Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2019 19:30 Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um eitt þúsund manns á síðustu tólf mánuðum, langmest á Selfossi. Bæjarstjórinn segir fjölgunina fordæmalausa og reiknar með enn frekari fjölgun íbúa næstu árin. Rótgrónir Selfyssingar þekkja sig varla í bænum í öllu nýju hverfunum, hvað þá brottfluttir Selfyssingar sem koma í heimsókn, þá rekur í rogastans að sjá hvernig nýju hverfin hafa byggst upp nánast á ljóshraða. „Að meðaltali er okkur að fjölga núna um 6 prósent á ári en vegna skorts á framboði á skipulögðum lóðum þá kanna það að falla niður í 4 til 5 prósent á næsta ári en eftir það er ég ansi hræddur um að fjölgunin verði gott betur og miklu nær 10 prósentum“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli segir að þessi mikla fjölgun íbúa hafi komið aftan að bæjaryfirvöldum, fjölgun um 20% íbúa á síðustu þremur árum hafi verið fjölgun, sem engin átti von á. Nú eru íbúar í Árborg orðnir um 10 þúsund. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er þetta ekki fordæmalaus fjölgun? „Jú, hún er í sjálfum sér fordæmalaus en engu að síður er það þannig að frá stríðslokum þá hefur íbúum fjölgað hér á Selfossi um sirka 3 til 3,5% á ári, allan þennan tíma, þannig að vöxturinn hefur allan þennan tím, eða frá 1940 verið gífurlegur.“ Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun á svæðinu.Þrátt fyrir þessar miklu fjölgun íbúa þá er hafið sérstakt kynningarátak sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti og öflugum bæ. Sveitarfélagið og fyrirtæki á staðnum standa að átakinu, sem kostar 35 milljónir króna. „Það er margt um að vera, það eru nýjar lóðir, nýjar fasteignir og nýr miðbær. Það var talin þörf á því að fara í svona markaðsátak þar sem við erum að reyna að sýna Selfoss í nýju ljósi og gefa bænum nýja ásýnd þar sem við leggjum áherslu á það sem skapar honum sérstöðu“, segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun, sen var búin til vegna markaðsátaksins. Kynningarefni markaðsátaksins Árborg Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um eitt þúsund manns á síðustu tólf mánuðum, langmest á Selfossi. Bæjarstjórinn segir fjölgunina fordæmalausa og reiknar með enn frekari fjölgun íbúa næstu árin. Rótgrónir Selfyssingar þekkja sig varla í bænum í öllu nýju hverfunum, hvað þá brottfluttir Selfyssingar sem koma í heimsókn, þá rekur í rogastans að sjá hvernig nýju hverfin hafa byggst upp nánast á ljóshraða. „Að meðaltali er okkur að fjölga núna um 6 prósent á ári en vegna skorts á framboði á skipulögðum lóðum þá kanna það að falla niður í 4 til 5 prósent á næsta ári en eftir það er ég ansi hræddur um að fjölgunin verði gott betur og miklu nær 10 prósentum“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli segir að þessi mikla fjölgun íbúa hafi komið aftan að bæjaryfirvöldum, fjölgun um 20% íbúa á síðustu þremur árum hafi verið fjölgun, sem engin átti von á. Nú eru íbúar í Árborg orðnir um 10 þúsund. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er þetta ekki fordæmalaus fjölgun? „Jú, hún er í sjálfum sér fordæmalaus en engu að síður er það þannig að frá stríðslokum þá hefur íbúum fjölgað hér á Selfossi um sirka 3 til 3,5% á ári, allan þennan tíma, þannig að vöxturinn hefur allan þennan tím, eða frá 1940 verið gífurlegur.“ Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun á svæðinu.Þrátt fyrir þessar miklu fjölgun íbúa þá er hafið sérstakt kynningarátak sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti og öflugum bæ. Sveitarfélagið og fyrirtæki á staðnum standa að átakinu, sem kostar 35 milljónir króna. „Það er margt um að vera, það eru nýjar lóðir, nýjar fasteignir og nýr miðbær. Það var talin þörf á því að fara í svona markaðsátak þar sem við erum að reyna að sýna Selfoss í nýju ljósi og gefa bænum nýja ásýnd þar sem við leggjum áherslu á það sem skapar honum sérstöðu“, segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun, sen var búin til vegna markaðsátaksins. Kynningarefni markaðsátaksins
Árborg Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira