Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2019 16:49 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir stefna í skæruverkföll strax í næsta mánuði. visir/vilhelm „Þetta getur ekki verið verra. Þegar maður er kominn niður á hnén er ekki um neitt að ræða annað en standa upp. Nema þá leggjast niður og ég er ekki að fara að gera það alveg strax,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Allt bendir til þess að blaðamenn séu að fara í verkfall. Að sögn Hjálmars Jónssonar er nú verið að smíða aðgerðaráætlun sem miðar að því. Fundur samninganefndar BÍ og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara en reyndist árangurslaus. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum og hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum blaðamanna við atvinnurekendur. Úrslitafundur verður haldinn eftir rétta viku en Hjálmar er ekki bjartsýnn á að nokkuð breytist. Fátt bendi til þess.„Grunnlaun blaðamanna eru hörmuleg. Lægstu laun háskólamenntaðra sem um getur. Það fullyrði ég. Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun. Sérhver maður sér að það er alveg fullkomlega óviðunandi. Og snargalið og verður að lagfæra,“ segir Hjálmar. Blaðamenn dregist aftur úr í launum Formaður BÍ segir að ekki sé horft til vinnutímastyttingar, slíkt sé fráleitt vegna eðlis starfs blaðamanna. Þeir vinna flestir langt umfram skyldu af einskærum áhuga, á öllum tímum sólarhrings. Talað hefur verið um rúma átta prósenta styttingu vinnutíma en Hjálmar segir það nokkuð sem blaðamenn vilji heldur sjá í hækkun launa. Allar tölur sýni að blaðamenn hafi dregist vel aftur úr þegar litið er til launaþróunar almennt og verðlagshækkana.Hjálmar kynnir stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands.visir/vilhelm„Við erum alltof hógvær í okkar kröfum. Því við gerum okkur grein fyrir því að það er uppi erfið staða á þessum miðlum. Blaðamenn eru meðvirkir því og við teljum kröfur okkar hógværar, þær geta ekki verið hógværari. Það vantar 15 prósent uppá að laun blaðamanna hafi hækkað til jafns við þróun launavísitölu. Þetta liggur fyrir og er ekki um deilt. Launin eru í raun forkastanleg.“En, er þá enginn samningsvilji af hálfu atvinnurekenda?„Ég skil ekki hvað þetta gengur hægt. Við höfum sýnt þessu, og þar ásaka ég sjálfan mig, þessu alltof mikið langlundagerð. Meira en sex mánuðir eru síðan gerðir voru samningar við iðnaðarmenn. Við höfum virkilega teygt okkur til samkomulags en það hefur ekkert komið út úr því. Ekkert um annað að ræða en þrýsta á okkar kröfur með aðgerðum.“ Segir verkföll bíta þó þau geti verið tvíeggja sverð Hjálmar segir að þannig stefni allt í skæruverkföll í nóvembermánuði. Blaðamenn eru nú að teikna upp aðgerðaráætlun, verkföll til að undirstrika kröfur, en þó tryggja upplýsingaflæði í landinu. „Upplýsingagjöf verður þó við séum í átökum.“En, mun þetta þá eitthvað bíta?„Sannarlega mun þetta bíta. Við verðum að minnast þess að verkföll eru tvíeggja sverð. Prentarar fóru í 7 vikna allsherjarverkfall haustið 1984, eftirminnilegt og það kom ekkert út úr því. Í framhaldinu var samþykkt ný fjölmiðlalöggjöf og einkareknar útvarpsstöðvar voru settar á laggirnar,“ segir Hjálmar. En það er önnur saga.... Athugasemd. Blaðamenn Vísis eru flestir í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
„Þetta getur ekki verið verra. Þegar maður er kominn niður á hnén er ekki um neitt að ræða annað en standa upp. Nema þá leggjast niður og ég er ekki að fara að gera það alveg strax,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Allt bendir til þess að blaðamenn séu að fara í verkfall. Að sögn Hjálmars Jónssonar er nú verið að smíða aðgerðaráætlun sem miðar að því. Fundur samninganefndar BÍ og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara en reyndist árangurslaus. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum og hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum blaðamanna við atvinnurekendur. Úrslitafundur verður haldinn eftir rétta viku en Hjálmar er ekki bjartsýnn á að nokkuð breytist. Fátt bendi til þess.„Grunnlaun blaðamanna eru hörmuleg. Lægstu laun háskólamenntaðra sem um getur. Það fullyrði ég. Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun. Sérhver maður sér að það er alveg fullkomlega óviðunandi. Og snargalið og verður að lagfæra,“ segir Hjálmar. Blaðamenn dregist aftur úr í launum Formaður BÍ segir að ekki sé horft til vinnutímastyttingar, slíkt sé fráleitt vegna eðlis starfs blaðamanna. Þeir vinna flestir langt umfram skyldu af einskærum áhuga, á öllum tímum sólarhrings. Talað hefur verið um rúma átta prósenta styttingu vinnutíma en Hjálmar segir það nokkuð sem blaðamenn vilji heldur sjá í hækkun launa. Allar tölur sýni að blaðamenn hafi dregist vel aftur úr þegar litið er til launaþróunar almennt og verðlagshækkana.Hjálmar kynnir stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands.visir/vilhelm„Við erum alltof hógvær í okkar kröfum. Því við gerum okkur grein fyrir því að það er uppi erfið staða á þessum miðlum. Blaðamenn eru meðvirkir því og við teljum kröfur okkar hógværar, þær geta ekki verið hógværari. Það vantar 15 prósent uppá að laun blaðamanna hafi hækkað til jafns við þróun launavísitölu. Þetta liggur fyrir og er ekki um deilt. Launin eru í raun forkastanleg.“En, er þá enginn samningsvilji af hálfu atvinnurekenda?„Ég skil ekki hvað þetta gengur hægt. Við höfum sýnt þessu, og þar ásaka ég sjálfan mig, þessu alltof mikið langlundagerð. Meira en sex mánuðir eru síðan gerðir voru samningar við iðnaðarmenn. Við höfum virkilega teygt okkur til samkomulags en það hefur ekkert komið út úr því. Ekkert um annað að ræða en þrýsta á okkar kröfur með aðgerðum.“ Segir verkföll bíta þó þau geti verið tvíeggja sverð Hjálmar segir að þannig stefni allt í skæruverkföll í nóvembermánuði. Blaðamenn eru nú að teikna upp aðgerðaráætlun, verkföll til að undirstrika kröfur, en þó tryggja upplýsingaflæði í landinu. „Upplýsingagjöf verður þó við séum í átökum.“En, mun þetta þá eitthvað bíta?„Sannarlega mun þetta bíta. Við verðum að minnast þess að verkföll eru tvíeggja sverð. Prentarar fóru í 7 vikna allsherjarverkfall haustið 1984, eftirminnilegt og það kom ekkert út úr því. Í framhaldinu var samþykkt ný fjölmiðlalöggjöf og einkareknar útvarpsstöðvar voru settar á laggirnar,“ segir Hjálmar. En það er önnur saga.... Athugasemd. Blaðamenn Vísis eru flestir í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira