Kvikmyndahátíð á Eyrarbakka í dag: Sýning á Litla Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2019 12:15 Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag, 28. september 2019. Heimasíða Brims Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag þar sem plast og skaðsemi þess verður aðalmálið. Þá verður sýning í fangelsinu á Litla Hrauni og strandhreinsun fer fram samhliða hátíðinni. Það er ekkert bíó á Eyrarbakka og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig hægt er að halda kvikmyndahátíð þar sem ekkert bíóhús er. Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka og forsvarsmaður hátíðarinnar, sem heitir Brim veit allt um málið. „Eins og hæfir í sjávarþorpi þá ætlum við að fjalla um plast og afleiðingar þess fyrir náttúruna, manneskjuna og allt umhverfið. Þetta er eiginlega ein mesta umhverfisógnin sem er fyrir framan okkur og það sem við sjálf getum hvað mest og best haft áhrif á og dregið úr. Plastið er eins og það er ógnvekjandi þá getum við hvert og eitt lagt okkar af mörkum strax í dag og dregið úr þessu skelfilega vandamáli, sem er fyrir framan okkur“, segir Guðmundur. Hátíðin fer fram á heimilum fólks á Eyrarbakka, í Húsinu og á Litla Hrauni. Þá hafa nemendur á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri útbúið stuttmyndir og annað miðlunartengt efni, sem varðar plastmengun sjávar. Þær myndir verða sýndar í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Í fangelsinu á Litla Hrauni verða kvikmyndasýningar, fangar fengu að bara í bíó þar í morgun og klukkan tvö verður sýning fyrir almenning í fangelsinu. „Já, þar verður Halldór Valur, forstöðumaður fangelsisins líka að fjalla um umhverfismál og fangelsið, sem er mjög áhugavert og eitthvað sem maður hugsar ekki oft og setur í samhengi“, segir Guðmundur. Guðmundur Ármann Pétursson, sem á allan heiðurinn af kvikmyndahátíðinni Brim. Guðmundur var framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi til nokkurra ára áður en hann flutti á Eyrarbakka með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Samhliða kvikmyndahátíðinni fer fram strandhreinsun í Eyrarbakkafjöru. „Já, við byrjuðum á því klukkan 11:00 í morgun. Þá fór stór hópur út og gekk ströndina til að leita af og týna plast og taka það saman í samstarfi við Björgunarsveitina á Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg, þannig að það er tekið á öllum þáttum“, segir Guðmundur enn fremur. Tekið skal fram að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Árborg Bíó og sjónvarp Umhverfismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag þar sem plast og skaðsemi þess verður aðalmálið. Þá verður sýning í fangelsinu á Litla Hrauni og strandhreinsun fer fram samhliða hátíðinni. Það er ekkert bíó á Eyrarbakka og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig hægt er að halda kvikmyndahátíð þar sem ekkert bíóhús er. Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka og forsvarsmaður hátíðarinnar, sem heitir Brim veit allt um málið. „Eins og hæfir í sjávarþorpi þá ætlum við að fjalla um plast og afleiðingar þess fyrir náttúruna, manneskjuna og allt umhverfið. Þetta er eiginlega ein mesta umhverfisógnin sem er fyrir framan okkur og það sem við sjálf getum hvað mest og best haft áhrif á og dregið úr. Plastið er eins og það er ógnvekjandi þá getum við hvert og eitt lagt okkar af mörkum strax í dag og dregið úr þessu skelfilega vandamáli, sem er fyrir framan okkur“, segir Guðmundur. Hátíðin fer fram á heimilum fólks á Eyrarbakka, í Húsinu og á Litla Hrauni. Þá hafa nemendur á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri útbúið stuttmyndir og annað miðlunartengt efni, sem varðar plastmengun sjávar. Þær myndir verða sýndar í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Í fangelsinu á Litla Hrauni verða kvikmyndasýningar, fangar fengu að bara í bíó þar í morgun og klukkan tvö verður sýning fyrir almenning í fangelsinu. „Já, þar verður Halldór Valur, forstöðumaður fangelsisins líka að fjalla um umhverfismál og fangelsið, sem er mjög áhugavert og eitthvað sem maður hugsar ekki oft og setur í samhengi“, segir Guðmundur. Guðmundur Ármann Pétursson, sem á allan heiðurinn af kvikmyndahátíðinni Brim. Guðmundur var framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi til nokkurra ára áður en hann flutti á Eyrarbakka með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Samhliða kvikmyndahátíðinni fer fram strandhreinsun í Eyrarbakkafjöru. „Já, við byrjuðum á því klukkan 11:00 í morgun. Þá fór stór hópur út og gekk ströndina til að leita af og týna plast og taka það saman í samstarfi við Björgunarsveitina á Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg, þannig að það er tekið á öllum þáttum“, segir Guðmundur enn fremur. Tekið skal fram að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni.
Árborg Bíó og sjónvarp Umhverfismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira