Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. júní 2019 11:47 Ágúst Ólafur Ágústsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir í stöðuuppfærslu á samfélagsmiðlum að á fundi fjárlaganefndar í gær hafi verið kynntar ótrúlegar breytingartillögur á fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hyggst gera í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Hann segir margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem fjármálaráðherra boðaði í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. „Ég er í hálfgerðu áfalli við lestur þessara breytingatillagna á fjármálaáætlun sem er einungis rúmlega tveggja mánaða gömul. Þegar við berum saman það sem að átti að vera í áætluninni og það sem ríkisstjórnin er að leggja til þá kemur fram að framlög til dæmis til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða frá því sem hafði verið kynnt í fjármálaáætlun,” segir Ágúst. Ágúst segir einnig að útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um einn koma fjóra milljarða á næstu fimm árin, framhaldsskólar fá lækkun um einn komma átta milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um fjögurra komma sjö milljarða króna lækkun saman lagt á tímabilinu svo dæmi séu tekin. þá verða fjárframlög til löggæslu verða lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um tvo komma átta milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin. „Það er margt þarna sem krefst frekari skýringa og ég hef þegar beðið eftir að fá þær strax á fyrsta fundi fjárlaganefndar eftir Helgi,” segir Ágúst. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á uppstigningardag að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt hafi verið að. Þar eru fall WOW Air og loðnubrestur nefndar sem helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Bjarni sagði að með þeim aðgerðum sem lagt er upp með nú sé reynt að verja þá uppbyggingu sem ríkisstjórnin hafi þegar kynnt. „Ég held að bæði fjármálaáætlunin og fjármálastefnan er byggð á allt of bjartsýnum forsendum. Við sjáum að gert er ráð fyrir að gengi krónunnar eigi að haldast óbreytt næstu fimm árin það er aldrei að fara gerast. Það er spáð að verðbólga verði einfaldlega svipuð og hafði verið spáð. Atvinnuleysi á að breytast lítið frá fyrri spá. Þannig að grunnur hagstjórnar hér er afskaplega veikur,” segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir í stöðuuppfærslu á samfélagsmiðlum að á fundi fjárlaganefndar í gær hafi verið kynntar ótrúlegar breytingartillögur á fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hyggst gera í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Hann segir margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem fjármálaráðherra boðaði í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. „Ég er í hálfgerðu áfalli við lestur þessara breytingatillagna á fjármálaáætlun sem er einungis rúmlega tveggja mánaða gömul. Þegar við berum saman það sem að átti að vera í áætluninni og það sem ríkisstjórnin er að leggja til þá kemur fram að framlög til dæmis til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða frá því sem hafði verið kynnt í fjármálaáætlun,” segir Ágúst. Ágúst segir einnig að útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um einn koma fjóra milljarða á næstu fimm árin, framhaldsskólar fá lækkun um einn komma átta milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um fjögurra komma sjö milljarða króna lækkun saman lagt á tímabilinu svo dæmi séu tekin. þá verða fjárframlög til löggæslu verða lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um tvo komma átta milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin. „Það er margt þarna sem krefst frekari skýringa og ég hef þegar beðið eftir að fá þær strax á fyrsta fundi fjárlaganefndar eftir Helgi,” segir Ágúst. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á uppstigningardag að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt hafi verið að. Þar eru fall WOW Air og loðnubrestur nefndar sem helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Bjarni sagði að með þeim aðgerðum sem lagt er upp með nú sé reynt að verja þá uppbyggingu sem ríkisstjórnin hafi þegar kynnt. „Ég held að bæði fjármálaáætlunin og fjármálastefnan er byggð á allt of bjartsýnum forsendum. Við sjáum að gert er ráð fyrir að gengi krónunnar eigi að haldast óbreytt næstu fimm árin það er aldrei að fara gerast. Það er spáð að verðbólga verði einfaldlega svipuð og hafði verið spáð. Atvinnuleysi á að breytast lítið frá fyrri spá. Þannig að grunnur hagstjórnar hér er afskaplega veikur,” segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira