Hóta konum lögsóknum vegna ummæla um Hafþór við mynd Sofiu Vergara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2019 11:00 Færsla Sofiu Vergara á Instagam frá 20. janúar. Instagram @sofiavergara. Íslensk kona á þrítugsaldri hefur fjarlægt ummæli sín um Hafþórs Júlíus Björnsson sem hún lét falla við Instagram færslu kólumbísku leikkonunnar Sofiu Vergara. Lögmaður Hafþórs sendi konunni bréf og hótaði lögsókn og skaðabótakröfu yrðu ummælin ekki fjarlægð. Hún varð við því en fleiri íslenskar konur hafa sagt skoðun sína á Hafþóri við færslu leikkonunnar.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær þar sem vísað var í bréf frá Ólafi Val Guðjónssyni, lögmanni Hafþórs, til konunnar. Þar segir meðal annars: „Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist að þér fjarlægið án tafar framangreind ummæli og öll önnur ummæli sem þér kunnið að hafa viðhaft um umbjóðanda minn. Þá er þess enn fremur krafist að þér látið af framangreindri háttsemi.“Tveggja vikna gömul færsla Ólafur Valur vill lítið tjá sig um málið umfram það sem fram kemur í bréfinu. Konan hafi fjarlægt ummælin eins og krafist var og málið því úr sögunni. Hann vill ekki greina frá því hve mörgum hafi verið sent kröfubréf en það séu að minnsta kosti tvær konur. Sofia Vergara birti myndina þann 20. janúar. Á myndinni eru auk Sofiu eiginmaður hennar, Joe Manganiello, Hafþór Júlíus og eiginkona hans Kelsey Henson. Ummælin sem krafist var að yrðu fjarlægð voru eftirfarandi: „Hafþór (the mountain) is an abuser. It makes me sad to see such an amazing woman promote him.“ Forsaga málsins er viðtal í Fréttablaðinu sumarið 2017 þar sem rætt var við barnsmóður Hafþórs sem bar honum ekki vel söguna. Sagði hann heimilisofbeldismann. Sömuleiðis var fjallað um að þrjár fyrrverandi ástkonur Hafþórs lýstu líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans.Var Hafþór að minnsta kosti einu sinni kærður til lögreglu. Þá sagði Kjartan Ragnars, lögmaður sem gætti hagsmuna Hafþórs á þeim tíma, í samtali við Vísi í morgun að ein kæra hefði verið lögð fram af hálfu Hafþórs vegna ummælanna.Hyggst ekki sitja lengur undir ásökunum Í bréfi Ólafs Vals segir að engin gögn styðji fullyrðingar sem komið hafi í viðtalinu við barnsmóður Hafþórs á sínum tíma. „Á sínum tíma tók umbjóðandi minn þá ákvörðun að aðhafast ekki vegna viðtalsins og þeirra ummæla sem hann mátti þola í kjölfarið. Umbjóðandi minn mun hins vegar ekki lengur sitja undir þessum ásökunum.“ Sofia Vergara er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Modern Family. Hún er með 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Fleiri hafa látið ummæli falla á Instagram þar sem fullyrt er að Hafþór sé ofbeldismaður og vísað til fyrrnefnds viðtals í Fréttablaðinu. Hafþór hefur svarið fyrir að vera ofbeldismaður. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Íslensk kona á þrítugsaldri hefur fjarlægt ummæli sín um Hafþórs Júlíus Björnsson sem hún lét falla við Instagram færslu kólumbísku leikkonunnar Sofiu Vergara. Lögmaður Hafþórs sendi konunni bréf og hótaði lögsókn og skaðabótakröfu yrðu ummælin ekki fjarlægð. Hún varð við því en fleiri íslenskar konur hafa sagt skoðun sína á Hafþóri við færslu leikkonunnar.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær þar sem vísað var í bréf frá Ólafi Val Guðjónssyni, lögmanni Hafþórs, til konunnar. Þar segir meðal annars: „Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist að þér fjarlægið án tafar framangreind ummæli og öll önnur ummæli sem þér kunnið að hafa viðhaft um umbjóðanda minn. Þá er þess enn fremur krafist að þér látið af framangreindri háttsemi.“Tveggja vikna gömul færsla Ólafur Valur vill lítið tjá sig um málið umfram það sem fram kemur í bréfinu. Konan hafi fjarlægt ummælin eins og krafist var og málið því úr sögunni. Hann vill ekki greina frá því hve mörgum hafi verið sent kröfubréf en það séu að minnsta kosti tvær konur. Sofia Vergara birti myndina þann 20. janúar. Á myndinni eru auk Sofiu eiginmaður hennar, Joe Manganiello, Hafþór Júlíus og eiginkona hans Kelsey Henson. Ummælin sem krafist var að yrðu fjarlægð voru eftirfarandi: „Hafþór (the mountain) is an abuser. It makes me sad to see such an amazing woman promote him.“ Forsaga málsins er viðtal í Fréttablaðinu sumarið 2017 þar sem rætt var við barnsmóður Hafþórs sem bar honum ekki vel söguna. Sagði hann heimilisofbeldismann. Sömuleiðis var fjallað um að þrjár fyrrverandi ástkonur Hafþórs lýstu líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans.Var Hafþór að minnsta kosti einu sinni kærður til lögreglu. Þá sagði Kjartan Ragnars, lögmaður sem gætti hagsmuna Hafþórs á þeim tíma, í samtali við Vísi í morgun að ein kæra hefði verið lögð fram af hálfu Hafþórs vegna ummælanna.Hyggst ekki sitja lengur undir ásökunum Í bréfi Ólafs Vals segir að engin gögn styðji fullyrðingar sem komið hafi í viðtalinu við barnsmóður Hafþórs á sínum tíma. „Á sínum tíma tók umbjóðandi minn þá ákvörðun að aðhafast ekki vegna viðtalsins og þeirra ummæla sem hann mátti þola í kjölfarið. Umbjóðandi minn mun hins vegar ekki lengur sitja undir þessum ásökunum.“ Sofia Vergara er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Modern Family. Hún er með 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Fleiri hafa látið ummæli falla á Instagram þar sem fullyrt er að Hafþór sé ofbeldismaður og vísað til fyrrnefnds viðtals í Fréttablaðinu. Hafþór hefur svarið fyrir að vera ofbeldismaður.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira