Sífellt fleiri með loftslagskvíða: „Maður verður alveg heltekinn“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 19:00 Sífellt fleiri þjást af loftslagskvíða sem getur jafnvel verið lamandi að sögn sálfræðings. Kona sem þjáist af kvíðanum segir hann hafa heltekið sig á tímabili. Hún hafi orðið reið og fyllst vonleysi yfir neysluvenjum fólks. „Það eru allavega svona sjötíu prósent fólks á Íslandi sem segjast hafa áhyggjur af loftslagsmálum. En þegar þetta er orðið svona virkilega hamlandi og farið að gera það að verkum að fólk getur ekki notið lífsins er það svona sjaldgæfara," segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar, og bætir við að það séu þó vissulega dæmi um það. „Já, þar sem fólk er alveg undirlagt." Að sögn Sóleyjar hefur loftslagsváin einnig sífellt meiri áhrif á aðra kvíðasjúklinga. Áhyggjur vegna umhverfismála bætist ofan á aðrar. Þá eru aðrir í kulnun eftir að hafa keyrt sig í þrot með vinnu að umhverfismálum. „Þetta lýsir sér í stöðugum áhyggjum af þessum málum. Jafnvel pirringi út í fólk fyrir að gera ekkert í málunum, eða ekki nægilega mikið. Þetta lýsir sér líka í vonleysi; hver sé tilgangurinn með því að gera eitthvað. Það getur síðan leitt til depurðar," segir Sóley. Ein margra sem þjáist af loftslagskvíða er Eydís Blöndal. Þegar kvíðinn gerði fyrst vart við sig lýsti hann sér í miklu vonleysi og reiði.Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar.„Ég varð reið þegar ég sá einhvern kaupa mikið af kjöti í plasti og keyra síðan í burtu á bílnum sem var kannski skilinn eftir í gangi fyrir utan," segir Eydís. „Maður verður alveg heltekinn af þessu og getur eiginlega ekki hugsað um neitt annað. En á sama tíma finnst mér þetta vera svo réttmætur kvíði. Þetta er ekki eitthvað sem maður er að búa til innra með sér," segir hún. Ungmenni eru í meirihluta þeirra sem þjást af loftslagskvíða og Eydís segist ekki hafa farið varhluta af því. „Ég hef alveg oft verið á djamminu með vinkonum mínum þar sem við höfum alveg þurft að vera: „Stelpur, hættum að tala um yfirvofandi dauða. Förum bara og dönsum." Í öllum partíum sem ég fór í í sumar þá var líklega einn góður hálftími þar sem við töluðum um þetta og þurftum svo að hrista þetta af okkur, bara til að geta verið glöð," segir Eydís. Hún segist hafa náð ágætum tökum á kvíðanum með því að huga að eigin neysluvenjum. „Ég hugsa að lausnin sé bara að taka nokkur þúsund skref aftur á bak, endurhugsa þessa heimsmynd okkar og minnka samfélögin. Gera þau nánari, minnka neysluna og gefa henni meiri merkingu," segir Eydís. Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Sífellt fleiri þjást af loftslagskvíða sem getur jafnvel verið lamandi að sögn sálfræðings. Kona sem þjáist af kvíðanum segir hann hafa heltekið sig á tímabili. Hún hafi orðið reið og fyllst vonleysi yfir neysluvenjum fólks. „Það eru allavega svona sjötíu prósent fólks á Íslandi sem segjast hafa áhyggjur af loftslagsmálum. En þegar þetta er orðið svona virkilega hamlandi og farið að gera það að verkum að fólk getur ekki notið lífsins er það svona sjaldgæfara," segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar, og bætir við að það séu þó vissulega dæmi um það. „Já, þar sem fólk er alveg undirlagt." Að sögn Sóleyjar hefur loftslagsváin einnig sífellt meiri áhrif á aðra kvíðasjúklinga. Áhyggjur vegna umhverfismála bætist ofan á aðrar. Þá eru aðrir í kulnun eftir að hafa keyrt sig í þrot með vinnu að umhverfismálum. „Þetta lýsir sér í stöðugum áhyggjum af þessum málum. Jafnvel pirringi út í fólk fyrir að gera ekkert í málunum, eða ekki nægilega mikið. Þetta lýsir sér líka í vonleysi; hver sé tilgangurinn með því að gera eitthvað. Það getur síðan leitt til depurðar," segir Sóley. Ein margra sem þjáist af loftslagskvíða er Eydís Blöndal. Þegar kvíðinn gerði fyrst vart við sig lýsti hann sér í miklu vonleysi og reiði.Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar.„Ég varð reið þegar ég sá einhvern kaupa mikið af kjöti í plasti og keyra síðan í burtu á bílnum sem var kannski skilinn eftir í gangi fyrir utan," segir Eydís. „Maður verður alveg heltekinn af þessu og getur eiginlega ekki hugsað um neitt annað. En á sama tíma finnst mér þetta vera svo réttmætur kvíði. Þetta er ekki eitthvað sem maður er að búa til innra með sér," segir hún. Ungmenni eru í meirihluta þeirra sem þjást af loftslagskvíða og Eydís segist ekki hafa farið varhluta af því. „Ég hef alveg oft verið á djamminu með vinkonum mínum þar sem við höfum alveg þurft að vera: „Stelpur, hættum að tala um yfirvofandi dauða. Förum bara og dönsum." Í öllum partíum sem ég fór í í sumar þá var líklega einn góður hálftími þar sem við töluðum um þetta og þurftum svo að hrista þetta af okkur, bara til að geta verið glöð," segir Eydís. Hún segist hafa náð ágætum tökum á kvíðanum með því að huga að eigin neysluvenjum. „Ég hugsa að lausnin sé bara að taka nokkur þúsund skref aftur á bak, endurhugsa þessa heimsmynd okkar og minnka samfélögin. Gera þau nánari, minnka neysluna og gefa henni meiri merkingu," segir Eydís.
Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira