Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 23:06 Sjálfstæðisfélagið segir fjárhagslegar forsendur ekki liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. Þau segja fjárhagslegar forsendur við verkefnið ekki liggja fyrir og hafa ekki verið kynntar grasrót flokksins. Þau segja undirritun samningsins vera á skjön við stefnuskrá flokksins á Seltjarnarnesi en þar hafi komið fram að megináhersla yrði lög á frekari eflingu Strætó og að engin ákvörðun verði tekin varðandi borgarlínu fyrr en forsendur um heildarkostnað og rekstur liggi fyrir. „Það er von okkar að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi skrifi ekki undir samninginn. Afar mikilvægt er að staðið sé við gefin loforð við kjósendur flokksins,“ segir í bókun félagsins og bætt við að þátttaka bæjarins bæri vott um ábyrgðarleysi gagnvart skattfé.Segir heildarkostnaðaráætlun vera á reiki Þessi sjónarmið eru samhljóða bókun Magnúsar Arnar Guðmundssonar, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs, sem lagðist gegn undirritun samninganna af hálfu Seltjarnarnesbæjar. Hann sagði hugmyndirnar vera óraunhæfar sem stendur og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki. Hann segir söguna sýna að framúrkeyrsla á stórum opinberum framkvæmdum á Íslandi sé algeng og því megi gera ráð fyrir því að fjárfestingin muni kosta vel á annað hundruð milljóna. Þá sé ekki tekið tillit til eignarnáms í núverandi kostnaðaráætlun og telur hann ákjósanlegri kost að efla Strætó sem samgöngumáta. „Nú þegar hefur verið fjárfest í 14 rafmagnsvögnum og 5 vetnisvagnar á leiðinni. Hægt er auka tíðni ferða verulega á annatímum, fjölga forgangsakreinum, lækka fargjöld og ekki síst koma í veg fyrir að Strætó stoppi á miðri götu. Það er í það minnsta fyrirhafnarinnar virði til að þrefalda hlutfall þeirra sem vilja nota almenningssamgöngur á Íslandi, eins og draumarnir um Borgarlínuna gera ráð fyrir,“ segir í bókun Magnúsar. Borgarlína Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. Þau segja fjárhagslegar forsendur við verkefnið ekki liggja fyrir og hafa ekki verið kynntar grasrót flokksins. Þau segja undirritun samningsins vera á skjön við stefnuskrá flokksins á Seltjarnarnesi en þar hafi komið fram að megináhersla yrði lög á frekari eflingu Strætó og að engin ákvörðun verði tekin varðandi borgarlínu fyrr en forsendur um heildarkostnað og rekstur liggi fyrir. „Það er von okkar að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi skrifi ekki undir samninginn. Afar mikilvægt er að staðið sé við gefin loforð við kjósendur flokksins,“ segir í bókun félagsins og bætt við að þátttaka bæjarins bæri vott um ábyrgðarleysi gagnvart skattfé.Segir heildarkostnaðaráætlun vera á reiki Þessi sjónarmið eru samhljóða bókun Magnúsar Arnar Guðmundssonar, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs, sem lagðist gegn undirritun samninganna af hálfu Seltjarnarnesbæjar. Hann sagði hugmyndirnar vera óraunhæfar sem stendur og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki. Hann segir söguna sýna að framúrkeyrsla á stórum opinberum framkvæmdum á Íslandi sé algeng og því megi gera ráð fyrir því að fjárfestingin muni kosta vel á annað hundruð milljóna. Þá sé ekki tekið tillit til eignarnáms í núverandi kostnaðaráætlun og telur hann ákjósanlegri kost að efla Strætó sem samgöngumáta. „Nú þegar hefur verið fjárfest í 14 rafmagnsvögnum og 5 vetnisvagnar á leiðinni. Hægt er auka tíðni ferða verulega á annatímum, fjölga forgangsakreinum, lækka fargjöld og ekki síst koma í veg fyrir að Strætó stoppi á miðri götu. Það er í það minnsta fyrirhafnarinnar virði til að þrefalda hlutfall þeirra sem vilja nota almenningssamgöngur á Íslandi, eins og draumarnir um Borgarlínuna gera ráð fyrir,“ segir í bókun Magnúsar.
Borgarlína Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00
Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15