Karlar og hundar velkomnir í kvenfataverslun Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. apríl 2019 14:00 Silla Berg og Júlía Helgadóttir skemmta sér við að máta flíkur og greina tískustrauma og -stefnur þegar tími gefst til. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Júlía Helgadóttir og Silla Berg í Kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar fagna því í kvöld að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum. Karlmenn og hundar eru samt velkomnir í gleðskapinn. „Við erum búin að vera með Circolo í herrafataversluninni og það hefur gengið alveg of boðslega vel þar þannig að við ákváðum að taka þetta inn fyrir dömurnar líka og erum nýbyrjaðar að selja úr fyrstu sendingunni og ég hef á tilfinningunni að þetta muni slá í gegn,“ segir Júlía Helgadóttir verslunarstjóri. Tweed með tilheyrandi keim af breskum áhrifum hefur löngum verið áberandi í herrafötunum hjá Kormáki og Skildi en konum virðist einnig líka ágætlega við slíkt. „Tweed og buxnadragtir eru að koma sterkt inn enda er náttúrlega öld hinnar sterku konu runnin upp,“ segir Júlía. „Og við viljum bara vera svolítið smart, klassískar jafnvel, í leik og starfi og í öllum veðrum. Circolofötin eru ítölsk og eitt það besta við þau er hversu þægileg þau eru. Manni líður bara eins og maður sé í jogging-galla. Síðan má þvo þetta allt í þvottavél, líka jakkana sem sparar manni örugglega tuttugu og eitthvað þúsund á ári í hreinsunarkostnað.“ Júlía tók við búðinni á Skólavörðustíg í sumar og segist una hag sínum vel í sínu náttúrlega umhverfi en hún er lærði klæðskurð og listfræði og „hef gríðarlega mikinn áhuga á fötum og hef alltaf haft, alveg síðan í barnæsku. Bæði nútímatísku og tísku liðinna tíma, búningum, undirfötum, kjólum og yfirhöfnum, þannig að þar er alltaf gaman í vinnunni.“ „Við ætlum að vera með smá páskastuð á Skólavörðustígnum í kvöld en erum samt í raun að fagna því að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum sem var löngu tímabært. Við verðum með Omnom-páskasúkkulaðismakk og Baileys sem konum finnst svo gott með súkkulaði en karlarnir mega alveg koma líka. Það eru sæti þarna fyrir þá og ferfætlingar eru líka velkomnir. Við höfum aldrei neitað hundum um inngöngu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Júlía Helgadóttir og Silla Berg í Kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar fagna því í kvöld að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum. Karlmenn og hundar eru samt velkomnir í gleðskapinn. „Við erum búin að vera með Circolo í herrafataversluninni og það hefur gengið alveg of boðslega vel þar þannig að við ákváðum að taka þetta inn fyrir dömurnar líka og erum nýbyrjaðar að selja úr fyrstu sendingunni og ég hef á tilfinningunni að þetta muni slá í gegn,“ segir Júlía Helgadóttir verslunarstjóri. Tweed með tilheyrandi keim af breskum áhrifum hefur löngum verið áberandi í herrafötunum hjá Kormáki og Skildi en konum virðist einnig líka ágætlega við slíkt. „Tweed og buxnadragtir eru að koma sterkt inn enda er náttúrlega öld hinnar sterku konu runnin upp,“ segir Júlía. „Og við viljum bara vera svolítið smart, klassískar jafnvel, í leik og starfi og í öllum veðrum. Circolofötin eru ítölsk og eitt það besta við þau er hversu þægileg þau eru. Manni líður bara eins og maður sé í jogging-galla. Síðan má þvo þetta allt í þvottavél, líka jakkana sem sparar manni örugglega tuttugu og eitthvað þúsund á ári í hreinsunarkostnað.“ Júlía tók við búðinni á Skólavörðustíg í sumar og segist una hag sínum vel í sínu náttúrlega umhverfi en hún er lærði klæðskurð og listfræði og „hef gríðarlega mikinn áhuga á fötum og hef alltaf haft, alveg síðan í barnæsku. Bæði nútímatísku og tísku liðinna tíma, búningum, undirfötum, kjólum og yfirhöfnum, þannig að þar er alltaf gaman í vinnunni.“ „Við ætlum að vera með smá páskastuð á Skólavörðustígnum í kvöld en erum samt í raun að fagna því að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum sem var löngu tímabært. Við verðum með Omnom-páskasúkkulaðismakk og Baileys sem konum finnst svo gott með súkkulaði en karlarnir mega alveg koma líka. Það eru sæti þarna fyrir þá og ferfætlingar eru líka velkomnir. Við höfum aldrei neitað hundum um inngöngu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun