Tveggja þrepa hreinsistöð byggð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. desember 2019 15:00 Í dag fer öll fráveita meira og minna óhreinsuð frá íbúum og fyrirtækjum á Selfossi beint út í Ölfusá. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nú hyllir undir að fráveitumál á Selfossi komist í gott lag því ætlunin er að byggja tveggja þrepa hreinsistöð en í dag fer skólpið frá íbúum óhreinsað út í Ölfusá. “Bráðnauðsynleg framkvæmd“ segir bæjarfulltrúi. Fráveitumál á Selfossi hafa verið í miklum ólestri í gegnum árin því öll fráveita frá bæjarfélaginu fer meira og minna óhreinsuð út í Ölfusá, sem er jú vatnsmesta á landsins en ástandið er langt frá því að vera í lagi. Búið er að senda inn frummatsskýrslu um umhverfismat vegna nýju hreinsistöðvarinnar til Skipulagsstofnunar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg er formaður Eigna og veitunefndar, sem hefur m.a. með fráveitumál að gera. „Varðandi hreinsistöðina þá ætlum við að fara í tveggja þrepa hreinsun og að auki bæta ljósi á hana þannig að við komum til með að geta nánast drukkið vatnið, sem kemur úr þessari hreinsistöð. Þetta er svokallað Ultra Violet ljós, sem kemur til að drepa saurgerla“. Tómas Ellert segir að bygging hreinsistöðvar á bökkum Ölfusár sé mjög nauðsynleg framkvæmd. „Hún er bráðnauðsynleg og það er líka afar aðkallandi að ríkið komi á móts við sveitarfélögin í svona risa framkvæmdum því að mér finnst það skjóta skökku við að ríkið sé að hafa tekjur af fráveitum. Þá finnst mér að þeir ættu í minnsta lagið að fella niður virðisaukaskattinn af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga“. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg og formaður Eigna og veitunefndar sveitarfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað kostar hreinsistöð fyrir Sveitarfélagið Árborg? „Hreinsistöðin mun kosta þetta á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna. Vonandi náum við að klára hönnunina á stöðinni á næsta ári og getum þá hafið framkvæmdir 2021“, segir Tómas Ellert. Árborg Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Nú hyllir undir að fráveitumál á Selfossi komist í gott lag því ætlunin er að byggja tveggja þrepa hreinsistöð en í dag fer skólpið frá íbúum óhreinsað út í Ölfusá. “Bráðnauðsynleg framkvæmd“ segir bæjarfulltrúi. Fráveitumál á Selfossi hafa verið í miklum ólestri í gegnum árin því öll fráveita frá bæjarfélaginu fer meira og minna óhreinsuð út í Ölfusá, sem er jú vatnsmesta á landsins en ástandið er langt frá því að vera í lagi. Búið er að senda inn frummatsskýrslu um umhverfismat vegna nýju hreinsistöðvarinnar til Skipulagsstofnunar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg er formaður Eigna og veitunefndar, sem hefur m.a. með fráveitumál að gera. „Varðandi hreinsistöðina þá ætlum við að fara í tveggja þrepa hreinsun og að auki bæta ljósi á hana þannig að við komum til með að geta nánast drukkið vatnið, sem kemur úr þessari hreinsistöð. Þetta er svokallað Ultra Violet ljós, sem kemur til að drepa saurgerla“. Tómas Ellert segir að bygging hreinsistöðvar á bökkum Ölfusár sé mjög nauðsynleg framkvæmd. „Hún er bráðnauðsynleg og það er líka afar aðkallandi að ríkið komi á móts við sveitarfélögin í svona risa framkvæmdum því að mér finnst það skjóta skökku við að ríkið sé að hafa tekjur af fráveitum. Þá finnst mér að þeir ættu í minnsta lagið að fella niður virðisaukaskattinn af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga“. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg og formaður Eigna og veitunefndar sveitarfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað kostar hreinsistöð fyrir Sveitarfélagið Árborg? „Hreinsistöðin mun kosta þetta á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna. Vonandi náum við að klára hönnunina á stöðinni á næsta ári og getum þá hafið framkvæmdir 2021“, segir Tómas Ellert.
Árborg Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira