Vilja reisa eins konar kastala í Mosfellsbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:15 Skjáskot úr kynningarmyndbandinu fyrir Varmártorg. Bílapartasalan ehf. sem á lóðina að Völuteig 8 í Mosfellsbæ vill hefja uppbyggingu á lóðinni og reisa þar eins konar kastala. Þetta kemur fram í erindi Zeppelin Arkitekta til skipulagsnefndar bæjarins en árið 2009 unnu arkitektarnir deiliskipulag á lóðinni. Þá var hugmyndin að byggja þar fjögurra hæða skrifstofu- og hótelbyggingu auk kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu en nú er markmiðið að skapa vistvæna byggð þar sem verða meðal annars íbúðir, vinnustofur, kaffi- og veitingahús. Fyrst var greint frá erindi Zeppelin Arkitekta á vef Fréttablaðsins. Bílapartasalan hefur gert samning við Byggingarfélagið Mannverk ehf. um að þróa og byggja upp lóðina. Í samkomulaginu felst einnig að Zeppelin Arkitektar mun vinna tilheyrandi skipulagsvinnu og hanna allar byggingarnar á lóðinni. „Á lóðina verði byggður eins konar kastali, safnmishárra turnbygginga, sem liggja munu umhverfis stórt torg. Tillögunni hefur verið gefið vinnuheitið „Varmártorg“,“ segir í erindi arkitektanna.Klippa: Nýtt Varmártorg - Hugmyndamyndband Útfærslan verður á þá leið að lágar múrsteinsklæddar byggingar stallist niður brekkuna í lóðinni. Þær mynda kastalaveginna og í þeim verða vinnustofur og/eða íbúðir og til dæmis veitingastaðir. „Upp úr múrsteinsklæddum byggingunum rísa fjórir turnar, misháir og einfaldir í formi. Tveir lægri turnanna snúa að Varmá en þeir hærri eru ofar í brekkunni. Mátulega rúmt er á milli þeirra og útsýni frá þeim því ágætt. Efstu hæðir verða inndregnar. Turnarnir standa umhverfis stórt og sólríkt torg, þar sem hægt verður að halda samkomur og útimarkaði. Niðurröðun turnanna gerir það að verkum að þeir hylja iðnaðarsvæðið, frá Helgafellslandinu séð. Með því að reisa byggingarnar vel upp yfir iðnaðarbyggingarnar vinnst tvennt; iðnaðarbyggingarnar verða skermaðar af og íbúar turnanna geta notið óhindraðs útsýnis, fjallasýnar og út á Faxaflóa. Byggingarnar eru nokkuð hærri en gengur og gerist í Mosfellsbæ, en aðstæður eru sérstakar og því teljum við leyfilegt að bregða út frá meginreglunni. Húsin eru í útjaðri byggðar og næsti nágranni er iðnaðarsvæðið í Völuteig,“ segir í erindinu þar sem lesa má nánar um málið. Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Bílapartasalan ehf. sem á lóðina að Völuteig 8 í Mosfellsbæ vill hefja uppbyggingu á lóðinni og reisa þar eins konar kastala. Þetta kemur fram í erindi Zeppelin Arkitekta til skipulagsnefndar bæjarins en árið 2009 unnu arkitektarnir deiliskipulag á lóðinni. Þá var hugmyndin að byggja þar fjögurra hæða skrifstofu- og hótelbyggingu auk kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu en nú er markmiðið að skapa vistvæna byggð þar sem verða meðal annars íbúðir, vinnustofur, kaffi- og veitingahús. Fyrst var greint frá erindi Zeppelin Arkitekta á vef Fréttablaðsins. Bílapartasalan hefur gert samning við Byggingarfélagið Mannverk ehf. um að þróa og byggja upp lóðina. Í samkomulaginu felst einnig að Zeppelin Arkitektar mun vinna tilheyrandi skipulagsvinnu og hanna allar byggingarnar á lóðinni. „Á lóðina verði byggður eins konar kastali, safnmishárra turnbygginga, sem liggja munu umhverfis stórt torg. Tillögunni hefur verið gefið vinnuheitið „Varmártorg“,“ segir í erindi arkitektanna.Klippa: Nýtt Varmártorg - Hugmyndamyndband Útfærslan verður á þá leið að lágar múrsteinsklæddar byggingar stallist niður brekkuna í lóðinni. Þær mynda kastalaveginna og í þeim verða vinnustofur og/eða íbúðir og til dæmis veitingastaðir. „Upp úr múrsteinsklæddum byggingunum rísa fjórir turnar, misháir og einfaldir í formi. Tveir lægri turnanna snúa að Varmá en þeir hærri eru ofar í brekkunni. Mátulega rúmt er á milli þeirra og útsýni frá þeim því ágætt. Efstu hæðir verða inndregnar. Turnarnir standa umhverfis stórt og sólríkt torg, þar sem hægt verður að halda samkomur og útimarkaði. Niðurröðun turnanna gerir það að verkum að þeir hylja iðnaðarsvæðið, frá Helgafellslandinu séð. Með því að reisa byggingarnar vel upp yfir iðnaðarbyggingarnar vinnst tvennt; iðnaðarbyggingarnar verða skermaðar af og íbúar turnanna geta notið óhindraðs útsýnis, fjallasýnar og út á Faxaflóa. Byggingarnar eru nokkuð hærri en gengur og gerist í Mosfellsbæ, en aðstæður eru sérstakar og því teljum við leyfilegt að bregða út frá meginreglunni. Húsin eru í útjaðri byggðar og næsti nágranni er iðnaðarsvæðið í Völuteig,“ segir í erindinu þar sem lesa má nánar um málið.
Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira