Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2019 12:10 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli flugvélaleigunnar ALC gegn Isavia. Málinu er vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar, ekki síst í ljósi þess að „að með hinum kærða úrskurði var í verulegum atriðum vikið frá réttri meðferð málsins,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar WOW air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, um 80 milljónum króna, en ekki fyrir allri skuld WOW air sem sögð er um tveir milljarðar króna, Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ISAVIA mætti halda flugvélinni vegna heildarskuldar WOW air, ekki eingöngu þeirra sem tengdust flugvélinni sem ALC vill fá afhenta. Flugvélaleigufyrirtækið kærði úrskurð Landsréttar til Hæstarétts sem kvað upp dóm sinn í gær.Óheimilt að krukka í forsendum Þar er þess getið að það hafi verið ISAVIA sem kærði úrskurð héraðsdóms vegna málskostnaðar, en ekki ALC. Þegar fyrir Landsrétt var komið hafi ALC gert varakröfu um að kærði úrskurðurinn yrði staðfestur - rétt eins og ISAVIA, sem þó fór fram á að forsendum úrskurðarins yrði breytt. Á það féllst Landsréttur.Hæstiréttur taldi hins vegar að Landrétti hefði borið að verða við kröfu ISAVIA um synjun aðfaragerðar, án þess að þess að taka á nokkurn hátt afstöðu til röksemda fyrir henni og leysa einvörðungu úr ágreiningi aðilanna um málskostnað. „Í þeirri úrlausn hefði engu getað breytt hvort röksemdir fyrir niðurstöðu héraðsdóms um önnur atriði kynnu í einhverju að hafa þótt ekki geta staðist,“ segir í dómi Hæstaréttar og bætt við: „Var því talið að með hinum kærða úrskurði hefði í verulegum atriðum verið vikið frá réttri meðferð málsins og því óhjákvæmilegt án kröfu að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.“Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli flugvélaleigunnar ALC gegn Isavia. Málinu er vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar, ekki síst í ljósi þess að „að með hinum kærða úrskurði var í verulegum atriðum vikið frá réttri meðferð málsins,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar WOW air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, um 80 milljónum króna, en ekki fyrir allri skuld WOW air sem sögð er um tveir milljarðar króna, Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ISAVIA mætti halda flugvélinni vegna heildarskuldar WOW air, ekki eingöngu þeirra sem tengdust flugvélinni sem ALC vill fá afhenta. Flugvélaleigufyrirtækið kærði úrskurð Landsréttar til Hæstarétts sem kvað upp dóm sinn í gær.Óheimilt að krukka í forsendum Þar er þess getið að það hafi verið ISAVIA sem kærði úrskurð héraðsdóms vegna málskostnaðar, en ekki ALC. Þegar fyrir Landsrétt var komið hafi ALC gert varakröfu um að kærði úrskurðurinn yrði staðfestur - rétt eins og ISAVIA, sem þó fór fram á að forsendum úrskurðarins yrði breytt. Á það féllst Landsréttur.Hæstiréttur taldi hins vegar að Landrétti hefði borið að verða við kröfu ISAVIA um synjun aðfaragerðar, án þess að þess að taka á nokkurn hátt afstöðu til röksemda fyrir henni og leysa einvörðungu úr ágreiningi aðilanna um málskostnað. „Í þeirri úrlausn hefði engu getað breytt hvort röksemdir fyrir niðurstöðu héraðsdóms um önnur atriði kynnu í einhverju að hafa þótt ekki geta staðist,“ segir í dómi Hæstaréttar og bætt við: „Var því talið að með hinum kærða úrskurði hefði í verulegum atriðum verið vikið frá réttri meðferð málsins og því óhjákvæmilegt án kröfu að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.“Dóm Hæstaréttar má nálgast hér.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20
Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52