Fær ekki bætur vegna stórfelldrar líkamsárásar því hann var þátttakandi í slagsmálunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2015 11:17 Árásin átti sér stað við Hótel 1919 í Hafnarstræti á nýársdag 2011. vísir/gva Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær bótakröfu manns sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að morgni nýársdags 2011 en hann krafðist bóta úr heimilistryggingu Andra Vilhelms Guðmundssonar sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi vegna árásarinnar. Fram kemur í dómnum að málsaðilum beri að mestu leyti saman um málsatvik en umrædd líkamsárás lýsti sér í því að Andri Vilhelm veittist að manninum sem fór fram á bætur nálægt Hótel 1919 í Hafnarstræti. Sparkaði Andri í manninn þannig að hann féll í gangstéttina og sparkaði síðan ítrekað í höfuð hans og líkama þar sem hann lá í götunni. Afleiðingar árásarinnar urðu meðal annars þær að maðurinn hlaut lífshættulegan höfuðáverka og var han metinn 15 prósent öryrki í september 2012. Að mati dómsins á maðurinn þó ekki rétt á bótum úr heimilistryggingu Andra þar sem framburður vitna í sakamálinu sem höfðað var vegna árásarinnar þykir sanna að maðurinn hafi tekið þátt í slagsmálunum sem leiddu til áverkanna sem hann svo hlaut. Þar með hafi hann fyrirgert rétti sínum til bóta samkvæmt skilmálum heimilistryggingar Andra Vilhelms og er í dómnum vísað í lög um vátryggingarsamninga „sem setja því ekki skorður að samið sé um ábyrgðartakmarkanir af þessu tagi þar sem vátryggingartaki hefur stofnað til aukinnar áhættu á tjóni með tiltekinni hegðun.“ Þá er í dómnum vísað í framburð vitna fyrir héraðsdómi við aðalmeðferð sakamálsins þar sem þau lýstu því að hafa „gengið fram á átök,“ eða séð tvo menn í „slagsmálum.“ „Með vísan til merkingar orðanna „átök“ og „slagsmál“ samkvæmt almennri málvenju, verður að leggja þann skilning í framburð þessara vitna að stefnandi hafi umrædda nýársnótt sjálfur tekið ákvörðun um að fljúgast á við árásarmanninn með hætti sem einskorðaðist ekki við nauðsynlega vörn gagnvart árásinni og þannig tekið aukna áhættu á að verða fyrir líkamstjóni,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Var tryggingafélag Andra því sýknað af bótakröfu mannsins. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær bótakröfu manns sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að morgni nýársdags 2011 en hann krafðist bóta úr heimilistryggingu Andra Vilhelms Guðmundssonar sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi vegna árásarinnar. Fram kemur í dómnum að málsaðilum beri að mestu leyti saman um málsatvik en umrædd líkamsárás lýsti sér í því að Andri Vilhelm veittist að manninum sem fór fram á bætur nálægt Hótel 1919 í Hafnarstræti. Sparkaði Andri í manninn þannig að hann féll í gangstéttina og sparkaði síðan ítrekað í höfuð hans og líkama þar sem hann lá í götunni. Afleiðingar árásarinnar urðu meðal annars þær að maðurinn hlaut lífshættulegan höfuðáverka og var han metinn 15 prósent öryrki í september 2012. Að mati dómsins á maðurinn þó ekki rétt á bótum úr heimilistryggingu Andra þar sem framburður vitna í sakamálinu sem höfðað var vegna árásarinnar þykir sanna að maðurinn hafi tekið þátt í slagsmálunum sem leiddu til áverkanna sem hann svo hlaut. Þar með hafi hann fyrirgert rétti sínum til bóta samkvæmt skilmálum heimilistryggingar Andra Vilhelms og er í dómnum vísað í lög um vátryggingarsamninga „sem setja því ekki skorður að samið sé um ábyrgðartakmarkanir af þessu tagi þar sem vátryggingartaki hefur stofnað til aukinnar áhættu á tjóni með tiltekinni hegðun.“ Þá er í dómnum vísað í framburð vitna fyrir héraðsdómi við aðalmeðferð sakamálsins þar sem þau lýstu því að hafa „gengið fram á átök,“ eða séð tvo menn í „slagsmálum.“ „Með vísan til merkingar orðanna „átök“ og „slagsmál“ samkvæmt almennri málvenju, verður að leggja þann skilning í framburð þessara vitna að stefnandi hafi umrædda nýársnótt sjálfur tekið ákvörðun um að fljúgast á við árásarmanninn með hætti sem einskorðaðist ekki við nauðsynlega vörn gagnvart árásinni og þannig tekið aukna áhættu á að verða fyrir líkamstjóni,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Var tryggingafélag Andra því sýknað af bótakröfu mannsins.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira