Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 16:27 Ástandið í Fossvogsskóla er ekki gott þessa dagana. Vísir/Vilhelm Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. Segja má að um enn eitt áfallið sé að ræða fyrir nemendur, foreldra og kennara í skólanum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur a.m.k. einn reynslumikill kennari ákveðið að færa sig um set og kveðja skólann eftir tæplega tveggja áratuga starf. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Hafa nemendur meðal annars fengið inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Aðalbjörg segir í tölvupósti til foreldra í dag að hún hafi verið ráðin skólastjóri í Norðlingaskóla frá áramótum. „Ákvörðun mín að sækja um skólastjórastöðu Norðlingaskóla var mér um margt erfið þar sem ég hef átt mjög gott og gefandi samstarf við ykkur, ekki síst í verkefnum síðustu mánuði. Hins vegar er það svo að ég vann við Norðlingaskóla í tíu ár lengst af sem aðstoðarskólastjóri auk þess að leysa skólastjóra af um nokkurt skeið í fjarveru hans.“ Nú bjóðist það tækifæri að taka við stjórn skólans þar sem hún hafi átt hvað lengstan starfsaldur auk þess sem hún hafi tekið ríkan þátt í að móta stefnu og starfhætti sem þar ríkja. „Þetta var því tækifæri sem ég gat ekki látið mér úr greipum ganga þó svo að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta í ljósi þeirra aðstæðna sem skólastarf Fossvogsskóla býr við um þessar mundir. Ég hef notið þess að vinna með ykkur síðustu tvö ár og vona að ýmislegt af því sem við höfum endurmetið og mótað í sameiningu efli starf skólans inn í framtíðina.“ Aðalbjörg segist hafa komið þeim tilmælum til yfirmanna skóla- og frístundasviðs að mikilvægt sé að hugað verði að því að auglýsa skólastjórastöðu Fossvogsskóla eins fljótt og kostur er svo eyða megi þeirri óvissu hver taki við af henni og hvenær. „Þetta er ekki hvað síst mikilvægt þar sem skólasamfélagið okkar hér í Fossvogskóla hefur þurft að búa við mikla óvissu í vetur eins og kunnugt er.“ Fram kom á fundi skólastjóra með foreldrum á dögunum að Fossvogsskóli væri enn verr farinn af myglu en áður hefði verið talið. Var Aðalbjörg spurð að því á fundinum hvernig gengi að halda í kennara við svona óvissuástand þar sem óvíst er hvenær hægt verði að framhalda skólahaldi í Fossvoginum. Samkvæmt heimildum Vísis sagði Aðalbjörg að vel gengi að halda í kennara og mikill einhugur væri í hópnum. Ekki náðist í Aðalbjörgu við vinnslu fréttarinnar. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira
Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. Segja má að um enn eitt áfallið sé að ræða fyrir nemendur, foreldra og kennara í skólanum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur a.m.k. einn reynslumikill kennari ákveðið að færa sig um set og kveðja skólann eftir tæplega tveggja áratuga starf. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Hafa nemendur meðal annars fengið inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Aðalbjörg segir í tölvupósti til foreldra í dag að hún hafi verið ráðin skólastjóri í Norðlingaskóla frá áramótum. „Ákvörðun mín að sækja um skólastjórastöðu Norðlingaskóla var mér um margt erfið þar sem ég hef átt mjög gott og gefandi samstarf við ykkur, ekki síst í verkefnum síðustu mánuði. Hins vegar er það svo að ég vann við Norðlingaskóla í tíu ár lengst af sem aðstoðarskólastjóri auk þess að leysa skólastjóra af um nokkurt skeið í fjarveru hans.“ Nú bjóðist það tækifæri að taka við stjórn skólans þar sem hún hafi átt hvað lengstan starfsaldur auk þess sem hún hafi tekið ríkan þátt í að móta stefnu og starfhætti sem þar ríkja. „Þetta var því tækifæri sem ég gat ekki látið mér úr greipum ganga þó svo að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta í ljósi þeirra aðstæðna sem skólastarf Fossvogsskóla býr við um þessar mundir. Ég hef notið þess að vinna með ykkur síðustu tvö ár og vona að ýmislegt af því sem við höfum endurmetið og mótað í sameiningu efli starf skólans inn í framtíðina.“ Aðalbjörg segist hafa komið þeim tilmælum til yfirmanna skóla- og frístundasviðs að mikilvægt sé að hugað verði að því að auglýsa skólastjórastöðu Fossvogsskóla eins fljótt og kostur er svo eyða megi þeirri óvissu hver taki við af henni og hvenær. „Þetta er ekki hvað síst mikilvægt þar sem skólasamfélagið okkar hér í Fossvogskóla hefur þurft að búa við mikla óvissu í vetur eins og kunnugt er.“ Fram kom á fundi skólastjóra með foreldrum á dögunum að Fossvogsskóli væri enn verr farinn af myglu en áður hefði verið talið. Var Aðalbjörg spurð að því á fundinum hvernig gengi að halda í kennara við svona óvissuástand þar sem óvíst er hvenær hægt verði að framhalda skólahaldi í Fossvoginum. Samkvæmt heimildum Vísis sagði Aðalbjörg að vel gengi að halda í kennara og mikill einhugur væri í hópnum. Ekki náðist í Aðalbjörgu við vinnslu fréttarinnar.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira