„Troðið þessu Reflexi upp í No No nótoríusið á ykkur!“ Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2019 08:56 Tveir helstu sérfræðingar þjóðarinnar í Duran Duran eru lentir í ritdeilu um tónleikana sem haldnir voru í Höllinni í gær. Helstu Duran Duran-sérfræðingar þjóðarinnar, fjölmiðlamennirnir Þórður Helgi Þórðarson útvarpsmaður á Rás 2 og Þórarinn Þórarinsson blaðamaður á Fréttablaðinu, eru komnir í hár saman vegna tónleika Duran Duran sem haldnir voru í Höllinni í gærkvöldi. Meðan annar fellir gleðitár er lunti í hinum.Móðgun við land og þjóð Þórður Helgi, sem gengir nafninu Doddi litli, var heldur fúll eftir tónleikana og fór ekki leynt með það. Hann ritaði á Facebooksíðu sína seint í gærkvöldi. „Að kalla sig Duran Duran, koma hingað og sleppa The Chauffeur er móðgun við land og þjóð! Troðið frekar þessu Reflexi upp í No No nótoríusið á ykkur! There I said it.“ Grímur Atlason, sem staðið hefur fyrir mörgum tónleikum erlendra popptónlistarmanna á Íslandi, í gegnum tíðina hnýtur um þessi harkalegu ummæli, segir hér alvarlegar ásakanir á borð bornar og vill fá þetta útkljáð. Hann kallar því til leiks Þórarinn, í athugasemd á Facebooksíðu Þórðar Helga. „Doddi er alveg sæmilega marktækur í þessum eitísfræðum en kannski enginn doktor í Birmingham eins og þú.“Í versta falli manískur orkupakki númer 3 Þórarinn, sem ásamt Hans Steinari Bjarnasyni upplýsingafulltrúa, er einn gegnheilasti aðdáandi hljómsveitarinnar sem fyrir finnst á Íslandi, kemur til varnar sínum mönnum og bendir á að The Chauffeur hafi verið á dagskrá var síðast þegar Duran Duran tróð upp á Íslandi. „Þarf alltaf allt að vera eins?Sá sem vælir yfir þessu og fúlsar um leið við The Seventh Stranger og New Religion er í besta falli clueless moron en í versta manískur orkupakki númer 3. Þannig að þetta rant er ekki svaravert.“ Þórarinn telur þar með málið afgreitt en útvarpsmaðurinn Doddi litli er ekki á því að þar með sé búið að setja punkt við þessa miklu deilu. „Gott að þú nefnir New religion, þú sem Dr. frá Birmingham, varst þú bara sáttur með að gítarleikarinn gerði það sem Andy dreymdi um allan Duran ferilinn, hann yfirtók lagið með einhverjum heavy metal gítar og á köflum heyrðist nánast bara í honum. Annars væri ég til í að sjá þig verja Dr. ritgerð þína segjandi að það sé bara í lagi af því þeir tóku það síðast! Þeir tóku No No Notoríus síðast líka og við þurftum að þola það aftur í gær!“ Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Hansi Bjarna var og er forfallinn Duran Duran-aðdáandi Hans Steinar Bjarnason ætlar ekki að missa af tónleikunum í kvöld. 25. júní 2019 16:09 Síðasti sénsinn með Duran Duran Drengirnir síungu í Duran Duran eru hæstánægðir með að vera komnir aftur til Íslands. Bassaleikarinn John Taylor segir þá mjög spennta fyrir kvöldinu þar sem þeir muni gefa sig alla. 25. júní 2019 02:00 Svarthvítar hetjur Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. 21. júní 2019 02:03 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira
Helstu Duran Duran-sérfræðingar þjóðarinnar, fjölmiðlamennirnir Þórður Helgi Þórðarson útvarpsmaður á Rás 2 og Þórarinn Þórarinsson blaðamaður á Fréttablaðinu, eru komnir í hár saman vegna tónleika Duran Duran sem haldnir voru í Höllinni í gærkvöldi. Meðan annar fellir gleðitár er lunti í hinum.Móðgun við land og þjóð Þórður Helgi, sem gengir nafninu Doddi litli, var heldur fúll eftir tónleikana og fór ekki leynt með það. Hann ritaði á Facebooksíðu sína seint í gærkvöldi. „Að kalla sig Duran Duran, koma hingað og sleppa The Chauffeur er móðgun við land og þjóð! Troðið frekar þessu Reflexi upp í No No nótoríusið á ykkur! There I said it.“ Grímur Atlason, sem staðið hefur fyrir mörgum tónleikum erlendra popptónlistarmanna á Íslandi, í gegnum tíðina hnýtur um þessi harkalegu ummæli, segir hér alvarlegar ásakanir á borð bornar og vill fá þetta útkljáð. Hann kallar því til leiks Þórarinn, í athugasemd á Facebooksíðu Þórðar Helga. „Doddi er alveg sæmilega marktækur í þessum eitísfræðum en kannski enginn doktor í Birmingham eins og þú.“Í versta falli manískur orkupakki númer 3 Þórarinn, sem ásamt Hans Steinari Bjarnasyni upplýsingafulltrúa, er einn gegnheilasti aðdáandi hljómsveitarinnar sem fyrir finnst á Íslandi, kemur til varnar sínum mönnum og bendir á að The Chauffeur hafi verið á dagskrá var síðast þegar Duran Duran tróð upp á Íslandi. „Þarf alltaf allt að vera eins?Sá sem vælir yfir þessu og fúlsar um leið við The Seventh Stranger og New Religion er í besta falli clueless moron en í versta manískur orkupakki númer 3. Þannig að þetta rant er ekki svaravert.“ Þórarinn telur þar með málið afgreitt en útvarpsmaðurinn Doddi litli er ekki á því að þar með sé búið að setja punkt við þessa miklu deilu. „Gott að þú nefnir New religion, þú sem Dr. frá Birmingham, varst þú bara sáttur með að gítarleikarinn gerði það sem Andy dreymdi um allan Duran ferilinn, hann yfirtók lagið með einhverjum heavy metal gítar og á köflum heyrðist nánast bara í honum. Annars væri ég til í að sjá þig verja Dr. ritgerð þína segjandi að það sé bara í lagi af því þeir tóku það síðast! Þeir tóku No No Notoríus síðast líka og við þurftum að þola það aftur í gær!“
Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Hansi Bjarna var og er forfallinn Duran Duran-aðdáandi Hans Steinar Bjarnason ætlar ekki að missa af tónleikunum í kvöld. 25. júní 2019 16:09 Síðasti sénsinn með Duran Duran Drengirnir síungu í Duran Duran eru hæstánægðir með að vera komnir aftur til Íslands. Bassaleikarinn John Taylor segir þá mjög spennta fyrir kvöldinu þar sem þeir muni gefa sig alla. 25. júní 2019 02:00 Svarthvítar hetjur Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. 21. júní 2019 02:03 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira
Hansi Bjarna var og er forfallinn Duran Duran-aðdáandi Hans Steinar Bjarnason ætlar ekki að missa af tónleikunum í kvöld. 25. júní 2019 16:09
Síðasti sénsinn með Duran Duran Drengirnir síungu í Duran Duran eru hæstánægðir með að vera komnir aftur til Íslands. Bassaleikarinn John Taylor segir þá mjög spennta fyrir kvöldinu þar sem þeir muni gefa sig alla. 25. júní 2019 02:00
Svarthvítar hetjur Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. 21. júní 2019 02:03