Dæmdir menn óska eftir frestun á afplánun í ljósi dómsins í Strassborg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2019 12:36 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að nokkrar beiðnir hafi borist Fangelsismálastofnun um frestun á afplánun í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara í Landsrétt hefði verið ólögmæt. Dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á vali hæfisnefndar við skipan dómsins sem Alþingi samþykkti. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins hefur þegar haft áhrif á meðferð dómsmála hér á landi. Engir dómar verða kveðnir upp í vikunni og þá hefur þeim málum verið frestað sem eru til meðferðar hjá Landsrétti þar sem einn hinna fjögurra dómara situr í dómarasæti. Í ljósi dómsins í gær hafa nokkrir einstaklingar sem hlutu dóm í Landsrétti haft samband við Fangelsismálastofnun og óskað eftir frestun á afplánun. Þetta segir Páll í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis fyrir hádegi. „Við veitum fresti á afplánun við tilteknar aðstæður og það munum við skoða í þeim tilvikum ef beiðnir um slíkt koma fram sem tengjast þessum málum,“ segir Páll. „Einhverjir eru í afplánun nú þegar og verður að skoða hvert mál fyrir sig en mikilvægt er að benda á að dómarnir eru ekki sjálfkrafa ógildir og við erum einfaldlega að fullnusta tildæmdar fangelsisrefsingar.“ Engar beiðnir hafa borist enn sem komið er um að gert verði hlé á afplánun. „Komi fram beiðni um hlé á afplánun verður það skoðað og verði farið fram á endurupptöku munum við einnig þurfa að fara yfir hvert mál fyrir sig. Við svona aðstæður er mikilvægt að vanda alla vinnu, að allir haldi ró sinni og að við vinnum í samræmi við íslensk lög. Það ætlum við okkur að gera.“Ellefu samskonar mál og dæmt var í í Strassborg í gær eru á borði Mannréttindadómstólsins að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns. Um er að ræða mál þar sem einn dómaranna fjögurra hefur verið í dómarasætinu í Landsrétti. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að nokkrar beiðnir hafi borist Fangelsismálastofnun um frestun á afplánun í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara í Landsrétt hefði verið ólögmæt. Dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á vali hæfisnefndar við skipan dómsins sem Alþingi samþykkti. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins hefur þegar haft áhrif á meðferð dómsmála hér á landi. Engir dómar verða kveðnir upp í vikunni og þá hefur þeim málum verið frestað sem eru til meðferðar hjá Landsrétti þar sem einn hinna fjögurra dómara situr í dómarasæti. Í ljósi dómsins í gær hafa nokkrir einstaklingar sem hlutu dóm í Landsrétti haft samband við Fangelsismálastofnun og óskað eftir frestun á afplánun. Þetta segir Páll í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis fyrir hádegi. „Við veitum fresti á afplánun við tilteknar aðstæður og það munum við skoða í þeim tilvikum ef beiðnir um slíkt koma fram sem tengjast þessum málum,“ segir Páll. „Einhverjir eru í afplánun nú þegar og verður að skoða hvert mál fyrir sig en mikilvægt er að benda á að dómarnir eru ekki sjálfkrafa ógildir og við erum einfaldlega að fullnusta tildæmdar fangelsisrefsingar.“ Engar beiðnir hafa borist enn sem komið er um að gert verði hlé á afplánun. „Komi fram beiðni um hlé á afplánun verður það skoðað og verði farið fram á endurupptöku munum við einnig þurfa að fara yfir hvert mál fyrir sig. Við svona aðstæður er mikilvægt að vanda alla vinnu, að allir haldi ró sinni og að við vinnum í samræmi við íslensk lög. Það ætlum við okkur að gera.“Ellefu samskonar mál og dæmt var í í Strassborg í gær eru á borði Mannréttindadómstólsins að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns. Um er að ræða mál þar sem einn dómaranna fjögurra hefur verið í dómarasætinu í Landsrétti.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira