Baldur kallaður „gyðingahatari“ á götum Tel Avív Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2019 19:14 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson eru nú staddir í Tel Avív en Felix er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Una Sighvatsdóttir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segist hafa verið kallaður „gyðingahatari“ af manni, sem hafði komist að því að Baldur væri Íslendingur, á götum Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision fer nú fram. Baldur segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann ræðir þátttöku Íslands í keppninni, pólitíkina og boðskap keppninnar. Hann segir að Ísraelar hafi almennt tekið mjög vel á móti Íslendingunum í borginni. Baldur segir í færslu sinni að hann hafi ekki verið fyrsti Íslendingurinn í Tel Avív sem hafi lent í því að vera kallaður „gyðingahatari“. Þannig varð blaðamaður Vísis vitni að því eftir undanúrslitakvöldið á þriðjudaginn, þegar foreldrar liðsmanna Hatara fögnuðu góðum árangri fyrir utan keppnishöllina, að ungur Ísraeli kallaði í áttina að þeim ljótum orðum. Blaðamaður ræddi stuttlega við hann og eftir að reiðin rann af honum útskýrði hann að hann hefði ekkert á móti Íslandi. Framkoma Hatara væri hins vegar móðgandi gagnvart Ísrael.Ungur Ísraeli kallaði ljótum orðum í áttina að foreldrum liðsmanna Hatara fyrir utan keppnishöllina eftir að ljóst var að Hatari kæmist í úrslit.Vísir/Kolbeinn TumiRæði af yfirvegun um þátttökuna Baldur segir í færslu sinni að langflestir Íslendingar ræði af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetji Eurovision-hópinn til dáða á faglegum forsendum. „Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmslofti sem keppninni fylgir í ár. Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum! Nú síðast þegar gangandi vegfarandi hér í Tel Aviv komst að því að ég væri Íslendingur var kallað á eftir mér að ég væri gyðingahatari! Aðrir vegfarendur litu á mig furðu losnir og vissu ekki hvaðan á þeim stóð veðrið! Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni,“ segir Baldur.Friður, samvinna og fjölbreytileiki Hann heldur áfram og bendir á að Eurovision boði frið, samvinnu og fjölbreytileika. Íslendingar hafi ákveðið að halda áfram að veðja á vettvang samvinnu frekar en átaka þetta árið. „Í stað þess að sniðganga keppnina sameinuðust flestir landsmenn um að velja grípandi lag með hápólitískan boðskap. Það var snjall leikur. Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar. Listaverkið þarf engra skýringa við,“ segir Baldur.Lesa má færsluna í heild sinni hér. Blaðamenn Vísis í Tel Aviv tóku púlsinn á Ísraelum í Euro Village í dag. Þeir sögðust yfir sig hrifnir af Íslandi og ekki að merkja að Hatari hafi reitt hinn almenna Ísraela til reiði, a.m.k. í Tel Aviv. Eurovision Ísrael Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segist hafa verið kallaður „gyðingahatari“ af manni, sem hafði komist að því að Baldur væri Íslendingur, á götum Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision fer nú fram. Baldur segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann ræðir þátttöku Íslands í keppninni, pólitíkina og boðskap keppninnar. Hann segir að Ísraelar hafi almennt tekið mjög vel á móti Íslendingunum í borginni. Baldur segir í færslu sinni að hann hafi ekki verið fyrsti Íslendingurinn í Tel Avív sem hafi lent í því að vera kallaður „gyðingahatari“. Þannig varð blaðamaður Vísis vitni að því eftir undanúrslitakvöldið á þriðjudaginn, þegar foreldrar liðsmanna Hatara fögnuðu góðum árangri fyrir utan keppnishöllina, að ungur Ísraeli kallaði í áttina að þeim ljótum orðum. Blaðamaður ræddi stuttlega við hann og eftir að reiðin rann af honum útskýrði hann að hann hefði ekkert á móti Íslandi. Framkoma Hatara væri hins vegar móðgandi gagnvart Ísrael.Ungur Ísraeli kallaði ljótum orðum í áttina að foreldrum liðsmanna Hatara fyrir utan keppnishöllina eftir að ljóst var að Hatari kæmist í úrslit.Vísir/Kolbeinn TumiRæði af yfirvegun um þátttökuna Baldur segir í færslu sinni að langflestir Íslendingar ræði af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetji Eurovision-hópinn til dáða á faglegum forsendum. „Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmslofti sem keppninni fylgir í ár. Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum! Nú síðast þegar gangandi vegfarandi hér í Tel Aviv komst að því að ég væri Íslendingur var kallað á eftir mér að ég væri gyðingahatari! Aðrir vegfarendur litu á mig furðu losnir og vissu ekki hvaðan á þeim stóð veðrið! Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni,“ segir Baldur.Friður, samvinna og fjölbreytileiki Hann heldur áfram og bendir á að Eurovision boði frið, samvinnu og fjölbreytileika. Íslendingar hafi ákveðið að halda áfram að veðja á vettvang samvinnu frekar en átaka þetta árið. „Í stað þess að sniðganga keppnina sameinuðust flestir landsmenn um að velja grípandi lag með hápólitískan boðskap. Það var snjall leikur. Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar. Listaverkið þarf engra skýringa við,“ segir Baldur.Lesa má færsluna í heild sinni hér. Blaðamenn Vísis í Tel Aviv tóku púlsinn á Ísraelum í Euro Village í dag. Þeir sögðust yfir sig hrifnir af Íslandi og ekki að merkja að Hatari hafi reitt hinn almenna Ísraela til reiði, a.m.k. í Tel Aviv.
Eurovision Ísrael Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira