Fær ekki bætur vegna stórfelldrar líkamsárásar því hann var þátttakandi í slagsmálunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2015 11:17 Árásin átti sér stað við Hótel 1919 í Hafnarstræti á nýársdag 2011. vísir/gva Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær bótakröfu manns sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að morgni nýársdags 2011 en hann krafðist bóta úr heimilistryggingu Andra Vilhelms Guðmundssonar sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi vegna árásarinnar. Fram kemur í dómnum að málsaðilum beri að mestu leyti saman um málsatvik en umrædd líkamsárás lýsti sér í því að Andri Vilhelm veittist að manninum sem fór fram á bætur nálægt Hótel 1919 í Hafnarstræti. Sparkaði Andri í manninn þannig að hann féll í gangstéttina og sparkaði síðan ítrekað í höfuð hans og líkama þar sem hann lá í götunni. Afleiðingar árásarinnar urðu meðal annars þær að maðurinn hlaut lífshættulegan höfuðáverka og var han metinn 15 prósent öryrki í september 2012. Að mati dómsins á maðurinn þó ekki rétt á bótum úr heimilistryggingu Andra þar sem framburður vitna í sakamálinu sem höfðað var vegna árásarinnar þykir sanna að maðurinn hafi tekið þátt í slagsmálunum sem leiddu til áverkanna sem hann svo hlaut. Þar með hafi hann fyrirgert rétti sínum til bóta samkvæmt skilmálum heimilistryggingar Andra Vilhelms og er í dómnum vísað í lög um vátryggingarsamninga „sem setja því ekki skorður að samið sé um ábyrgðartakmarkanir af þessu tagi þar sem vátryggingartaki hefur stofnað til aukinnar áhættu á tjóni með tiltekinni hegðun.“ Þá er í dómnum vísað í framburð vitna fyrir héraðsdómi við aðalmeðferð sakamálsins þar sem þau lýstu því að hafa „gengið fram á átök,“ eða séð tvo menn í „slagsmálum.“ „Með vísan til merkingar orðanna „átök“ og „slagsmál“ samkvæmt almennri málvenju, verður að leggja þann skilning í framburð þessara vitna að stefnandi hafi umrædda nýársnótt sjálfur tekið ákvörðun um að fljúgast á við árásarmanninn með hætti sem einskorðaðist ekki við nauðsynlega vörn gagnvart árásinni og þannig tekið aukna áhættu á að verða fyrir líkamstjóni,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Var tryggingafélag Andra því sýknað af bótakröfu mannsins. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær bótakröfu manns sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að morgni nýársdags 2011 en hann krafðist bóta úr heimilistryggingu Andra Vilhelms Guðmundssonar sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi vegna árásarinnar. Fram kemur í dómnum að málsaðilum beri að mestu leyti saman um málsatvik en umrædd líkamsárás lýsti sér í því að Andri Vilhelm veittist að manninum sem fór fram á bætur nálægt Hótel 1919 í Hafnarstræti. Sparkaði Andri í manninn þannig að hann féll í gangstéttina og sparkaði síðan ítrekað í höfuð hans og líkama þar sem hann lá í götunni. Afleiðingar árásarinnar urðu meðal annars þær að maðurinn hlaut lífshættulegan höfuðáverka og var han metinn 15 prósent öryrki í september 2012. Að mati dómsins á maðurinn þó ekki rétt á bótum úr heimilistryggingu Andra þar sem framburður vitna í sakamálinu sem höfðað var vegna árásarinnar þykir sanna að maðurinn hafi tekið þátt í slagsmálunum sem leiddu til áverkanna sem hann svo hlaut. Þar með hafi hann fyrirgert rétti sínum til bóta samkvæmt skilmálum heimilistryggingar Andra Vilhelms og er í dómnum vísað í lög um vátryggingarsamninga „sem setja því ekki skorður að samið sé um ábyrgðartakmarkanir af þessu tagi þar sem vátryggingartaki hefur stofnað til aukinnar áhættu á tjóni með tiltekinni hegðun.“ Þá er í dómnum vísað í framburð vitna fyrir héraðsdómi við aðalmeðferð sakamálsins þar sem þau lýstu því að hafa „gengið fram á átök,“ eða séð tvo menn í „slagsmálum.“ „Með vísan til merkingar orðanna „átök“ og „slagsmál“ samkvæmt almennri málvenju, verður að leggja þann skilning í framburð þessara vitna að stefnandi hafi umrædda nýársnótt sjálfur tekið ákvörðun um að fljúgast á við árásarmanninn með hætti sem einskorðaðist ekki við nauðsynlega vörn gagnvart árásinni og þannig tekið aukna áhættu á að verða fyrir líkamstjóni,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Var tryggingafélag Andra því sýknað af bótakröfu mannsins.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent