Mick Jagger á batavegi eftir hjartaaðgerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 23:03 Mick Jagger á tónleikum með Rolling Stones í Portúgal fyrir nokkrum árum. vísir/getty Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. Vegna aðgerðar söngvarans, sem er orðinn 75 ára gamall, hefur bandið þurft að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð sinni. Hafa erlendir miðlar greint frá því að túrinn byrji í júlí en enn á eftir að tilkynna um nýjar dagsetningar. Jagger fór í aðgerðina í New York nú í vikunni. Í dag þakkaði hann aðdáendum fyrir stuðninginn í færslu á Twitter og sagði að sér liði miklu betur. Þá þakkaði hann heilbrigðisstarfsfólki fyrir frábært starf.Thank you everyone for all your messages of support, I’m feeling much better now and on the mend - and also a huge thank you to all the hospital staff for doing a superb job. — Mick Jagger (@MickJagger) April 5, 2019Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, fjallar um aðgerð söngvarans í færslu á Facebook-síðu sinni og útskýrir hvað í henni felst: „Ein helsta fréttin í bæði popp- og hjartaskurðpressunni í dag er að rokkstjarnan fékk nýja hjartaloku í NY. Aðgerðin var svokölluð TAVI aðgerð - en þá er lífrænni loku komið fyrir í hjartanu í gegnum slagæð í náranum. Slíkar aðgerðir eru gerðar á LSH og hefði rokkgoðið því getað látið gera þetta á Klakanum.“ Þegar tilkynnt var um það fyrir tæpri viku að tónleikaferðalagi Rolling Stones hefði verið frestað var ástæðan sögð heilsa Jagger. Læknir hefði ráðlagt honum að hann gæti ekki farið á túr þar sem hann þyrfti að komast undir læknishendur. Í yfirlýsingu sem Jagger sendi þá frá sér kvaðst hann vera miður sín yfir því að bregðast aðdáendum sveitarinnar. „Ég er eyðilagður yfir því að þurfa að fresta túrnum en ég mun leggja mjög hart að mér að komast á aftur á svið eins fljótt og hægt er,“ sagði Jagger. Tónlist Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. Vegna aðgerðar söngvarans, sem er orðinn 75 ára gamall, hefur bandið þurft að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð sinni. Hafa erlendir miðlar greint frá því að túrinn byrji í júlí en enn á eftir að tilkynna um nýjar dagsetningar. Jagger fór í aðgerðina í New York nú í vikunni. Í dag þakkaði hann aðdáendum fyrir stuðninginn í færslu á Twitter og sagði að sér liði miklu betur. Þá þakkaði hann heilbrigðisstarfsfólki fyrir frábært starf.Thank you everyone for all your messages of support, I’m feeling much better now and on the mend - and also a huge thank you to all the hospital staff for doing a superb job. — Mick Jagger (@MickJagger) April 5, 2019Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, fjallar um aðgerð söngvarans í færslu á Facebook-síðu sinni og útskýrir hvað í henni felst: „Ein helsta fréttin í bæði popp- og hjartaskurðpressunni í dag er að rokkstjarnan fékk nýja hjartaloku í NY. Aðgerðin var svokölluð TAVI aðgerð - en þá er lífrænni loku komið fyrir í hjartanu í gegnum slagæð í náranum. Slíkar aðgerðir eru gerðar á LSH og hefði rokkgoðið því getað látið gera þetta á Klakanum.“ Þegar tilkynnt var um það fyrir tæpri viku að tónleikaferðalagi Rolling Stones hefði verið frestað var ástæðan sögð heilsa Jagger. Læknir hefði ráðlagt honum að hann gæti ekki farið á túr þar sem hann þyrfti að komast undir læknishendur. Í yfirlýsingu sem Jagger sendi þá frá sér kvaðst hann vera miður sín yfir því að bregðast aðdáendum sveitarinnar. „Ég er eyðilagður yfir því að þurfa að fresta túrnum en ég mun leggja mjög hart að mér að komast á aftur á svið eins fljótt og hægt er,“ sagði Jagger.
Tónlist Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira