Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. október 2019 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. Þá verður opinn fundur um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins á morgun. Ísland fór á gráan lista samtakanna Financial Action Force FATF yfir ríkis sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti á föstudaginn og er nú á listanum með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar var borin fram tillaga um að kanna verklag dómsmálaráðherra og ráðuneyta í aðdraganda ákvörðunarinnar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar.Sjá einnig: Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista „Jón Steindór Valdimarsson [þingmaður Viðreisnar] bar fram þessa tillögu og við Guðmundur Andri [Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar] tókum undir hana, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra og þeirra ráðuneyta sem við á, gagnvart ábendingum FATF-starfshópsins, eða framkvæmdastjórnarinnar eins og hún hefur verið nefnd,“ segir Þórhildur Sunna. Ákveðið hafi verið að taka afstöðu til málsins á miðvikudaginn og Jóni Steindóri var falið að kanna hvernig þessi athugun ætti að fara fram. „Við höfum nægjanlegan fjölda nefndarmanna til að hefja frumkvæðisathugun og hefðum þannig séð getað ákveðið að ýta en kusum að verða við þeirri ósk annarra nefndarmanna að gefa þessu smá tíma til þess að setja utan um þetta kannski aðeins meiri ramma,“ segir Þórhildur Sunna. Þá verður opinn fundur í efnahags-og viðskiptanefnd á morgun um málið. „Þar verður fókusinn þó eilítið annar heldur en stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna þess að þar mun auðvitað málið einna helst snúa að því hvað á eftir að gera til að við komumst af þessum gráa lista.“ Þórhildur Sunna telur veru Íslands á listanum geta haft alvarleg áhrif. „Fullyrðingar ráðherra í kjölfarið, um að þetta sé nú kannski ekki svo alvarlegt, það er augljóst að þeim fannst það alvarlegt áður en að við fórum á þennan gráa lista, og ég trúi ekki öðru en að þeim finnist það grafalvarlegt að við séum á honum í dag, sama hvað hver segir,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. Þá verður opinn fundur um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins á morgun. Ísland fór á gráan lista samtakanna Financial Action Force FATF yfir ríkis sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti á föstudaginn og er nú á listanum með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar var borin fram tillaga um að kanna verklag dómsmálaráðherra og ráðuneyta í aðdraganda ákvörðunarinnar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar.Sjá einnig: Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista „Jón Steindór Valdimarsson [þingmaður Viðreisnar] bar fram þessa tillögu og við Guðmundur Andri [Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar] tókum undir hana, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra og þeirra ráðuneyta sem við á, gagnvart ábendingum FATF-starfshópsins, eða framkvæmdastjórnarinnar eins og hún hefur verið nefnd,“ segir Þórhildur Sunna. Ákveðið hafi verið að taka afstöðu til málsins á miðvikudaginn og Jóni Steindóri var falið að kanna hvernig þessi athugun ætti að fara fram. „Við höfum nægjanlegan fjölda nefndarmanna til að hefja frumkvæðisathugun og hefðum þannig séð getað ákveðið að ýta en kusum að verða við þeirri ósk annarra nefndarmanna að gefa þessu smá tíma til þess að setja utan um þetta kannski aðeins meiri ramma,“ segir Þórhildur Sunna. Þá verður opinn fundur í efnahags-og viðskiptanefnd á morgun um málið. „Þar verður fókusinn þó eilítið annar heldur en stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna þess að þar mun auðvitað málið einna helst snúa að því hvað á eftir að gera til að við komumst af þessum gráa lista.“ Þórhildur Sunna telur veru Íslands á listanum geta haft alvarleg áhrif. „Fullyrðingar ráðherra í kjölfarið, um að þetta sé nú kannski ekki svo alvarlegt, það er augljóst að þeim fannst það alvarlegt áður en að við fórum á þennan gráa lista, og ég trúi ekki öðru en að þeim finnist það grafalvarlegt að við séum á honum í dag, sama hvað hver segir,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira