Pálmi fékk aðvörun á stæði Þjóðleikhússins Ari Brynjólfsson skrifar 1. nóvember 2019 06:15 Bílastæði starfsmanna leikhússins er lokað með slá. Í gær var sendiferðabíl lagt á gangstéttina sem um ræðir við leikhúsið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Óánægja er innan Þjóðleikhússins með Bílastæðasjóð eftir að einn starfsmaður var sektaður og annar fékk aðvörun inni á lokuðu bílastæði starfsmanna. Kemur það beint í kjölfar óánægjunnar með tafir á framkvæmdum á Hverfisgötu. „Inni á lóð Þjóðleikhússins er bílastæði sem er lokað með slá. Út af því hvernig framkvæmdum er háttað, og menn komast ekki að húsinu, þá leyfði Pálmi Gestsson leikari sér að leggja upp á gangstétt inni á þessu lokaða bílastæði. Og fékk aðvörun um sekt frá Bílastæðasjóði,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Ég hringdi í þá og spurði hvort þeir væru í alvörunni að koma inn á lokuð bílastæði til að sekta fólk. Þá er það víst þannig að umferðarlögin gilda líka um lokuð bílastæði.“Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri.Myndi hann kjósa að litið verði á málið út frá aðstæðum. „Það er ekki hægt að komast að húsinu nema frá Lindargötu, sem er ekki hægt að komast á nema frá Skúlagötu, sem er að hluta til lokuð. Þangað er ekki hægt að komast nema frá Sæbraut, sem er líka að hluta til lokuð. Þar að auki er Lækjargata lokuð.“ Pálmi segir að starfsfólk leggi reglulega á gangstéttinni og enginn hafi áttað sig á að þarna væri hægt að sekta fyrr en í þessari viku. „Þetta er okkar svæði, þetta er lokuð einkalóð Þjóðleikhússins,“ segir Pálmi. Þá eru fjögur stæði frátekin fyrir hreyfihamlaða, en enginn hreyfihamlaður starfar í leikhúsinu. Einn starfsmaður lagði í slíkt stæði og fékk 20 þúsund króna sekt. Í svari Bílastæðasjóðs við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ef um löggilt skilti sé að ræða og ekki sé sjáanlegt P-kort á mælaborðinu þá sé reglan að sekta. Reglurnar séu ekki nýjar og mjög skýrar. Pirringurinn vegna bílastæðanna bætist ofan á seinkun framkvæmda við endurnýjun á Hverfisgötu. Átti þeim að vera lokið fyrir menningarnótt, en frestast fram í nóvember. „Við höfum fengið misvísandi eða rangar upplýsingar um verklok. Ég hef alla tíð lagt á það áherslu að Þjóðleikhúsið fái eins sannar og góðar upplýsingar og hægt er til þess að við getum brugðist við og lagað starfsemi okkar að þessari framkvæmd. Framan af var talsverður misbrestur á því,“ segir Ari. Hann segir lokanirnar hafa komið niður á starfinu. „Aðgengi að Þjóðleikhúsinu er stórlega skert. Mikið af okkar gestum er eldra fólk og börn, sumir eru hreyfihamlaðir. Það er mjög bagalegt hversu langt inn í leikárið þessar framkvæmdir hafa dregist.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Óánægja er innan Þjóðleikhússins með Bílastæðasjóð eftir að einn starfsmaður var sektaður og annar fékk aðvörun inni á lokuðu bílastæði starfsmanna. Kemur það beint í kjölfar óánægjunnar með tafir á framkvæmdum á Hverfisgötu. „Inni á lóð Þjóðleikhússins er bílastæði sem er lokað með slá. Út af því hvernig framkvæmdum er háttað, og menn komast ekki að húsinu, þá leyfði Pálmi Gestsson leikari sér að leggja upp á gangstétt inni á þessu lokaða bílastæði. Og fékk aðvörun um sekt frá Bílastæðasjóði,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Ég hringdi í þá og spurði hvort þeir væru í alvörunni að koma inn á lokuð bílastæði til að sekta fólk. Þá er það víst þannig að umferðarlögin gilda líka um lokuð bílastæði.“Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri.Myndi hann kjósa að litið verði á málið út frá aðstæðum. „Það er ekki hægt að komast að húsinu nema frá Lindargötu, sem er ekki hægt að komast á nema frá Skúlagötu, sem er að hluta til lokuð. Þangað er ekki hægt að komast nema frá Sæbraut, sem er líka að hluta til lokuð. Þar að auki er Lækjargata lokuð.“ Pálmi segir að starfsfólk leggi reglulega á gangstéttinni og enginn hafi áttað sig á að þarna væri hægt að sekta fyrr en í þessari viku. „Þetta er okkar svæði, þetta er lokuð einkalóð Þjóðleikhússins,“ segir Pálmi. Þá eru fjögur stæði frátekin fyrir hreyfihamlaða, en enginn hreyfihamlaður starfar í leikhúsinu. Einn starfsmaður lagði í slíkt stæði og fékk 20 þúsund króna sekt. Í svari Bílastæðasjóðs við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ef um löggilt skilti sé að ræða og ekki sé sjáanlegt P-kort á mælaborðinu þá sé reglan að sekta. Reglurnar séu ekki nýjar og mjög skýrar. Pirringurinn vegna bílastæðanna bætist ofan á seinkun framkvæmda við endurnýjun á Hverfisgötu. Átti þeim að vera lokið fyrir menningarnótt, en frestast fram í nóvember. „Við höfum fengið misvísandi eða rangar upplýsingar um verklok. Ég hef alla tíð lagt á það áherslu að Þjóðleikhúsið fái eins sannar og góðar upplýsingar og hægt er til þess að við getum brugðist við og lagað starfsemi okkar að þessari framkvæmd. Framan af var talsverður misbrestur á því,“ segir Ari. Hann segir lokanirnar hafa komið niður á starfinu. „Aðgengi að Þjóðleikhúsinu er stórlega skert. Mikið af okkar gestum er eldra fólk og börn, sumir eru hreyfihamlaðir. Það er mjög bagalegt hversu langt inn í leikárið þessar framkvæmdir hafa dregist.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira