Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 13:15 Andrés Ingi Jónsson. Vísir/Vilhelm Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. Hollendingar lækkuðu hámarkshraða á vegum í haust til að draga úr mengun. Á áramótum taka gildi ný umferðarlög þar sem verður að finna heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 kílómetrar á klukkustund, ef akreinar eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Lögin í dag kveða á um að hámarkshraði á vegum fari ekki yfir 90 kílómetra hraða. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utanflokka, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvaða vegarkaflar hafa komið til álita að ákveða hærri hraðamörk þegar nýju lögin taka gildi. Þá vill Andrés einnig fá að vita hvaða áhrif slík hækkun hefur á losun gróðurhúsalofttegunda, svifryksmengun, tíðni og alvarleika slysa, og slit umferðarmannvirkja, afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. „Eftir því sem hraði eykst þá hækkar þetta allt saman,“ segir Andrés. Hann tekur telur hækkun hámarkshraða fara í öfuga átt við almenna þróun í heiminum. Í Hollandi hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraða. „Mér var til dæmis bent á að í Hollandi hefði hámarkshraði verið lækkaður núna í haust á hraðbrautum úr 120 eða 130 niður í 100 kílómetra hraða. Það var eftir greiningu sem leiddi í ljós að þetta væri mjög áhrifarík leið til að bæði draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en líka til að minnka slys og draga úr viðhaldsþörf á vegunum. Það er í sjálfu sér ekkert ný uppfinning því í olíukreppunni ´74 lækkaði Nixon hámarkshraða í Bandaríkjunum til að spara olíu.“ Þá vill Andrés einnig vita hvaða áhrif það hefði ef afnumin yrði undanþága til hærra hraðamarka en 50 km/h inna þéttbýlis. „Það er eitthvað sem við mættum alveg fara að ræða, sérstaklega á gráu dögunum sem eru farnir að vera dálítið algengir á veturna, þar sem að svifryksmengun fer upp úr öllum mörkum. Hvort að þessi 80 kílómetra hámarkshraði sem er á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins. Hvort hann sé að skila nægilegum ábata í afkastagetu. Hvort að umferðin sé í rauninni að fara það mikið skilvirkar á milli staða að það réttlæti þau auknu mengun sem fylgir hraðanum,“ segir Andrés. Hann hefur einnig skrifað grein á vísi um málið. Losun frá vegasamgöngum er mikil og stjórnvöld geti haft mikil áhrif þar á. Með því að hækka hámarkshraða er losun aukin. Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. Hollendingar lækkuðu hámarkshraða á vegum í haust til að draga úr mengun. Á áramótum taka gildi ný umferðarlög þar sem verður að finna heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 kílómetrar á klukkustund, ef akreinar eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Lögin í dag kveða á um að hámarkshraði á vegum fari ekki yfir 90 kílómetra hraða. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utanflokka, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvaða vegarkaflar hafa komið til álita að ákveða hærri hraðamörk þegar nýju lögin taka gildi. Þá vill Andrés einnig fá að vita hvaða áhrif slík hækkun hefur á losun gróðurhúsalofttegunda, svifryksmengun, tíðni og alvarleika slysa, og slit umferðarmannvirkja, afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. „Eftir því sem hraði eykst þá hækkar þetta allt saman,“ segir Andrés. Hann tekur telur hækkun hámarkshraða fara í öfuga átt við almenna þróun í heiminum. Í Hollandi hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraða. „Mér var til dæmis bent á að í Hollandi hefði hámarkshraði verið lækkaður núna í haust á hraðbrautum úr 120 eða 130 niður í 100 kílómetra hraða. Það var eftir greiningu sem leiddi í ljós að þetta væri mjög áhrifarík leið til að bæði draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en líka til að minnka slys og draga úr viðhaldsþörf á vegunum. Það er í sjálfu sér ekkert ný uppfinning því í olíukreppunni ´74 lækkaði Nixon hámarkshraða í Bandaríkjunum til að spara olíu.“ Þá vill Andrés einnig vita hvaða áhrif það hefði ef afnumin yrði undanþága til hærra hraðamarka en 50 km/h inna þéttbýlis. „Það er eitthvað sem við mættum alveg fara að ræða, sérstaklega á gráu dögunum sem eru farnir að vera dálítið algengir á veturna, þar sem að svifryksmengun fer upp úr öllum mörkum. Hvort að þessi 80 kílómetra hámarkshraði sem er á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins. Hvort hann sé að skila nægilegum ábata í afkastagetu. Hvort að umferðin sé í rauninni að fara það mikið skilvirkar á milli staða að það réttlæti þau auknu mengun sem fylgir hraðanum,“ segir Andrés. Hann hefur einnig skrifað grein á vísi um málið. Losun frá vegasamgöngum er mikil og stjórnvöld geti haft mikil áhrif þar á. Með því að hækka hámarkshraða er losun aukin.
Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30