Andri Vilhelm fékk tvö og hálft ár fyrir tilefnislausa líkamsárás

Með árásinni rauf Andri Vilhelm skilorð og var því dæmdur upp sá hluti refsingar sem bundinn var skilorði í fyrri dómi. Var dómurinn yfir Andra fyrir árásina þyngdur um tvo mánuði frá því sem var í héraði. Var litið til þess að að Andri Vilhelm hefur í tvígang verið sakfelldur fyrir líkamsárás og hefur dómurinn því ítrekunaráhrif.
Þarf Andri Vilhelm að greiða tæpa milljón króna í skaðabætur og 600 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn var kveðinn upp í dag.
Tengdar fréttir

Nýdæmdur grunaður um lífshættulega árás
Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum.

Fær ekki bætur vegna stórfelldrar líkamsárásar því hann var þátttakandi í slagsmálunum
Maðurinn hlaut lífshættulegan höfuðáverka og er 15 prósent öryrki en árásin átti sér stað við Hótel 1919 að morgni nýársdags 2011.

Pyntuðu mann við innheimtu fíkniefnaskuldar
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Andra Vilhelm Guðmundsson í 2½ árs fangelsi og Gunnar Jóhann Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjölmörg brot. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás.

Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórhættulega líkamsárás
Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður, Andri Vilhelm Guðmundsson, var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir alvarlega líkamsárás í Hafnarstræti síðastliðinn nýársdag.