Innleiðing 5G getur stórlega fækkað slysum í umferðinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2019 12:00 Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Vísir/Vilhelm Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð. Klukkan níu í morgun hófst rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar í Hörpu og stendur hún til klukkan fimm. Þar eru kynnt margs konar rannsóknar- og þróunarstarf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefur styrkt. Meðal annars munu Gunnar Páll Stefánsson, rafmagnsverkfræðingur, og Hrönn Karolína Scheving Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur frá Mannvit verkfræðistofu, kynna rannsókn sem þau vinna að um áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni. En með 5G fjarskiptatækninni eykst magn, hraði og nákvæmni upplýsinga mikið frá því sem nú er í 4G. „Ef við berum saman viðbragðstíma manneskju á stöðvunarvegalengd þá erum við að tala um 250 millisekúndur. Með 4G erum við komin niður í 200 millisekúndur og svo er talið að með 5G séum við komin niður í eina millisekúndu,“ segir Hrönn Karolína. Stöðvunarvegalengdin styttist því töluvert með 5G. Þannig megi draga töluvert úr umferðarslysum en talið sé að rekja megi um 22 prósent slysa á höfuðborgarsvæðinu til vegalengdar milli ökutækja. Rannsóknir gefi til kynna að fækka megi umferðarslysum um 60 til 80 prósent. Með þessari tækni geti bílar sent skilaboð sín á milli. „Og jafnvel líka vegfarendur með síma og tengdir 5G. Þá geta þeir sent skilaboð í bílana, hvort þeir eru að fara að þvera götu og þá geta bílar farið að hægja á sér. Þá er svartíminn orðinn svo stuttur að skilaboðin berast hratt og þá vita þeir að vegfarandi er að fara yfir götuna,“ segir Hrönn Karolína. Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Evrópusambandið styrki rannsóknir á þessum málum um fjóra milljarða evra. Fjarskiptafyrirtækin stefni á innleiðingu á næstu árum en talið sé að 5G verði komið á gott ról á árunum 2030 til 2035. Fjarskipti Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð. Klukkan níu í morgun hófst rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar í Hörpu og stendur hún til klukkan fimm. Þar eru kynnt margs konar rannsóknar- og þróunarstarf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefur styrkt. Meðal annars munu Gunnar Páll Stefánsson, rafmagnsverkfræðingur, og Hrönn Karolína Scheving Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur frá Mannvit verkfræðistofu, kynna rannsókn sem þau vinna að um áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni. En með 5G fjarskiptatækninni eykst magn, hraði og nákvæmni upplýsinga mikið frá því sem nú er í 4G. „Ef við berum saman viðbragðstíma manneskju á stöðvunarvegalengd þá erum við að tala um 250 millisekúndur. Með 4G erum við komin niður í 200 millisekúndur og svo er talið að með 5G séum við komin niður í eina millisekúndu,“ segir Hrönn Karolína. Stöðvunarvegalengdin styttist því töluvert með 5G. Þannig megi draga töluvert úr umferðarslysum en talið sé að rekja megi um 22 prósent slysa á höfuðborgarsvæðinu til vegalengdar milli ökutækja. Rannsóknir gefi til kynna að fækka megi umferðarslysum um 60 til 80 prósent. Með þessari tækni geti bílar sent skilaboð sín á milli. „Og jafnvel líka vegfarendur með síma og tengdir 5G. Þá geta þeir sent skilaboð í bílana, hvort þeir eru að fara að þvera götu og þá geta bílar farið að hægja á sér. Þá er svartíminn orðinn svo stuttur að skilaboðin berast hratt og þá vita þeir að vegfarandi er að fara yfir götuna,“ segir Hrönn Karolína. Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Evrópusambandið styrki rannsóknir á þessum málum um fjóra milljarða evra. Fjarskiptafyrirtækin stefni á innleiðingu á næstu árum en talið sé að 5G verði komið á gott ról á árunum 2030 til 2035.
Fjarskipti Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira