Lögreglustöðin á Akureyri sprungin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2019 13:45 Pláss- og aðstöðuleysi hrjáir lögregluna á Akureyri sem vill fá fjármagn til þess að byggja við lögreglustöðina. Lögreglustöðin við Þórunnarstræti á Akureyri var byggð árið 1967 og þótti bæði stór og rúmgóð þegar hún var tekin í notkun. Síðan er liðin rúm hálf öld og nú er svo komið að hún rúmar varla lengur starfsemi lögreglunnar. „Það bara þrengir að öllu, það þrengir að fólkinu sem er að vinna. Okkur vantar líka bara rými, okkur vantar skjalageymslur, okkur vantar betri rannsóknarrými, okkur vantar betri móttöku og mötuneyti og kaffistofu þannig að í rauninni er allt komið til sinna ára,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.Plássleysið tekur á sig ýmsar myndir, sem dæmi um það má nefna skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið en þeir eru geymdir í fundarherbergi þangað til. Áhrifin á starfsmenn eru margvísleg.Ekki er til nein geymsla fyrir þessa skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið.Vísir/Tryggvi Páll„Þú finnur fyrir því strax og þú ferð í búningsklefann þinn. Hann er auðvitað allt of lítill og skápurinn sem þú setur þinn búnað í hann bara passar ekki lengur fyrir búnaðinn. Í rauninni strax og þú kemur í vinnuna um morguninn þá finnur þú fyrir því,“ segir Halla Bergþóra.Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir/Tryggvi PállÁrið 2016 hófust viðræður við yfirvöld um fjármuni til viðbyggingar en lítið hefur þokast í þeim málum og sem stendur hefur fjármagni ekki verið ráðstafað til stækkunar. Hagsmunaaðilar á svæðinu reyna nú að þrýsta á að fjármunir fáist til þess að byggja við stöðina en nóg er plássið. „Við erum svo lánsöm að hér er stór og góð lóð þannig að það þyrfti í raun bara að byggja við, sem er kannski ekkert svo rosalega dýrt miðað við að byggja heila nýja stöð.“ Akureyri Lögreglumál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Pláss- og aðstöðuleysi hrjáir lögregluna á Akureyri sem vill fá fjármagn til þess að byggja við lögreglustöðina. Lögreglustöðin við Þórunnarstræti á Akureyri var byggð árið 1967 og þótti bæði stór og rúmgóð þegar hún var tekin í notkun. Síðan er liðin rúm hálf öld og nú er svo komið að hún rúmar varla lengur starfsemi lögreglunnar. „Það bara þrengir að öllu, það þrengir að fólkinu sem er að vinna. Okkur vantar líka bara rými, okkur vantar skjalageymslur, okkur vantar betri rannsóknarrými, okkur vantar betri móttöku og mötuneyti og kaffistofu þannig að í rauninni er allt komið til sinna ára,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.Plássleysið tekur á sig ýmsar myndir, sem dæmi um það má nefna skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið en þeir eru geymdir í fundarherbergi þangað til. Áhrifin á starfsmenn eru margvísleg.Ekki er til nein geymsla fyrir þessa skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið.Vísir/Tryggvi Páll„Þú finnur fyrir því strax og þú ferð í búningsklefann þinn. Hann er auðvitað allt of lítill og skápurinn sem þú setur þinn búnað í hann bara passar ekki lengur fyrir búnaðinn. Í rauninni strax og þú kemur í vinnuna um morguninn þá finnur þú fyrir því,“ segir Halla Bergþóra.Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir/Tryggvi PállÁrið 2016 hófust viðræður við yfirvöld um fjármuni til viðbyggingar en lítið hefur þokast í þeim málum og sem stendur hefur fjármagni ekki verið ráðstafað til stækkunar. Hagsmunaaðilar á svæðinu reyna nú að þrýsta á að fjármunir fáist til þess að byggja við stöðina en nóg er plássið. „Við erum svo lánsöm að hér er stór og góð lóð þannig að það þyrfti í raun bara að byggja við, sem er kannski ekkert svo rosalega dýrt miðað við að byggja heila nýja stöð.“
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira