Ekki hægt að eyða lúpínunni sem breytir landinu varanlega Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. júní 2019 07:30 Lúpínubreiður setja mjög mikinn svip á Keldnaholt við Grafarvogshverfið í Reykjavík. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Lúpínan er dugleg planta. Hún er skilgreind sem ágeng tegund og hún í rauninni er að breiðast út víða í borgarlandinu,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Borgarbúar hafa tekið eftir mikilli útbreiðslu lúpínu í borginni og eru skiptar skoðanir á ágæti hennar. „Ef maður lítur nokkur ár aftur í tímann má sjá að minna var af lúpínunni en núna er. Þar sem eru góð skilyrði fyrir hana hefur hún teygt sig um svona einn til tvo metra á ári. Nú þegar hún er í fullum blóma er hún áberandi, sést rosa vel,“ segir Þórólfur. Lúpínan getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á það landsvæði sem hún tekur undir sig. Svæðin breytast og verða móttækilegri fyrir öðrum gróðurtegundum en þeim sem fyrir voru. Þar sem lúpínan vex verður auðveldara að rækta gras- og blómlendi sem og skóga. Á sama tíma hverfur þar gróðurinn sem fyrr var, svo sem berjalyng. „Lúpínan í rauninni breytir landinu varanlega,“ segir Þórólfur.Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. „Hún er að breyta magurri jörð í frjósama þannig að það eru þá kostir hennar. Þar er þá til dæmis fínt að rækta skóg eða eitthvað slíkt síðar en hún náttúrulega kæfir þennan litla smágróður sem er á melum og holtum. Við viljum gjarnan halda líka í berjabrekkurnar, lyngið og smágróðurinn.“ Aðspurður um stefnu borgarinnar er kemur að útbreiðslu lúpínu segir Þórólfur að óraunhæft sé að ætla sér að eyða henni en að stefnt sé að því að halda henni í skefjum á ákveðnum svæðum. „Við þurfum að forgangsraða því hvaða svæði við tökum fyrir. Náttúruverndarsvæðin okkar eru þau svæði sem við höfum aðallega verið að horfa á. Við vildum gjarnan gera meira en til þess þarf aukinn mannafla og fjármagn,“ segir Þórólfur og bætir við að Vinnuskóli Reykjavíkur og sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun hafi tekið þátt í verkefninu. „Bæði nú í sumar og í fyrrasumar hefur vinnuskólinn tekið að sér vinnu tengda því að minnka útbreiðslu lúpínu og einnig höfum við unnið með sjálfboðaliðum frá Umhverfisstofnun af og til á undanförnum árum. Við höfum áhuga á því að gera meira, til dæmis að fara í Rauðhóla, þeir eru dæmi um svæði þar sem auðvelt er fyrir lúpínu að dreifa úr sér,“ segir Þórólfur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
„Lúpínan er dugleg planta. Hún er skilgreind sem ágeng tegund og hún í rauninni er að breiðast út víða í borgarlandinu,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Borgarbúar hafa tekið eftir mikilli útbreiðslu lúpínu í borginni og eru skiptar skoðanir á ágæti hennar. „Ef maður lítur nokkur ár aftur í tímann má sjá að minna var af lúpínunni en núna er. Þar sem eru góð skilyrði fyrir hana hefur hún teygt sig um svona einn til tvo metra á ári. Nú þegar hún er í fullum blóma er hún áberandi, sést rosa vel,“ segir Þórólfur. Lúpínan getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á það landsvæði sem hún tekur undir sig. Svæðin breytast og verða móttækilegri fyrir öðrum gróðurtegundum en þeim sem fyrir voru. Þar sem lúpínan vex verður auðveldara að rækta gras- og blómlendi sem og skóga. Á sama tíma hverfur þar gróðurinn sem fyrr var, svo sem berjalyng. „Lúpínan í rauninni breytir landinu varanlega,“ segir Þórólfur.Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. „Hún er að breyta magurri jörð í frjósama þannig að það eru þá kostir hennar. Þar er þá til dæmis fínt að rækta skóg eða eitthvað slíkt síðar en hún náttúrulega kæfir þennan litla smágróður sem er á melum og holtum. Við viljum gjarnan halda líka í berjabrekkurnar, lyngið og smágróðurinn.“ Aðspurður um stefnu borgarinnar er kemur að útbreiðslu lúpínu segir Þórólfur að óraunhæft sé að ætla sér að eyða henni en að stefnt sé að því að halda henni í skefjum á ákveðnum svæðum. „Við þurfum að forgangsraða því hvaða svæði við tökum fyrir. Náttúruverndarsvæðin okkar eru þau svæði sem við höfum aðallega verið að horfa á. Við vildum gjarnan gera meira en til þess þarf aukinn mannafla og fjármagn,“ segir Þórólfur og bætir við að Vinnuskóli Reykjavíkur og sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun hafi tekið þátt í verkefninu. „Bæði nú í sumar og í fyrrasumar hefur vinnuskólinn tekið að sér vinnu tengda því að minnka útbreiðslu lúpínu og einnig höfum við unnið með sjálfboðaliðum frá Umhverfisstofnun af og til á undanförnum árum. Við höfum áhuga á því að gera meira, til dæmis að fara í Rauðhóla, þeir eru dæmi um svæði þar sem auðvelt er fyrir lúpínu að dreifa úr sér,“ segir Þórólfur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira