Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 06:45 Katrín sést hér við hlið Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þar sem þær ræða ásamt fleiri kvenleiðtogum við Englandsdrottningu. vísir/getty Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. Fundurinn er í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins og hófst í gær. Dagskráin var þétt hjá Katrínu. Þannig fór hún síðdegis í móttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Englandsdrottningar. Á vef Ríkisútvarpsins er birt myndskeið af því þegar Katrín kemur til móttökunnar og sést hún þar ræða í dágóða stund bæði við Elísabetu og Karl Bretaprins, sem heyrist minnast á veiðiferð en hann hefur komið til Íslands til að renna fyrir laxi.Katrín sést hér fara inn í Downing-stræti 10 þar sem hún sat kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyKatrín var síðan í hópi annarra kvenleiðtoga, meðal annars þeirra Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem ræddu nánar við Englandsdrottningu í móttökunni. Katrín snæddi svo kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í Downing-stræti 10 ásamt öðrum þjóðarleiðtogum NATO. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherra haldið ræðu í Chatham House, einni virtustu hugveitu Breta á sviði alþjóðamála.Hópmynd sem tekin var af þjóðarleiðtogunum í Buckingham-höll. Katrín stendur á milli þeirra Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.vísir/gettyKatrín hóf ræðu sína á að ræða hvarf Ok-jökuls fyrr á árinu sem hún sagði til marks um loftslagsvána sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Hún hvatti leiðtoga heimsins til þess að setja umhverfis- og fjölskyldumál á oddinn í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt. Í því samhengi kallaði hún eftir því að litið væri til annarra mælikvarða en vergrar landsframleiðslu til að meta velmegun þjóða og tók hún sem dæmi mælikvarðana um hagsæld og lífsgæði, sem íslensk stjórnvöld kynntu í september síðastliðnum. Ræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Eins og áður segir heldur leiðtogafundur NATO áfram í dag og mun Katrín þá eiga tvíhliða fundi með Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og António Costa, forsætisráðherra Portúgals. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækir einnig fund NATO fyrir Íslands hönd. Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 „Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. Fundurinn er í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins og hófst í gær. Dagskráin var þétt hjá Katrínu. Þannig fór hún síðdegis í móttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Englandsdrottningar. Á vef Ríkisútvarpsins er birt myndskeið af því þegar Katrín kemur til móttökunnar og sést hún þar ræða í dágóða stund bæði við Elísabetu og Karl Bretaprins, sem heyrist minnast á veiðiferð en hann hefur komið til Íslands til að renna fyrir laxi.Katrín sést hér fara inn í Downing-stræti 10 þar sem hún sat kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyKatrín var síðan í hópi annarra kvenleiðtoga, meðal annars þeirra Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem ræddu nánar við Englandsdrottningu í móttökunni. Katrín snæddi svo kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í Downing-stræti 10 ásamt öðrum þjóðarleiðtogum NATO. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherra haldið ræðu í Chatham House, einni virtustu hugveitu Breta á sviði alþjóðamála.Hópmynd sem tekin var af þjóðarleiðtogunum í Buckingham-höll. Katrín stendur á milli þeirra Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.vísir/gettyKatrín hóf ræðu sína á að ræða hvarf Ok-jökuls fyrr á árinu sem hún sagði til marks um loftslagsvána sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Hún hvatti leiðtoga heimsins til þess að setja umhverfis- og fjölskyldumál á oddinn í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt. Í því samhengi kallaði hún eftir því að litið væri til annarra mælikvarða en vergrar landsframleiðslu til að meta velmegun þjóða og tók hún sem dæmi mælikvarðana um hagsæld og lífsgæði, sem íslensk stjórnvöld kynntu í september síðastliðnum. Ræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Eins og áður segir heldur leiðtogafundur NATO áfram í dag og mun Katrín þá eiga tvíhliða fundi með Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og António Costa, forsætisráðherra Portúgals. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækir einnig fund NATO fyrir Íslands hönd.
Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 „Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03
„Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00
Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00