Innlent

Fleiri fóru í utanlandsferð í fyrra en árið á undan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin á Keflavíkurflugvelli síðasta sumar en fleiri landsmenn fóru til útlanda í fyrra heldur en árið á undan.
Myndin er tekin á Keflavíkurflugvelli síðasta sumar en fleiri landsmenn fóru til útlanda í fyrra heldur en árið á undan. vísir/vilhelm
Ný könnun Ferðamálastofu á ferðalögum Íslendinga innanlands og utan sýnir að 83 prósent aðspurðra fóru í utanlandsferð í fyrra samanborið við 78 prósent árið 2017.

Var hlutfall svarenda sem ferðuðust til útlanda árið 2018 þannig marktækt hærra en á árunum 2009 til 217 að því er fram kemur í tilkynningu Ferðamálastofu.

Gistinætur í útlöndum voru að jafnaði 20 á síðasta ári eða um einni nótt fleiri en árið 2017. Spánn, þar með taldar Kanaríeyjar, og Portúgal voru vinsælustu áfangastaðirnir.

Þeim sem ferðast svo innanlands hefur fækkað frá árinu 2009 en um 85 prósent landsmanna ferðuðust innanlands á síðasta ári samkvæmt könnun Ferðamálastofu.

Norðurland var sá landshluti sem flestir heimsóttu á ferðalögum um landið í fyrra eða 60,1 prósent. Þar á eftir kom Suðurland en 51,8 prósent heimsóttu þann landshluta árið 2018.

Nánari upplýsingar um könnunina má nálgast á vef Ferðamálastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×