Dæmdir menn óska eftir frestun á afplánun í ljósi dómsins í Strassborg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2019 12:36 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að nokkrar beiðnir hafi borist Fangelsismálastofnun um frestun á afplánun í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara í Landsrétt hefði verið ólögmæt. Dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á vali hæfisnefndar við skipan dómsins sem Alþingi samþykkti. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins hefur þegar haft áhrif á meðferð dómsmála hér á landi. Engir dómar verða kveðnir upp í vikunni og þá hefur þeim málum verið frestað sem eru til meðferðar hjá Landsrétti þar sem einn hinna fjögurra dómara situr í dómarasæti. Í ljósi dómsins í gær hafa nokkrir einstaklingar sem hlutu dóm í Landsrétti haft samband við Fangelsismálastofnun og óskað eftir frestun á afplánun. Þetta segir Páll í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis fyrir hádegi. „Við veitum fresti á afplánun við tilteknar aðstæður og það munum við skoða í þeim tilvikum ef beiðnir um slíkt koma fram sem tengjast þessum málum,“ segir Páll. „Einhverjir eru í afplánun nú þegar og verður að skoða hvert mál fyrir sig en mikilvægt er að benda á að dómarnir eru ekki sjálfkrafa ógildir og við erum einfaldlega að fullnusta tildæmdar fangelsisrefsingar.“ Engar beiðnir hafa borist enn sem komið er um að gert verði hlé á afplánun. „Komi fram beiðni um hlé á afplánun verður það skoðað og verði farið fram á endurupptöku munum við einnig þurfa að fara yfir hvert mál fyrir sig. Við svona aðstæður er mikilvægt að vanda alla vinnu, að allir haldi ró sinni og að við vinnum í samræmi við íslensk lög. Það ætlum við okkur að gera.“Ellefu samskonar mál og dæmt var í í Strassborg í gær eru á borði Mannréttindadómstólsins að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns. Um er að ræða mál þar sem einn dómaranna fjögurra hefur verið í dómarasætinu í Landsrétti. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að nokkrar beiðnir hafi borist Fangelsismálastofnun um frestun á afplánun í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara í Landsrétt hefði verið ólögmæt. Dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á vali hæfisnefndar við skipan dómsins sem Alþingi samþykkti. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins hefur þegar haft áhrif á meðferð dómsmála hér á landi. Engir dómar verða kveðnir upp í vikunni og þá hefur þeim málum verið frestað sem eru til meðferðar hjá Landsrétti þar sem einn hinna fjögurra dómara situr í dómarasæti. Í ljósi dómsins í gær hafa nokkrir einstaklingar sem hlutu dóm í Landsrétti haft samband við Fangelsismálastofnun og óskað eftir frestun á afplánun. Þetta segir Páll í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis fyrir hádegi. „Við veitum fresti á afplánun við tilteknar aðstæður og það munum við skoða í þeim tilvikum ef beiðnir um slíkt koma fram sem tengjast þessum málum,“ segir Páll. „Einhverjir eru í afplánun nú þegar og verður að skoða hvert mál fyrir sig en mikilvægt er að benda á að dómarnir eru ekki sjálfkrafa ógildir og við erum einfaldlega að fullnusta tildæmdar fangelsisrefsingar.“ Engar beiðnir hafa borist enn sem komið er um að gert verði hlé á afplánun. „Komi fram beiðni um hlé á afplánun verður það skoðað og verði farið fram á endurupptöku munum við einnig þurfa að fara yfir hvert mál fyrir sig. Við svona aðstæður er mikilvægt að vanda alla vinnu, að allir haldi ró sinni og að við vinnum í samræmi við íslensk lög. Það ætlum við okkur að gera.“Ellefu samskonar mál og dæmt var í í Strassborg í gær eru á borði Mannréttindadómstólsins að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns. Um er að ræða mál þar sem einn dómaranna fjögurra hefur verið í dómarasætinu í Landsrétti.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira