Byrja að sekta ökumenn fyrir að leggja öfugt Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. desember 2019 22:17 Um áramótin mun lögregla geta lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. Yfirlögregluþjónn segir það allt of algengt. Ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Yfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunum. Til dæmis ákvæðinu er varðar bann við notkun allra snjalltækja en í dag er einungis lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við stýri. „Það er alltof algengt að fólk sé líka að nota önnur snjalltæki og við sjáum útlendinga, ferðamenn og aðra, en sérstaklega ferðamenn þar sem þeir mæna mikið á GPS-tækið en ekki með augun fram á veginn,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, yfirlögregluþjónn. Alltof algengt er að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu, að mati yfirlögregluþjóns.Vísir/egill Þá eru breytingar um þá sem aka próflausir. Með nýju lögunum verða þeim sviptir ökuréttindum í fjóra mánuði en í dag er einungis sekt við því. Þá fagnar Guðbrandur því að með nýju lögunum geti lögregla lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. „Sem ekki var hægt áður, sem er einfalt úrræði fyrir lögreglu, þar af leiðandi, til að takast á við þessi brot, sem okkur hefur skort.“ Í dag geti lögregla aðeins lagt lögreglusekt á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu en það er flókið og erfitt í framkvæmd. Allt of algengt sé að fólk leggi öfugt miðað við aktursstefnu. „Og því hafa menn komist upp með, mikið, að framkvæma þessi brot.“ Alltof algengt sé að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu. „Talsvert kvartað af íbúum þar sem lagt er öfugt og þvers og kruss og það hefur verið úrræðaleysi, þar sem við höfum ekki getað notað þetta einfalda úrræði, sem er gjald, þar sem miði er settur undir þurrkublað.“ Sektin fyrir að leggja öfugt miðað við aktursstefnu er 10.000 krónur. Guðbrandur segir að slíkt flokkist sem hættubrot. Hann hvetur fólk til að leggja regluna á minnið. „Því að lögregla mun fara af stað um leið og ný lög taka gildi og leggja gjald á þau stöðubrot sem fyrir okkur ber.“ Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Um áramótin mun lögregla geta lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. Yfirlögregluþjónn segir það allt of algengt. Ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Yfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunum. Til dæmis ákvæðinu er varðar bann við notkun allra snjalltækja en í dag er einungis lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við stýri. „Það er alltof algengt að fólk sé líka að nota önnur snjalltæki og við sjáum útlendinga, ferðamenn og aðra, en sérstaklega ferðamenn þar sem þeir mæna mikið á GPS-tækið en ekki með augun fram á veginn,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, yfirlögregluþjónn. Alltof algengt er að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu, að mati yfirlögregluþjóns.Vísir/egill Þá eru breytingar um þá sem aka próflausir. Með nýju lögunum verða þeim sviptir ökuréttindum í fjóra mánuði en í dag er einungis sekt við því. Þá fagnar Guðbrandur því að með nýju lögunum geti lögregla lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. „Sem ekki var hægt áður, sem er einfalt úrræði fyrir lögreglu, þar af leiðandi, til að takast á við þessi brot, sem okkur hefur skort.“ Í dag geti lögregla aðeins lagt lögreglusekt á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu en það er flókið og erfitt í framkvæmd. Allt of algengt sé að fólk leggi öfugt miðað við aktursstefnu. „Og því hafa menn komist upp með, mikið, að framkvæma þessi brot.“ Alltof algengt sé að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu. „Talsvert kvartað af íbúum þar sem lagt er öfugt og þvers og kruss og það hefur verið úrræðaleysi, þar sem við höfum ekki getað notað þetta einfalda úrræði, sem er gjald, þar sem miði er settur undir þurrkublað.“ Sektin fyrir að leggja öfugt miðað við aktursstefnu er 10.000 krónur. Guðbrandur segir að slíkt flokkist sem hættubrot. Hann hvetur fólk til að leggja regluna á minnið. „Því að lögregla mun fara af stað um leið og ný lög taka gildi og leggja gjald á þau stöðubrot sem fyrir okkur ber.“
Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15
Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15