Strandblak í mikilli sókn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2019 22:00 Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. Kjarnaskógur er sannkölluð náttúruparadís. Á veturna ræður gönguskíðafólk ríkjum en á sumrin tekur strandblakið yfir. Fjöldi fólks stundar þar strandblak að staðaldri og til marks um það voru 17 lið skráð til leiks á Krákumótinu sem haldið var í Kjarnaskógi á dögunum. Skipuleggjendur segja að þeir sem prófi séu fljótir að fá blakbakteríuna.Anna Kristín Magnúsdóttir.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er bara svo gaman. Þegar maður er inni að spila blak, það er rosa gaman en að vera að spila blak úti í frábæri veðri eins og í dag að þá er þetta bara útivera, samvera og að hafa gaman,“ segir Anna Kristín Magnúsdóttir, strandblakari. Mikil blakmenning er á Akureyri og í nærsveitum. Sandurinn breytir hins vegar miklu frá hinu hefðbundna inniblaki. „Þetta er hörku líkamsrækt. Manni finnst maður vera ansi kvikk en þegar maður er kominn í sandinn og maður er að stökkva til þá er líkaminn svolítið á eftir hausnum þannig að maður nær ekki boltanum alltaf,“ segir Anna Kristín.Aðstaðan í Kjarnaskógi er til fyrirmyndar.Vísir/Tryggvi PállKeppendur á mótinu voru í öllum aldursflokki og veðrið lék við keppendur sem sýndu margir hverjir lagleg tilþrif. Sumir voru að stíga sín fyrstu skref. „Við erum hérna með byrjendaflokk og þar er fólk sem hefur eiginlega aldrei spilað blak, þannig að það geta allir komið,“ segir Anna Kristín.Tilþrifin voru oft glæsilegVísir/Tryggvi PállAðstaðan í Kjarnaskógi er til fyrirmyndar og er Anna Kristín með einföld skilaboð til þeirra sem hafa velt því fyrir sér að stíga í sandinn, en ekki látið af verða. „Ég mæli bara með að fólk komi hérna og prófi þetta.“ Akureyri Blak Tengdar fréttir Sumarlífið: Strandblak eins og það gerist best Sumarlífið skellti sér á Íslandsmótið strandblaki við Laugardalslaug á dögunum og ræddi Ósk Gunnarsdóttir við Jóhannes mótstjóra og fleiri. 18. ágúst 2015 21:00 Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra á Suðurlandi Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra voru meðal atriða sem gestir á Suðurlandi nutu í dag í veðurblíðunni. 4. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. Kjarnaskógur er sannkölluð náttúruparadís. Á veturna ræður gönguskíðafólk ríkjum en á sumrin tekur strandblakið yfir. Fjöldi fólks stundar þar strandblak að staðaldri og til marks um það voru 17 lið skráð til leiks á Krákumótinu sem haldið var í Kjarnaskógi á dögunum. Skipuleggjendur segja að þeir sem prófi séu fljótir að fá blakbakteríuna.Anna Kristín Magnúsdóttir.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er bara svo gaman. Þegar maður er inni að spila blak, það er rosa gaman en að vera að spila blak úti í frábæri veðri eins og í dag að þá er þetta bara útivera, samvera og að hafa gaman,“ segir Anna Kristín Magnúsdóttir, strandblakari. Mikil blakmenning er á Akureyri og í nærsveitum. Sandurinn breytir hins vegar miklu frá hinu hefðbundna inniblaki. „Þetta er hörku líkamsrækt. Manni finnst maður vera ansi kvikk en þegar maður er kominn í sandinn og maður er að stökkva til þá er líkaminn svolítið á eftir hausnum þannig að maður nær ekki boltanum alltaf,“ segir Anna Kristín.Aðstaðan í Kjarnaskógi er til fyrirmyndar.Vísir/Tryggvi PállKeppendur á mótinu voru í öllum aldursflokki og veðrið lék við keppendur sem sýndu margir hverjir lagleg tilþrif. Sumir voru að stíga sín fyrstu skref. „Við erum hérna með byrjendaflokk og þar er fólk sem hefur eiginlega aldrei spilað blak, þannig að það geta allir komið,“ segir Anna Kristín.Tilþrifin voru oft glæsilegVísir/Tryggvi PállAðstaðan í Kjarnaskógi er til fyrirmyndar og er Anna Kristín með einföld skilaboð til þeirra sem hafa velt því fyrir sér að stíga í sandinn, en ekki látið af verða. „Ég mæli bara með að fólk komi hérna og prófi þetta.“
Akureyri Blak Tengdar fréttir Sumarlífið: Strandblak eins og það gerist best Sumarlífið skellti sér á Íslandsmótið strandblaki við Laugardalslaug á dögunum og ræddi Ósk Gunnarsdóttir við Jóhannes mótstjóra og fleiri. 18. ágúst 2015 21:00 Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra á Suðurlandi Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra voru meðal atriða sem gestir á Suðurlandi nutu í dag í veðurblíðunni. 4. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Sumarlífið: Strandblak eins og það gerist best Sumarlífið skellti sér á Íslandsmótið strandblaki við Laugardalslaug á dögunum og ræddi Ósk Gunnarsdóttir við Jóhannes mótstjóra og fleiri. 18. ágúst 2015 21:00
Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra á Suðurlandi Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra voru meðal atriða sem gestir á Suðurlandi nutu í dag í veðurblíðunni. 4. ágúst 2018 21:00