Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en MAST gerði einnig alvarlega athugasemd við að eingöngu graflax hafi verið innkallaður þegar bakterían hafði líka fundist í reyktum laxi og bleikju.

Um hundrað frærri létu lífðið í hryðjuverkaárásinni sem framin var á Sri Lanka á Páskadag en áður var talið og er tala látinna nú sögð 253. Fjölda foreldra fatlaðra barna hefur verið neitað um niðurgreiðslu á hjóli fyrir börn sín hjá Sjúkratryggingum, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hafi sótt um. Rætt verður við foreldri langveikrar stúlku segir hjól nauðsynlegt hjálpartæki. Við fjöllum einnig um fyrirhugaðar framkvæmdir við Stjórnarráðið og sjáum hvað bar hæst á sumardaginn fyrsta þegar hitamet féll í Reykjavík á þessum degi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×