Væringar hjá miðaldaskylmingafélagi vegna nýnasisma Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2019 09:00 Félagið kennir svokallaðar sögulegar evrópskar skylmingar, aðallega með langsverði. Vísir/getty Tveir þjálfarar skylmingafélagsins Væringja sem kennir svonefndar sögulegar evrópskar skylmingar hafa sagt skilið við félagið eftir að formaður þess afhjúpaði sig sem forsprakka hóps nýnasista. Í yfirlýsingu mótmæla þjálfararnir því að öfgahægriöfl slái eign sinni á íþróttina. Annar þeirra segir hugmyndafræði formannsins sverta starfið. Hópur íslenskra og norrænna nýnasista sem kenna sig við Norrænu mótspyrnuhreyfinguna hafa staðið fyrir aðgerðum á Íslandi í vikunni. Um skeið hafa íslenskir nýnasistar haldið úti vefsíðunni Norðurvígi í skjóli nafnleyndar og hafa þeir meðal annars keypt auglýsingar á Facebook.Stundin greindi frá því í gær að Ríkharður Leó Magnússon, formaður og einn stofnenda Væringja, hefði upplýst í hlaðvarpi með norrænum skoðanabræðrum sínum að hann væri leiðtogi íslenska hópsins. Það mæltist illa fyrir hjá Væringjum. Í færslu á Facebook-síðu félagsins, sem nú virðist hafa verið lokað eða eytt, er deginum lýst sem dökkum í sögu félagsins, félagsmanna og evrópskra miðaldabardagaíþrótta (HEMA) almennt. Þar er vísað til þess að Ríkharður Leó hafi sérstaklega talað um miðaldabardagaíþróttir sem góða íþrótt fyrir fólk sem deilir hugmyndafræði hans. „Vegna þessara nýlegu atburða ætla þjálfararnir Atli Freyr og Rúnar Páll að yfirgefa hópinn (ásamt öðrum félögum) til að stofna nýjan hóp sem verður á engan hátt tengdur Væringjum og/eða þessum stjórnmálaflokki – Reykjavík HEMA Club,“ segir í færslunni á ensku.Ekki tilbúin að starfa undir formerkjum nýnasisma Í samtali við Vísi segir Atli Freyr Guðmundsson, annar þjálfaranna sem sagði skilið við Væringja í gærkvöldi, að uppljóstrun Ríkharðs Leós hafi komið flatt upp á hann og fleiri. Engin tengsl hafi verið á milli Væringja og þeirrar hugmyndafræði sem formaðurinn aðhyllist og aldrei hafi verið rætt um stjórnmál á æfingum. „Við vorum nokkrir meðlimir sem fannst þetta sverta það starf sem við teljum okkur vera að vinna. Við vorum ekki tilbúin að starfa undir einhverjum formerkjum þar sem formaðurinn væri talsmaður fyrir nýnasista,“ segir Atli Freyr.Rúnar Páll Benediktsson, annar þjálfaranna, sem hefur sagt skilið við Væringja vegna öfgahyggju formannsins.AðsendHann og fleiri vilji ekki láta bendla sig við nýnasisma og því hafi þau ákveðið að stofna nýjan hóp. Fimm félagar hafi sagt skilið við Væringja nú þegar en Atli Freyr býst við því að flestir fylgi í fótspor þeirra. Enginn þeirra sem nú hafa yfirgefið félagið hafi setið í stjórn þess. Ekki náðist í Ríkharð Leó við vinnslu fréttarinnar en símanúmer sem skráð eru á hann virðast ótengd. Á vefsíðu Væringja kemur fram að félagið sé fyrsti og eini HEMA-skólinn á landinu, formlega stofnaður árið 2016. Þar séu æfðar miðaldaskylmingar, aðallega með langsverði. Væringjar voru norrænir víkingar sem gerðust málaliðar Miklagarðskeisara. Skylmingar Tengdar fréttir Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Tveir þjálfarar skylmingafélagsins Væringja sem kennir svonefndar sögulegar evrópskar skylmingar hafa sagt skilið við félagið eftir að formaður þess afhjúpaði sig sem forsprakka hóps nýnasista. Í yfirlýsingu mótmæla þjálfararnir því að öfgahægriöfl slái eign sinni á íþróttina. Annar þeirra segir hugmyndafræði formannsins sverta starfið. Hópur íslenskra og norrænna nýnasista sem kenna sig við Norrænu mótspyrnuhreyfinguna hafa staðið fyrir aðgerðum á Íslandi í vikunni. Um skeið hafa íslenskir nýnasistar haldið úti vefsíðunni Norðurvígi í skjóli nafnleyndar og hafa þeir meðal annars keypt auglýsingar á Facebook.Stundin greindi frá því í gær að Ríkharður Leó Magnússon, formaður og einn stofnenda Væringja, hefði upplýst í hlaðvarpi með norrænum skoðanabræðrum sínum að hann væri leiðtogi íslenska hópsins. Það mæltist illa fyrir hjá Væringjum. Í færslu á Facebook-síðu félagsins, sem nú virðist hafa verið lokað eða eytt, er deginum lýst sem dökkum í sögu félagsins, félagsmanna og evrópskra miðaldabardagaíþrótta (HEMA) almennt. Þar er vísað til þess að Ríkharður Leó hafi sérstaklega talað um miðaldabardagaíþróttir sem góða íþrótt fyrir fólk sem deilir hugmyndafræði hans. „Vegna þessara nýlegu atburða ætla þjálfararnir Atli Freyr og Rúnar Páll að yfirgefa hópinn (ásamt öðrum félögum) til að stofna nýjan hóp sem verður á engan hátt tengdur Væringjum og/eða þessum stjórnmálaflokki – Reykjavík HEMA Club,“ segir í færslunni á ensku.Ekki tilbúin að starfa undir formerkjum nýnasisma Í samtali við Vísi segir Atli Freyr Guðmundsson, annar þjálfaranna sem sagði skilið við Væringja í gærkvöldi, að uppljóstrun Ríkharðs Leós hafi komið flatt upp á hann og fleiri. Engin tengsl hafi verið á milli Væringja og þeirrar hugmyndafræði sem formaðurinn aðhyllist og aldrei hafi verið rætt um stjórnmál á æfingum. „Við vorum nokkrir meðlimir sem fannst þetta sverta það starf sem við teljum okkur vera að vinna. Við vorum ekki tilbúin að starfa undir einhverjum formerkjum þar sem formaðurinn væri talsmaður fyrir nýnasista,“ segir Atli Freyr.Rúnar Páll Benediktsson, annar þjálfaranna, sem hefur sagt skilið við Væringja vegna öfgahyggju formannsins.AðsendHann og fleiri vilji ekki láta bendla sig við nýnasisma og því hafi þau ákveðið að stofna nýjan hóp. Fimm félagar hafi sagt skilið við Væringja nú þegar en Atli Freyr býst við því að flestir fylgi í fótspor þeirra. Enginn þeirra sem nú hafa yfirgefið félagið hafi setið í stjórn þess. Ekki náðist í Ríkharð Leó við vinnslu fréttarinnar en símanúmer sem skráð eru á hann virðast ótengd. Á vefsíðu Væringja kemur fram að félagið sé fyrsti og eini HEMA-skólinn á landinu, formlega stofnaður árið 2016. Þar séu æfðar miðaldaskylmingar, aðallega með langsverði. Væringjar voru norrænir víkingar sem gerðust málaliðar Miklagarðskeisara.
Skylmingar Tengdar fréttir Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“