir eru að bera því við að þetta eru bara stuttar vegalengdir. Ég á heima bara þarna og er að skjótast bara hingað. En slys þurfa engar vegalengdir,“ segir Sigvaldi. Foreldrar verði að festa börnin í bílnum. Hann segir börnin dýrmætasta farm sem hver og einn ekur um með. „Þú hlýtur að vilja passa þennan dýrmæta farm,“ segir Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglumál Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fjöldi ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni sem voru á leið með börn sín í leikskólann í Reykjanesbæ var með öryggisbúnað í ólagi. Í sumum tilfellum voru börnin laus í bílnum. Varðstjóri á svæðinu segir þetta mikið áhyggjuefni. Síðustu daga hefur lögreglan á Suðurnesjum haft afskipti af rúmlega áttatíu ökumönnum á leið með börn sín í leikskólann til að kanna notkun þeirra á bílstólum og bílbeltum. Í ljós kom að of margir voru með þau mál í ólagi. Fyrsta daginn voru tæplega þrjátíu ökumenn stöðvaðir og var um helmingur þeirra sem ekki notaði tiltekinn öryggisbúnað. Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart og brýnt að fólk hugi að öryggi barnanna sinna sama hversu stutt vegalengdin er. „Í gær var þetta meira en helmingur sem var með öryggismál í ólagi. Í morgun var þetta talsvert betra en alls ekki nógu gott,“ segir Sigvaldi. Vegna þessarar sláandi niðurstöðu mun lögreglan herða eftirlit við leik- og grunnskóla bæjarins. Sigvaldi segir vandan snúast um að foreldrarnir séu ekki í beltum, gleyma að setja börnin í belti, eru ekki með þau í bílstólum og þá eru þau bara sum laus í bílnum. „Flestir eru að bera því við að þetta eru bara stuttar vegalengdir. Ég á heima bara þarna og er að skjótast bara hingað. En slys þurfa engar vegalengdir,“ segir Sigvaldi. Foreldrar verði að festa börnin í bílnum. Hann segir börnin dýrmætasta farm sem hver og einn ekur um með. „Þú hlýtur að vilja passa þennan dýrmæta farm,“ segir Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglumál Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05