Nýr loftslagshópur boðar róttækar aðgerðir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2019 13:00 Hópurinn mun hittast vikulega og ræða loftslagsmálin. Fréttablaðið/GVA Nýstofnaður loftslagshópur mun hittast vikulega til að leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. Talskona hópsins vill sjá sterkari framtíðarsýn stjórnvalda en hún segir forgangsröðun þeirra oft á tíðum ranga. Loftslagshópur á vegum Landverndar mun funda á hverjum þriðjudegi með það að markmiði að hvetja stjórnvöld til róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir. Hópurinn byrjaði með umræðum á Facebook. „Og það var bara undiralda í samfélaginu og kominn tími til að kalla saman fólk og vera þrýstiafl til að knýja fram róttækar aðgerðir, hvort sem það eru stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklingar. Við erum fyrst og fremst að skoða hvaða aðgerðir er hægt að fara í því við erum með allar upplýsingar. Vísindin eru komin og við vitum í hvað stefnir og nú er það að skoða hvað stjórnvöld og fyrirtæki geta gert,“ sagði Eva H. Baldursdóttir, talskona loftslagshópsins. Hópurinn mun meðal annars leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. „Og svo ætlum við að reyna að hrista aðeins upp í þessu og fara í einhverjar aðgerðir,“ sagði Eva. Hún segir enn óljóst hversu róttækum aðgerðum hópurinn muni beita en að hennar sögn sýni sagan að árangursríkast er þegar fólk kemur saman og krefst breytinga. Þá segir hún forgangsröðun stjórnvalda oft ranga. Sem dæmi tekur hún uppbygginguna við Keflavíkurflugvöll. „Ef við ætlum að fara í fimmtíu prósent uppbyggingu á Leifstöð, hvað þýðir það eru þá ekki bara fleiri flugvélar að fara að koma sem knúnar eru áfram á jarðefnaeldsneyti. Er það stefnan okkar,“ sagði Eva. Hún myndi vilja sjá stjórnvöld banna jarðefnaeldsneyti. „Þar er mesta losun gróðurhúsalofttegunda og þetta er bara spurning um pólitíska ákvörðun,“ sagði Eva. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Nýstofnaður loftslagshópur mun hittast vikulega til að leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. Talskona hópsins vill sjá sterkari framtíðarsýn stjórnvalda en hún segir forgangsröðun þeirra oft á tíðum ranga. Loftslagshópur á vegum Landverndar mun funda á hverjum þriðjudegi með það að markmiði að hvetja stjórnvöld til róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir. Hópurinn byrjaði með umræðum á Facebook. „Og það var bara undiralda í samfélaginu og kominn tími til að kalla saman fólk og vera þrýstiafl til að knýja fram róttækar aðgerðir, hvort sem það eru stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklingar. Við erum fyrst og fremst að skoða hvaða aðgerðir er hægt að fara í því við erum með allar upplýsingar. Vísindin eru komin og við vitum í hvað stefnir og nú er það að skoða hvað stjórnvöld og fyrirtæki geta gert,“ sagði Eva H. Baldursdóttir, talskona loftslagshópsins. Hópurinn mun meðal annars leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. „Og svo ætlum við að reyna að hrista aðeins upp í þessu og fara í einhverjar aðgerðir,“ sagði Eva. Hún segir enn óljóst hversu róttækum aðgerðum hópurinn muni beita en að hennar sögn sýni sagan að árangursríkast er þegar fólk kemur saman og krefst breytinga. Þá segir hún forgangsröðun stjórnvalda oft ranga. Sem dæmi tekur hún uppbygginguna við Keflavíkurflugvöll. „Ef við ætlum að fara í fimmtíu prósent uppbyggingu á Leifstöð, hvað þýðir það eru þá ekki bara fleiri flugvélar að fara að koma sem knúnar eru áfram á jarðefnaeldsneyti. Er það stefnan okkar,“ sagði Eva. Hún myndi vilja sjá stjórnvöld banna jarðefnaeldsneyti. „Þar er mesta losun gróðurhúsalofttegunda og þetta er bara spurning um pólitíska ákvörðun,“ sagði Eva.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54