Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2019 06:00 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir stefna í skæruverkföll strax í næsta mánuði. visir/vilhelm Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins (BÍ) er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Byrjað verður á fjögurra tíma vinnustöðvun á vefmiðlum, sem næði einnig til ljósmyndara og tökumanna, föstudaginn 8. nóvember. Það tímabil mun lengjast í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. „Ef það dugar ekki til að semja við okkur um það sama og aðrir hafa fengið erum við með hugmyndir um verkfall á prentmiðlunum fimmtudaginn 28. nóvember í aðdraganda svarts föstudags,“ segir Hjálmar. Svartur föstudagur er útsöludagur að bandarískri fyrirmynd sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Vegna fjölda útsöluauglýsinga eru dagblöðin umræddan dag með stærstu blöðum ársins. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum en Hjálmar telur að næsti fundur sem verður á þriðjudaginn geti ráðið úrslitum. „Ef sá fundur skilar ekki árangri veður væntanlega kosið um verkfallsaðgerðir á miðvikudaginn. Það er verið að bjóða okkur minna heldur en öllum öðrum stéttum í þessu landi. Ég er mjög ósáttur út í sjálfan mig fyrir að láta draga mig á asnaeyrunum og vera ekki kominn með samning eftir rúma tíu mánuði.“ Hjálmar segir að ágætlega gangi að semja við minni aðila. „Verkfallið tekur bara til þeirra aðila sem vilja ekki semja við okkur. Fjögur fyrirtæki hafa illu heilli kosið að fela SA samningsumboð sitt.“ Umræddir miðlar eru Fréttablaðið, Morgunblaðið, Sýn og RÚV en Hjálmar telur að um þriðjungur fréttamanna RÚV sé í Blaðamannafélagi Íslands. Hjálmar segir að frá fyrri tíð liggi fyrir að eigendur og framkvæmdastjórar megi vinna komi til verkfalla. „Fréttastjórar og ritstjórar eru í Blaðamannafélaginu og áhöld um það hvort þeir megi vinna. En það hvarflar ekki að mér að þeir fari að ganga í störf sinna undirmanna.“Blaðamenn og ljósmyndarar á ritstjórnum Fréttablaðsins og Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins (BÍ) er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Byrjað verður á fjögurra tíma vinnustöðvun á vefmiðlum, sem næði einnig til ljósmyndara og tökumanna, föstudaginn 8. nóvember. Það tímabil mun lengjast í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. „Ef það dugar ekki til að semja við okkur um það sama og aðrir hafa fengið erum við með hugmyndir um verkfall á prentmiðlunum fimmtudaginn 28. nóvember í aðdraganda svarts föstudags,“ segir Hjálmar. Svartur föstudagur er útsöludagur að bandarískri fyrirmynd sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Vegna fjölda útsöluauglýsinga eru dagblöðin umræddan dag með stærstu blöðum ársins. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum en Hjálmar telur að næsti fundur sem verður á þriðjudaginn geti ráðið úrslitum. „Ef sá fundur skilar ekki árangri veður væntanlega kosið um verkfallsaðgerðir á miðvikudaginn. Það er verið að bjóða okkur minna heldur en öllum öðrum stéttum í þessu landi. Ég er mjög ósáttur út í sjálfan mig fyrir að láta draga mig á asnaeyrunum og vera ekki kominn með samning eftir rúma tíu mánuði.“ Hjálmar segir að ágætlega gangi að semja við minni aðila. „Verkfallið tekur bara til þeirra aðila sem vilja ekki semja við okkur. Fjögur fyrirtæki hafa illu heilli kosið að fela SA samningsumboð sitt.“ Umræddir miðlar eru Fréttablaðið, Morgunblaðið, Sýn og RÚV en Hjálmar telur að um þriðjungur fréttamanna RÚV sé í Blaðamannafélagi Íslands. Hjálmar segir að frá fyrri tíð liggi fyrir að eigendur og framkvæmdastjórar megi vinna komi til verkfalla. „Fréttastjórar og ritstjórar eru í Blaðamannafélaginu og áhöld um það hvort þeir megi vinna. En það hvarflar ekki að mér að þeir fari að ganga í störf sinna undirmanna.“Blaðamenn og ljósmyndarar á ritstjórnum Fréttablaðsins og Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira