Allir umsækjendur frá Venesúela hlotið alþjóðlega vernd á árinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 16:39 Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. Vísir/Getty Það sem af er ári hafa 84 einstaklingar frá Venesúela sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og allir hlotið hæli. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur beint þeim tilmælum til Útlendingastofnunar að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er í Venesúela. Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. „Það er reyndar tilviljun að þessar tölur lenda saman því það eru inn í þessu líka umsóknir sem komu inn í lok síðasta árs sem er þá verið að vinna að á þessu ári og einhver mál enn í vinnslu hjá okkur líka. Það sem stendur á bakvið þetta er fyrst og fremst það ástand sem er uppi í Venesúela. Og það er þannig, eins og við þekkjum, að ástandið þar hefur verið mjög ótryggt undanfarið,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar. Hann segir að margar umsóknir fólks frá Venesúela hafi verið teknar í forgangsmeðferð frá miðju sumri þegar ástandið í Venesúela fór skyndilega hríðversnandi. „En það sem einkennir þennan hóp svolítið er að það er ekki gerð krafa um áritun frá Venesúela til að ferðast til Evrópu. Við berum ábyrgð á því að afgreiða mál einstaklinganna sem koma til Evrópu ef þeir sækja ekki um alþjóðlega vernd í öðru aðildarríki. Afar fáir hjá okkur hafa verið í Dyflinnarmeðferð. Málin eru flest tekin til efnismeðferðar og í ljósi þeirra aðstæðna sem eru uppi í Venesúela tókum við, frá miðju sumri, sum mál í forgangsmeðferð. Við afgreiðum málin út frá þeirri forsendu að það sé líklegt að viðkomandi uppfylli skilyrði til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og erum að einbeita okkur að því að afgreiða þessi mál mjög hratt í gegnum kerfið svo fólk þurfi ekki að dvelja lengur en nauðsynlegt er í úrræðum Útlendingastofnunar,“ segir Þorsteinn.Hafa reynt að auka afköst Þorsteinn telur að Útlendingastofnun hafi aldrei veitt jafn mörgum hæli en á þessu ári. Frá janúar á þessu ári til septemberloka hefur stofnunin veitt alls 216 einstaklingum vernd. Stærstu hóparnir, sem bæði sóttu um vernd og hlutu hana, eru ríkisborgarar Íraks, Venesúela og Afganistan.Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar.Það skal þó athugað að lokatölur fyrir árið liggja ekki fyrir því við munu bætast tölur um kvótaflóttafólk og það fólk sem hefur fengið niðurstöðu Útlendingastofnunar snúið hjá kærunefnd útlendingamála. Þá vantar einnig inn í lokatölu yfir árið þeir einstaklingar sem koma til landsins vegna fjölskyldusameiningar. Þorsteinn segir að það séu nokkrir þættir sem skýri fjölgunina. „Við höfum verið að vinna að því að bæta okkar verkferla og afköst þannig að við erum að vinna hraðar. Á bakvið hópinn sem kemur frá Venesúela eru náttúrulega tilmæli Flóttamannastofnunar um það að þeir sem koma frá Venesúela séu í þörf fyrir vernd. […] Við leggjum áherslu á að fara eftir tilmælum Flóttamannastofnunar. Það hefur gert okkur kleipt að vinna þessi mál hratt og örugglega.“Samsetning hópanna tekið breytingum undanfarin ár Þorsteinn segir að undanfarin ár hafi samsetning hópanna sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd breyst. „Við höfum séð færri umsóknir hlutfallslega séð frá ríkjum í austurhluta Evrópu eins og Albaníu og Makedóníu, það sem við tölum um sem örugg upprunaríki. Raunverulega eru topp þrjú þjóðernin hjá okkur núna frá Írak, Venesúela og Afganistan,“ segir Þorsteinn. Hælisleitendur Stjórnsýsla Venesúela Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Það sem af er ári hafa 84 einstaklingar frá Venesúela sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og allir hlotið hæli. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur beint þeim tilmælum til Útlendingastofnunar að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er í Venesúela. Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. „Það er reyndar tilviljun að þessar tölur lenda saman því það eru inn í þessu líka umsóknir sem komu inn í lok síðasta árs sem er þá verið að vinna að á þessu ári og einhver mál enn í vinnslu hjá okkur líka. Það sem stendur á bakvið þetta er fyrst og fremst það ástand sem er uppi í Venesúela. Og það er þannig, eins og við þekkjum, að ástandið þar hefur verið mjög ótryggt undanfarið,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar. Hann segir að margar umsóknir fólks frá Venesúela hafi verið teknar í forgangsmeðferð frá miðju sumri þegar ástandið í Venesúela fór skyndilega hríðversnandi. „En það sem einkennir þennan hóp svolítið er að það er ekki gerð krafa um áritun frá Venesúela til að ferðast til Evrópu. Við berum ábyrgð á því að afgreiða mál einstaklinganna sem koma til Evrópu ef þeir sækja ekki um alþjóðlega vernd í öðru aðildarríki. Afar fáir hjá okkur hafa verið í Dyflinnarmeðferð. Málin eru flest tekin til efnismeðferðar og í ljósi þeirra aðstæðna sem eru uppi í Venesúela tókum við, frá miðju sumri, sum mál í forgangsmeðferð. Við afgreiðum málin út frá þeirri forsendu að það sé líklegt að viðkomandi uppfylli skilyrði til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og erum að einbeita okkur að því að afgreiða þessi mál mjög hratt í gegnum kerfið svo fólk þurfi ekki að dvelja lengur en nauðsynlegt er í úrræðum Útlendingastofnunar,“ segir Þorsteinn.Hafa reynt að auka afköst Þorsteinn telur að Útlendingastofnun hafi aldrei veitt jafn mörgum hæli en á þessu ári. Frá janúar á þessu ári til septemberloka hefur stofnunin veitt alls 216 einstaklingum vernd. Stærstu hóparnir, sem bæði sóttu um vernd og hlutu hana, eru ríkisborgarar Íraks, Venesúela og Afganistan.Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar.Það skal þó athugað að lokatölur fyrir árið liggja ekki fyrir því við munu bætast tölur um kvótaflóttafólk og það fólk sem hefur fengið niðurstöðu Útlendingastofnunar snúið hjá kærunefnd útlendingamála. Þá vantar einnig inn í lokatölu yfir árið þeir einstaklingar sem koma til landsins vegna fjölskyldusameiningar. Þorsteinn segir að það séu nokkrir þættir sem skýri fjölgunina. „Við höfum verið að vinna að því að bæta okkar verkferla og afköst þannig að við erum að vinna hraðar. Á bakvið hópinn sem kemur frá Venesúela eru náttúrulega tilmæli Flóttamannastofnunar um það að þeir sem koma frá Venesúela séu í þörf fyrir vernd. […] Við leggjum áherslu á að fara eftir tilmælum Flóttamannastofnunar. Það hefur gert okkur kleipt að vinna þessi mál hratt og örugglega.“Samsetning hópanna tekið breytingum undanfarin ár Þorsteinn segir að undanfarin ár hafi samsetning hópanna sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd breyst. „Við höfum séð færri umsóknir hlutfallslega séð frá ríkjum í austurhluta Evrópu eins og Albaníu og Makedóníu, það sem við tölum um sem örugg upprunaríki. Raunverulega eru topp þrjú þjóðernin hjá okkur núna frá Írak, Venesúela og Afganistan,“ segir Þorsteinn.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Venesúela Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent