Sakfelld fyrir að kýla lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2019 13:24 Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur. FBL/Þórsteinn Kona var í Héraðsdómi Reykjaness þann 18. september sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hún kýldi óeinkennisklæddan lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumarið 2018. Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur.Tróð sér á milli lögreglumanna í miðri skýrslutöku Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit á tónlistarhátíðinni Secret Solstice aðfaranótt 24. júní 2018. Með þeim voru tveir sérþjálfaðir lögregluhundar. Fyrir utan aðalinngang að Laugardalshöllinni merkir annar lögregluhundurinn meint fíkniefni á kærasta ákærðu. Óskuðu lögreglumenn því eftir að fá að ræða við hann. Kærasti konunnar heimilaði leit á sér en ákærða fylgdist grannt með samskiptum lögreglumanna og kærasta síns. Fíkniefni fundust í brjóstvasa hans og var hann því leiddur afsíðis í því skyni að ljúka málinu með vettvangsskýrslu. Þegar lögregla var í óða önn að taka af honum skýrslu tróð ákærða sér á milli lögreglumannanna. Lögreglumaðurinn ýtti þá í öxl hennar í því skyni að fá hana í burtu. Við það féll ákærða aftur fyrir sig en annar lögreglumaður greip hana. Stuttu síðar hljóp ákærða að lögreglumönnunum og kýldi lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað. Var ákærða handtekin og færð í fangageymslu. Sagði að henni hefði ekki mátt vera ljóst að mennirnir væru lögreglumenn Í skýrslu sem tekin var af ákærðu kvaðst hún kannast við atvikið og tók fram að hún hafi verið búin að drekka aðeins of mikið áfengi. Fyrir dómi sagðist hún aftur á móti ekki hafa vitað að mennirnir væru lögreglumenn, þeir hafi verið óeinkennisglæddir. Hún minntist þess hvorki að þeir hafi sýnt henni lögregluskilríki né sagt henni að að þeir væru í raun lögreglumenn. Ákærða neitaði sök fyrir dómi og krafðist sýknu. Krafan byggðist á því að henni hafi ekki mátt vera ljóst að þeir menn sem höfðu afskipti af kærasta hennar í umrætt sinn hafi verið lögreglumenn. Þá taldi hún ósannað að hún hafi veitt lögreglumanninum hnefahögg. Dómari í málinu sagði að framburður ákærðu og kærasta hennar um það sem gerðist hefði ekki verið fyllilega samhljóða. Hann hafi verið ótrúverðugur og í „hrópandi ósamræmi“ við framburð allra þeirra lögreglumanna sem gáfu skýrslu fyrir dómi. Trúverðugur framburður þeirra var lagður til grundvallar sem sönnun þess að ákærða hafi í slegið lögreglumanninn með hnefahöggi í andlitið. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kona var í Héraðsdómi Reykjaness þann 18. september sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hún kýldi óeinkennisklæddan lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumarið 2018. Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur.Tróð sér á milli lögreglumanna í miðri skýrslutöku Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit á tónlistarhátíðinni Secret Solstice aðfaranótt 24. júní 2018. Með þeim voru tveir sérþjálfaðir lögregluhundar. Fyrir utan aðalinngang að Laugardalshöllinni merkir annar lögregluhundurinn meint fíkniefni á kærasta ákærðu. Óskuðu lögreglumenn því eftir að fá að ræða við hann. Kærasti konunnar heimilaði leit á sér en ákærða fylgdist grannt með samskiptum lögreglumanna og kærasta síns. Fíkniefni fundust í brjóstvasa hans og var hann því leiddur afsíðis í því skyni að ljúka málinu með vettvangsskýrslu. Þegar lögregla var í óða önn að taka af honum skýrslu tróð ákærða sér á milli lögreglumannanna. Lögreglumaðurinn ýtti þá í öxl hennar í því skyni að fá hana í burtu. Við það féll ákærða aftur fyrir sig en annar lögreglumaður greip hana. Stuttu síðar hljóp ákærða að lögreglumönnunum og kýldi lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað. Var ákærða handtekin og færð í fangageymslu. Sagði að henni hefði ekki mátt vera ljóst að mennirnir væru lögreglumenn Í skýrslu sem tekin var af ákærðu kvaðst hún kannast við atvikið og tók fram að hún hafi verið búin að drekka aðeins of mikið áfengi. Fyrir dómi sagðist hún aftur á móti ekki hafa vitað að mennirnir væru lögreglumenn, þeir hafi verið óeinkennisglæddir. Hún minntist þess hvorki að þeir hafi sýnt henni lögregluskilríki né sagt henni að að þeir væru í raun lögreglumenn. Ákærða neitaði sök fyrir dómi og krafðist sýknu. Krafan byggðist á því að henni hafi ekki mátt vera ljóst að þeir menn sem höfðu afskipti af kærasta hennar í umrætt sinn hafi verið lögreglumenn. Þá taldi hún ósannað að hún hafi veitt lögreglumanninum hnefahögg. Dómari í málinu sagði að framburður ákærðu og kærasta hennar um það sem gerðist hefði ekki verið fyllilega samhljóða. Hann hafi verið ótrúverðugur og í „hrópandi ósamræmi“ við framburð allra þeirra lögreglumanna sem gáfu skýrslu fyrir dómi. Trúverðugur framburður þeirra var lagður til grundvallar sem sönnun þess að ákærða hafi í slegið lögreglumanninn með hnefahöggi í andlitið.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda