Segir það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. desember 2019 20:30 Sjór gekk yfir götuna við JL húsið úti á Granda. vísir/vilhelm „Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann sagði að útköll hafi tekið kipp í kring um sjö á höfuðborgarsvæðinu en um þrjátíu aðstoðarbeiðnir hafi borist á höfuðborgarsvæðinu. Stórar girðingaplötur fóru að fjúka við byggingasvæði á austurbakkanum við Hörpu fyrr í kvöld og vildi það svo vel til að iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu og náðu þeir að binda niður plöturnar ásamt björgunarsveitafólki sem var mætt á svæðið. vísir/vilhelm Þá hefur hópur björgunarsveitafólks nýlokið störfum á Boðagranda í Reykjavík en tilkynning barst um brotnar rúður, að þakplötur og húsaklæðningar hafi fokið og bílar skemmst. Davíð sagði að nokkrir björgunarsveitahópar hafi mætt á staðinn, þar hafi verið erfiðar aðstæður en sjórinn hafi gengið yfir götuna. „Það var einhver veggklæðning sem hafði farið að fjúka af einu húsi sem virðist hafa skemmt út frá sér. Það voru einhverjar tilkynningar um brotna glugga og skemmdir á handriðum,“ bætti Davíð við. Á Suðurnesjunum fór að bæta í veður á fimmta tímanum og þó nokkur verkefni hafa komið upp. „Það eru rúmlega fjörutíu aðstoðarbeiðnir sem hafa borist þar, það er aðallega fok á lausamunum, húsaklæðningu og grindverkum. Mér skilst að það hafi verið það mikill vindur á Suðurnesjunum að það hafi verið varhugavert að vera á svæðinu.“ Fólk hefur lítið verið á ferðinni.vísir/vilhelm Ekki hafa borist neinar tilkynningar enn sem komið er að björgunarsveitarfólk hafi slasast við störf sín og enn hafa ekki orðið nein slys á fólki. Þá sagði Davíð það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila og haldið sig inni. „Eins og maður sér á götum Reykjavíkurborgar núna þá eru mjög fáir á ferðinni og ég held að við verðum að taka það úr því að fólk er augljóslega að fara að þessum fyrirmælum, þau hafa náð til fólks og það eru miklu færri á ferðinni. Atvinnulífið og ríkið hefur örugglega lagt sitt lóð á vogarskálarnar í því með því að stytta vinnudaginn á einhverjum stofnunum og vinnustöðum,“ sagði Davíð. „Það er augljóst að áhrifin hefðu getað orðið meiri af þessu veðri ef fleira fólk hefði verið á ferðinni. Það er nokkuð kýrskýrt að það er hætta sem stafar af því að vera á ferðinni þegar hlutir, klæðningar og lausamunir, byrja að fjúka.“ Hann sagði ástandið hafa verið erfiðast á norðanverðu landinu um miðjan daginn og rafmagnsleysið hafi bætt gráu ofan á svart. „Að öðru leiti hefur þetta gengið nokkuð vel í dag enda var þetta mjög vel undirbúið. Því ber að fagna að allir hafi tekið mark á tilmælum sem hafa borist úr öllum áttum.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Sjá meira
„Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann sagði að útköll hafi tekið kipp í kring um sjö á höfuðborgarsvæðinu en um þrjátíu aðstoðarbeiðnir hafi borist á höfuðborgarsvæðinu. Stórar girðingaplötur fóru að fjúka við byggingasvæði á austurbakkanum við Hörpu fyrr í kvöld og vildi það svo vel til að iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu og náðu þeir að binda niður plöturnar ásamt björgunarsveitafólki sem var mætt á svæðið. vísir/vilhelm Þá hefur hópur björgunarsveitafólks nýlokið störfum á Boðagranda í Reykjavík en tilkynning barst um brotnar rúður, að þakplötur og húsaklæðningar hafi fokið og bílar skemmst. Davíð sagði að nokkrir björgunarsveitahópar hafi mætt á staðinn, þar hafi verið erfiðar aðstæður en sjórinn hafi gengið yfir götuna. „Það var einhver veggklæðning sem hafði farið að fjúka af einu húsi sem virðist hafa skemmt út frá sér. Það voru einhverjar tilkynningar um brotna glugga og skemmdir á handriðum,“ bætti Davíð við. Á Suðurnesjunum fór að bæta í veður á fimmta tímanum og þó nokkur verkefni hafa komið upp. „Það eru rúmlega fjörutíu aðstoðarbeiðnir sem hafa borist þar, það er aðallega fok á lausamunum, húsaklæðningu og grindverkum. Mér skilst að það hafi verið það mikill vindur á Suðurnesjunum að það hafi verið varhugavert að vera á svæðinu.“ Fólk hefur lítið verið á ferðinni.vísir/vilhelm Ekki hafa borist neinar tilkynningar enn sem komið er að björgunarsveitarfólk hafi slasast við störf sín og enn hafa ekki orðið nein slys á fólki. Þá sagði Davíð það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila og haldið sig inni. „Eins og maður sér á götum Reykjavíkurborgar núna þá eru mjög fáir á ferðinni og ég held að við verðum að taka það úr því að fólk er augljóslega að fara að þessum fyrirmælum, þau hafa náð til fólks og það eru miklu færri á ferðinni. Atvinnulífið og ríkið hefur örugglega lagt sitt lóð á vogarskálarnar í því með því að stytta vinnudaginn á einhverjum stofnunum og vinnustöðum,“ sagði Davíð. „Það er augljóst að áhrifin hefðu getað orðið meiri af þessu veðri ef fleira fólk hefði verið á ferðinni. Það er nokkuð kýrskýrt að það er hætta sem stafar af því að vera á ferðinni þegar hlutir, klæðningar og lausamunir, byrja að fjúka.“ Hann sagði ástandið hafa verið erfiðast á norðanverðu landinu um miðjan daginn og rafmagnsleysið hafi bætt gráu ofan á svart. „Að öðru leiti hefur þetta gengið nokkuð vel í dag enda var þetta mjög vel undirbúið. Því ber að fagna að allir hafi tekið mark á tilmælum sem hafa borist úr öllum áttum.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Sjá meira