Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 18:27 Umfjöllunin er sett í samhengi við nýlegt banaslys við Núpsvötn þar sem þrír breskir ríkisborgarar létust. Skjáskot/Sky News Breska fréttastofan Sky birti í dag umfjöllun um „varasama hegðun“ erlendra ferðamanna á Íslandi, sérstaklega í tengslum við áhuga þeirra á norðurljósum. Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Norðurlandi eystra að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum og geti þannig stofnað sjálfum sér og öðrum í hættu. Er þetta sagt sérstaklega eiga við um þá ferðamenn sem leiti að norðurljósum og lýsir lögregla yfir áhyggjum af því að þeir einbeiti sér ekki nógu vel að akstrinum.Stigið fyrirvaralaust á bremsuna á miðjum veginum Jóhannes Sigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lýsir ástandinu í samtali við Sky. Hann segir veður og færð á vegum vissulega geta skapað hættuástand en rót vandans megi einnig rekja til varasamrar hegðunar ferðamannanna. „Eins og þegar stigið er á bremsuna á miðjum veginum þegar skyndilega gefst færi til myndatöku, án þess að vara þá ökumenn sem koma á eftir við. Í myrkrinu, þegar norðurljósin lýsa upp himininn, er þetta enn hættulegra.“ Þá nefnir hann einnig örar veðurbreytingar á Íslandi en þeim séu ferðamenn margir hverjir óvanir. Sky hefur einnig eftir ferðamanni frá Singapúr sem staddur var á Íslandi að akstur á íslenskum vegum væri „erfiður“, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir líkt og raunin er á þessum tíma árs. Töluvert hefur verið fjallað um slysfarir erlendra ferðamanna í umferðinni hér á landi síðustu ár. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 slasaðist 21 erlendur ferðamaður í umferðinni miðað við 32 og 33 síðustu tvö árin á undan. Síðast varð alvarlegt slys við Núpsvötn í lok desember þar sem þrír breskir ríkisborgarar, tvær konur og eitt ungabarn, létu lífið. Þá hefur fjölmiðlum einnig verið tíðrætt um norðurljósaáhuga erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Alþekkt er að örtröð myndist á þekktum útsýnisstöðum þegar norðurljósin láta sjá sig og þá hefur einnig verið fjallað um hrakfarir ferðamanna sem vilja berja þau augum. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Breska fréttastofan Sky birti í dag umfjöllun um „varasama hegðun“ erlendra ferðamanna á Íslandi, sérstaklega í tengslum við áhuga þeirra á norðurljósum. Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Norðurlandi eystra að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum og geti þannig stofnað sjálfum sér og öðrum í hættu. Er þetta sagt sérstaklega eiga við um þá ferðamenn sem leiti að norðurljósum og lýsir lögregla yfir áhyggjum af því að þeir einbeiti sér ekki nógu vel að akstrinum.Stigið fyrirvaralaust á bremsuna á miðjum veginum Jóhannes Sigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lýsir ástandinu í samtali við Sky. Hann segir veður og færð á vegum vissulega geta skapað hættuástand en rót vandans megi einnig rekja til varasamrar hegðunar ferðamannanna. „Eins og þegar stigið er á bremsuna á miðjum veginum þegar skyndilega gefst færi til myndatöku, án þess að vara þá ökumenn sem koma á eftir við. Í myrkrinu, þegar norðurljósin lýsa upp himininn, er þetta enn hættulegra.“ Þá nefnir hann einnig örar veðurbreytingar á Íslandi en þeim séu ferðamenn margir hverjir óvanir. Sky hefur einnig eftir ferðamanni frá Singapúr sem staddur var á Íslandi að akstur á íslenskum vegum væri „erfiður“, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir líkt og raunin er á þessum tíma árs. Töluvert hefur verið fjallað um slysfarir erlendra ferðamanna í umferðinni hér á landi síðustu ár. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 slasaðist 21 erlendur ferðamaður í umferðinni miðað við 32 og 33 síðustu tvö árin á undan. Síðast varð alvarlegt slys við Núpsvötn í lok desember þar sem þrír breskir ríkisborgarar, tvær konur og eitt ungabarn, létu lífið. Þá hefur fjölmiðlum einnig verið tíðrætt um norðurljósaáhuga erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Alþekkt er að örtröð myndist á þekktum útsýnisstöðum þegar norðurljósin láta sjá sig og þá hefur einnig verið fjallað um hrakfarir ferðamanna sem vilja berja þau augum.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00
Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent